Innovit stofnað í sinni endanlegu mynd

Ég var rétt í þessu að senda frá mér eftirfarandi fréttatilkynningu eins og sjá má á heimasíðu innovit (www.innovit.is)

Fréttatilkynning: Innovit, nýsköpunar- og frumkvöðlasetur, stofnað á 10 ára afmæli Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins.

Hópur ungs fólks hefur undanfarið ár unnið að undirbúningi að stofnun Innovit, nýsköpunar- og frumkvöðlaseturs, sem leggur sérstaka áherslu á stuðning við frumkvöðla úr íslensku háskólaumhverfi. Á undirbúningstímabilinu var hluti af endanlegri starfsemi Innovit hafin og stofnun félagins í sinni endanlegu mynd undirbúin.

Innovit, nýsköpunar- og frumkvöðlasetur hefur nú verið formlega stofnað sem einkahlutafélag í almannaþágu og eru stofnendur og eigendur Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins, Samtök iðnaðarins og hugmyndasmiðir Innovit: Andri Heiðar Kristinsson, Magnús Már Einarsson og Stefanía Sigurðardóttir. Í dag eru liðin 10 ár frá stofnun Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins og er það því táknrænt að á þessum tímamótum hafi Innovit verið stofnað og Nýsköpunarsjóðurinn ákveðið að styðja við unga háskólamenntaða frumkvöðla og taka þátt í stofnun Innovit.

Auk Samtaka iðnaðarins og Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins munu Landsbanki Íslands, Háskóli Íslands, Háskólinn í Reykjavík og viðskiptadeild Háskólans á Bifröst styðja við bakið á Innovit næstu þrjú árin og þannig taka þátt í að byggja upp fyrsta flokks stuðningsumhverfi fyrir íslenska frumkvöðla.

“Ég bind miklar vonir við starf Innovit á næstu árum og þess vegna fannst okkur vel við hæfi að taka þátt í stofnun félagsins á þessum tímamótum sem 10 ára afmæli Nýsköpunarsjóðs er. Á Íslandi í dag eru stofnuð allt of fá sprotafyrirtæki sem eiga uppruna sinn í því rannsóknarstarfi sem á sér stað innan háskólanna. Víða erlendis sprettur stór hluti nýrra þekkingar- og hátæknifyrirtækja upp úr starfi háskólanna og er að mínu mati mikilvægt að líta til reynslu annarra landa í þessum efnum. Innovit hefur undanfarið átt í góðu samstarfi við frumkvöðlasetur Massachussetts Institute of Technology, en sá skóli er einn sá fremsti í heiminum þegar kemur að stofnun vel heppnaðra fyrirtækja út frá rannsóknarstarfi nemenda.” segir Finnbogi Jónsson, framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins.

“Það er gríðarlega mikilvægt fyrir Innovit, sem og íslenska frumkvöðla, að fá í lið með okkur reynslumikla aðila úr atvinnulífinu eins og Nýsköpunarsjóð atvinnulífsins, Samtök iðnaðarins og Landsbankann. Þessir aðilar gera okkur kleyft að einbeita okkur að því að styðja við frumkvöðla og byggja upp öflugt stuðningsumhverfi fyrir sprotafyrirtæki. Innovit er ætlað að vera vettvangur frumkvæðis, hugvits og þekkingar og verður lögð höfuðáhersla á að skapa opinn og hvetjandi vettvang fyrir unga, hugmyndaríka og vel menntaða frumkvöðla” segir Andri Heiðar Kristinsson, framkvæmdastjóri og stofnandi Innovit.

“Tilkoma þessa félags er mjög í þeim anda sem við hjá Samtökum iðnaðarins viljum styðja við, þ.e. efla nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi. Þetta á ekki hvað síst við um frumkvöðla sem koma úr háskólum landsins.” segir Sveinn Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erla Margrét Gunnarsdóttir

til lukku :)

Erla Margrét Gunnarsdóttir, 12.9.2007 kl. 22:31

2 Smámynd: María Guðjóns

Til hamingju Andri, þið Maggi eigið þetta klárlega skilið

María Guðjóns, 13.9.2007 kl. 22:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Andri Heiðar Kristinsson

Andri bloggar....

Andri Heiðar Kristinsson
Andri Heiðar Kristinsson

Ég, hugsjónir mínar og pælingar um allt og ekkert...

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband