CCP er töff

Á föstudaginn hlustaði ég á fyrirlestur hjá Jóni Hörðdal, einum af stjórnendum tölvuleikjafyrirtækisins CCP. Það sem hann hafði að segja um fyrirtækið var frekar magnað, það er langt síðan ég hef haldið athyglinni svona vel í hátt í klukkutíma fyrirlestri. Langaði mest að taka upp CV-ið og sækja um vinnu hjá honum en læt það nú samt eiga sig í bili. Jón Hörðdal hélt fyrirlesturinn á ráðstefnu FÍKNF (Félagi Íslenskra Kennara í Nýsköpunar- og Frumkvöðlamennt) og var ásamt því að lýsa CCP og starfsemi þess, að tala um hversu mikilvægt væri fyrir CCP að viðhalda frumkvöðlaandanum innan fyrirtækisins. Hann benti einnig á mjög mikilvægt atriði, sem ég hef talsvert verið að halda á lofti þegar ég kynni Innovit, en það er nefnilega algengur misskilningur að það sé hreint tap fyrir atvinnulífið og raunar þjóðina almennt að sprotafyrirtæki fari á hausinn. Staðreyndin er nefnilega sú að bæði skila fyrirtækin ríkinu miklum peningum í kassann í formi skattgreiðslna starfsmanna á meðan að fyrirtækið lifir, en það sem skiptir meira máli er að þekkingin og reynslan innan fyrirtækisins skilar sér áfram til annarra fyrirtækja. Best dæmið um þetta er OZ, sem almennt er talað um sem mikið flopp. Stór hluti starfsmanna OZ er núna starfandi í öðrum fyrirtækjum sem eru að gera það mjög gott. Þó nokkuð margir starsfsmenn CCP eru komnir frá OZ og nýta reynslu sýna núna fyrir CCP. Sama gildir um fyrirtækið Industria, en það eru einnig fyrrum OZ-menn sem stjórna því. Bæði CCP og Industria eru nefnd í hópi 100 framsæknustu fyrirtækja Evrópu (CCP skv. lista viðskiptatímaritsins Red Herring og Industria skv. lista CNBC). Það er því hagur mjög margra fyrirtækja að styðja við frumkvöðlastarfsemi því sú þekking og reynsla sem þar skapast mun skila sér til baka.

Jæja, nóg komið af þessum pælingum. Það er annars helst að frétta að ég og Magnús Már sitjum þessa stundina á Radison SAS hótelinu í Trondheim í Noregi, báðir með fartölvurnar í kjöltunni og þykjumst vera að vinna. Á morgun hefst mögnuð ráðstefna hérna sem haldin er á vegum MIT háskóla og ber heitið MIT $100K Global Startup Workshop. Hérna verða samankomnir um 250 manns frá 30 löndum sem allir tengjast að einhverju leiti nýsköpunar- og frumkvöðlasetrum í sínu landi. Þetta verður eflaust mikil stemmning og vonandi getum við lært helling af MIT og fleirum og flutt þekkinguna til Íslands í boði Innovit ;)

Á morgun tekur semsagt alvaran við, en í gær var lítið um alvörugefna hluti :) .....Við fórum semsagt í partí með nokkrum norskum háskólanemum í gær og stútuðum þónokkrum ölum eins og sönnum íslendingum sæmir. Nóttin endaði í Student Samfundet sem er alveg risastór skemmtistaður sem stúdentar eiga og reka sjálfir ...þeir vinna meira að segja allir í sjálfboðavinnu og komast færri að en vilja! Eitthvað sem ég sé ekki fyrir mér á Íslandi :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 

OZ er langt í fra að vera flopp vinur....þeir hafa fengið tugi milljona USD í hlutafé og gert ótrúlega samninga undanfarið...www.oz.com

Skuli Mogensen (IP-tala skráð) 25.3.2007 kl. 14:13

2 Smámynd: Andri Heiðar Kristinsson

Sæll Skúli, ég er fullkomlega sammála þér og segi þess vegna "almennt er talað um sem mikið flopp", og er með færslunni meðal annars að færa rök fyrir því að þrátt fyrir að einhverjir fjárfestar hafi tapað fé á fjárfestingum í OZ á sínum tíma sé það ekki endilega flopp, hefði kannski mátt bæta því réttilega við að OZ væri ennþá í fullum gangi og þar væri líka starfsmenn sem væru ennþá að nýta þekkinguna og reynsluna innandyra en ekki bara í öðrum fyrirtækjum. Stóra spurningin er hins vegar hvers vegna OZ er oft nefnt í þessu samhengi, er það vegna þess að OZ flutti starfsemi sína úr landi eða liggja aðrar ástæður þar að baki?

Andri Heiðar Kristinsson, 25.3.2007 kl. 14:44

3 Smámynd: Jóhann Alfreð Kristinsson

Var þetta Skúli sjálfur sem hér ritaði.

Jóhann Alfreð Kristinsson , 25.3.2007 kl. 15:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Andri Heiðar Kristinsson

Andri bloggar....

Andri Heiðar Kristinsson
Andri Heiðar Kristinsson

Ég, hugsjónir mínar og pælingar um allt og ekkert...

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband