Frumkvöðlastarfsemi á Íslandi

Nú í vikunni voru niðurstöður alþjóðlegrar samanburðarkönnunar á frumkvöðlastarfsemi milli landa kynntar á fundi í Háskólanum í Reykjavík. Könnunin er gerð árlega og ber heitið Global Entrepreneurship Monitor (GEM). Íslenski hluti könnunarinnar er unnin af Rögnvaldi J. Sæmundssyni og Silju Björk Baldursdóttur. Niðurstöður rannsóknarinnar eru fyrir margar sakir mjög merkilegar fyrir íslenskt samfélag og sýna glögglega fram á þörfina fyrir Innovit, nýsköpunar- og frumkvöðlasetur sem leggur sérstaka áherslu á að styðja við háskólamenntaða frumkvöðla. Hér að neðan eru teknar saman helstu niðurstöður rannsóknarinnar, bæði jákvæðu punktarnir sem og þeir neikvæðu.

Jákvæð atriði:

  • Hlutfallslegt umfang frumkvöðlastarfsemi er með því mesta sem gerist í Evrópu.
  • Væntingar íslenskra frumkvöðla um útrás eru meiri en annars staðar á norðurlöndunum.
  • Menningar- og samfélagslegar venjur Íslendinga styðja við frumkvöðlastarfsemi.
  • Umhverfi frumkvöðlastarfsemi á Íslandi hefur verið að batna undanfarin ár.

    Neikvæð atriði:

  • Mjög lágt hlutfall íslenskra frumkvöðla er með háskólamenntun í samanburði við önnur hátekjulönd.
  • Einungis 20% frumkvöðlastarfsemi er nýskapandi, þ.e. framleiðsla og þróun á nýrri vöru eða þjónustu sem ekki er þegar til á markaði.
  • Konur eru einungis um 25% frumkvöðla á Íslandi. Þekkingariðnaður hefur umtalsvert minna vægi í frumkvöðlastarfsemi á Íslandi en í öðrum hátekjulöndum.
  • Mikill skortur er á áhættufjármagni á Íslandi.
  • Sérfræðingar telja að menntun og þjálfun íslenskra frumkvöðla sé ekki nægjanlega góð.

    Þar sem Innovit leggur mesta áherslu á ungt háskólamenntað fólk er það ótvírætt markmið félagsins að bæta úr þessum neikvæðu punktum hér að ofan. Tækifærin til þess eru einnig nokkuð góð. Með því að leggja sérstaka áherslu á háskólamenntað ungt fólk er: a) mögulegt að leggja sérstaka áherslu á þekkingariðnaðinn sem skapast getur út frá háskólarannsóknum b) hægt að auka hlut kvenna þar sem þær fleiri konur stunda háskólanám en karlar c) hægt að auka hlut háskólamenntaðra í frumkvöðlastarfsemi d) hægt að auka hlutfall nýskapandi frumkvöðlastarfsemi þar sem tekið er fram í rannsókninni að ungt fólk er líklegra til að stunda nýskapandi frumkvöðlastarfsemi heldur en eldri frumkvöðlar og e) efla menntun og þjálfun íslenskra frumkvöðla.
 

Sækja má skýrsluna í heild sinni á http://ru.is/publications/SoB/GEM-2006_2007.pdf

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Andri Heiðar Kristinsson

Andri bloggar....

Andri Heiðar Kristinsson
Andri Heiðar Kristinsson

Ég, hugsjónir mínar og pælingar um allt og ekkert...

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 20254

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband