Innovit í útrás til Danmerkur og Króatíu?

Íslensk fyrirtæki í útrás er eiginlega að verða gömul og þreytt lumma, því ekkert fyrirtæki er lengur "maður með mönnum" ef svo má að orði komast um fyrirtæki, nema það hafi "meikað það" í útrásinni.

Þó að markmið Innovit (www.innovit.is) sé fyrst og fremst að auka nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi meðal ungra menntaðra íslendinga er gaman að því að undanfarið hafa menn komið að máli við mig, og velt upp hugmyndum um mögulega útrás Innovit!

Í fyrsta lagi er um að ræða ráðgjafarfyrirtæki á sviði byggingarverkfræði sem nokkrir íslendingar og danir hafa í hyggju að stofna í Danmörku. Þessir aðilar hafa áhuga á því að fá aðstoð hjá Innovit við uppbyggingu síns fyrirtækis.

Einnig hafði í dag samband við mig króatískur verkfræðingur, sem hefur í hyggju að stofna nýsköpunar- og frumkvöðlasetur þar í landi - sambærilegt við Innovit. Hans fólk hefur áhuga á því að fá Innovit í samstarf um uppbyggingu setursins og miðla af reynslu okkar íslendinga, þar sem ekkert sambærilegt frumkvöðlasetur er til í Króatíu.

Virkilega gaman að þessu og yrði mjög spennandi fyrir okkur hjá Innovit að taka að einhverju leiti þátt í þessum verkefnum. Þau eru þó bæði á byrjunarstigum og ómögulegt að segja til um hvernig þetta mun þróast.

Lexía dagsins er að í þessu alþjóðlega umhverfi sem við búum í er sífellt mikilvægara að búa yfir öflugu tengslaneti. Verkfræðingnum frá Króatíu, Slaven Zilic, kynntist ég á evrópskri verkfræði-hönnunarkeppni á vegum BEST (www.BEST.eu.org) í Barcelona á síðasta ári og íslenski verkfræðingurinn sem býr í Danmörku er Einar Þór Ingólfsson, doktorsnemi í DTU og æskuvinur minn!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Andri Heiðar Kristinsson

Andri bloggar....

Andri Heiðar Kristinsson
Andri Heiðar Kristinsson

Ég, hugsjónir mínar og pælingar um allt og ekkert...

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband