Fyrstu sprotafyrirtækin koma sér fyrir hjá Innovit

Nú er að færast fjör í leikinn hjá Innovit Smile Var rétt í þessu að birta eftirfarandi frétt á heimasíðu Innovit:

"Þann 25. maí síðastliðinn rann út umsóknarfrestur um aðstöðu fyrir sprotafyrirtæki hjá Innovit. Þrátt fyrir að tækifærið hafi borið skjótt að og umsóknarfrestur hafi einungis verið 11 dagar var eftirspurn eftir aðstöðunni mjög mikil. Alls bárust á annan tug umsókna um skrifstofuaðstöðuna, bæði frá einstaklingum og hópum. Miðað við fjölda umsókna á þessum stutta tíma er ljóst að mikil nýsköpun er í gangi í þjóðfélaginu og eftirspurn eftir þjónustu og stuðningi Innovit er mikil. Margar mjög góðar og fjölbreyttar viðskiptahugmyndir var að finna á meðal umsókna og hefði þurft að lágmarki þrefalt stærri aðstöðu til að styðja við allar þær viðskiptahugmyndir sem uppfylltu kröfur Innovit. Í sumar fá þrjú sprotaverkefni aðstöðu hjá Innovit, auk þess sem starfsmenn Innovit munu sjálfir vinna af krafti að uppbyggingu stuðningsumhverfis fyrir sprotafyrirtæki á fyrstu stigum þeirra. Aðstaða fyrir sprotafyrirtæki hjá Innovit er frumkvöðlunum að kostnaðarlausu.

Hér að neðan getur að líta þá sprota sem hafa hlotið aðstöðu og ráðgjöf hjá Innovit, en eins og sjá má verður líf og fjör á næstu mánuðum:

Prófsteinn er hugbúnaðarfyrirtæki sem sérhæfir sig í framkvæmd og skipulagningu prófana, hvort sem er við þróun hugbúnaðar eða innleiðingu nýrra lausna með áherslu á sjálfvirkar prófanir.

Lifandi list er fyrirtæki sem mun framleiða, útgefa og markaðssetja lifandi myndefni og listaverk fyrir ýmis sýningartæki og miðla.

ICCE - Icelandic Carbon Credit Exchange er nýsköpunarverkefni unnið í samstarfi við Þorstein Inga Sigfússon, prófessor, og Nýsköpunarsjóð námsmanna um rannsókn og undirbúning að stofnun íslenskrar viðskiptastofu með kolefniskvóta."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Andri Heiðar Kristinsson

Andri bloggar....

Andri Heiðar Kristinsson
Andri Heiðar Kristinsson

Ég, hugsjónir mínar og pælingar um allt og ekkert...

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 20035

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband