Back to business....

Jæja, nú er maður staddur á flugvellinum í Kaupmannahöfn ....þar sem ég er reyndar búinn að vera í allan dag vegna þess að ég missti af vélinni sem ég átti að fara með kl. 7:50 í morgun Blush Það er víst eitthvað til í því sem sumir vinir mínir segja, að ég og flugvélar séum ekki mjög sammála um tímasetningar. Held að þetta sé í fimmta sinn sem ég missi af flugvél á síðustu 2-3 árum ....ástæðurnar reyndar af ýmsum toga. Þrátt fyrir nægan tíma í dag nennti ekki niður í bæ þannig að ég leigði mér bara herbergi á hóteli hérna við völlinn og er búinn að vera að vinna í tölvunni í dag og bæta upp fyrir síðustu viku.

Helgin er annars búin að einkennast af afslöppun í Köben, bjó hjá Einari Þór, æskuvini mínum sem er í doktorsnámi hérna og við tókum því rólega í klassískum "túristapakka", drukkum öl á Nyhavn, löbbuðum strikið og kíktum í nokkrar búðir. Okkur var síðan boðið í matarboð í gær hjá nokkrum íslendingum sem eru að ljúka verkfræðinámi hérna sem var virkilega gaman. Í stuttu máli, stresslaus afslöppunarhelgi eins og þær gerast bestar! Á morgun fer síðan allt aftur á fullt hjá Innovit, en nú sem endranær eru gríðarmörg verkefni framundan og spennandi tímar.

Best að missa ekki af þessari vél líka, á að fara í loftið eftir 20 mín.... Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Andri Heiðar Kristinsson

Andri bloggar....

Andri Heiðar Kristinsson
Andri Heiðar Kristinsson

Ég, hugsjónir mínar og pælingar um allt og ekkert...

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 20084

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband