Fyrstu Frumkvöðlakeppni Innovit lokið

Jæja, þá er maður loksins farinn að geta andað aftur. Ótrúlegt en satt þá er fyrst Frumkvöðlakeppni Innovit fyrir íslenska háskólanemendur og nýútskrifaða lokið. Það er alveg mögnuð tilfinning þegar eitthvað sem maður hefur verið að undirbúa og vinna að í næstum því ár klárast. ....Að ég tali nú ekki um þegar það heppnast svona líka gríðarlega vel!!

Við í verkefnastjórninni sem skipulögðum keppnina vorum alveg í skýjunum eftir helgina. Það gekk allt eins og í sögu og keppnin hefur fengið töluverða fjölmiðlaumfjöllun. Það sem mér fannst samt lang besti mælikvarðinn á árangurinn var að heyra frá þátttakendum hvað margir voru ánægðir og innilega þakklátir fyrir keppnina. Það verður virkilega skemmtilegt að halda áfram að vinna með þessum frumkvöðlum og hjálpa þeim að koma fyrirtækjum sínum áfram enda líka klárleg win-win staða fyrir Innovit. Því að ef keppnin mun skapa af sér raunverulega árangursrík fyrirtæki þá er hún klárlega komin til að vera.

Í fyrst sæti varð fyrirtækið Eff2 (sem var í Kastljósi í kvöld), í öðru sæti lenti CLARA og Bjarmalundur í því þriðja.

Það er hægt að lesa meira um úrslitin á http://www.innovit.is/?id=1&sida=26&frettId=46

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Andri Heiðar Kristinsson

Andri bloggar....

Andri Heiðar Kristinsson
Andri Heiðar Kristinsson

Ég, hugsjónir mínar og pælingar um allt og ekkert...

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband