11.4.2007 | 13:35
Falskt flugöryggi
Þegar þetta er skrifað er ég eins og nokkuð oft áður staddur í ca. 38 þúsund feta hæð. Nú sem oft áður þegar ég er á flugi verður mér hugsað til allra þeirra öryggisráðstafana sem viðhafðar eru í kringum flugferðir. Ég verð að viðurkenna að ég verð alltaf nett pirraður á öllum þessum reglum sem sífellt verða strangari og strangari. Í dag keypti mamma tvo osta og ætlaði að taka með sér heim frá Frakklandi. Annar var mjúkur, hinn harður. Það er skemmst frá því að segja að mjúki osturinn fékk ekki að fara með í flugið. Harði osturinn fékk hins vegar flugleyfi. Eftir því sem takmörkuð efnafræðikunnáta mín segir til um eru bæði til sprengiefni í fljótandi formi sem og föstu formi. Kannski var harði osturinn hennar mömmu sprengiefni en ekki sá mjúki. Ef svo er mun enginn nokkurn tíman lesa þessa færslu. Í dag var ég líka stoppaður á Kastrup flugvelli vegna þess að samtals voru töskurnar okkar nokkrum kílóum of þungar. Fékk með engu móti að tékka síðustu töskuna inn með hinum og þurfti því bara að taka hana með sem handfarangur! Spurning hvort heildarþungi vélarinnar hafi verið minni fyrir vikið, maður spyr sig.
Ég hef löngum haldið því fram að allar þessar ströngu öryggisreglur veiti falskt flugöryggi. Margar þeirra hafa einnig annaðhvort verið talsvert vanhugsaðar eða einungis sparnaðaraðgerðir flugfélaga í dulargervi sem öryggisráðstafanir. Hér eru nokkur dæmi:
Dæmi 1: Ég man að ég velti oft fyrir mér örygginu í því þegar Icelandair hætti að nota stálhnífapör í flugvélunum eftir hryðjuverkaárásirnar 11. sept. og bar fyrir sig öryggisástæðum. Á sama tíma borðaði maður með stálhnífapörum í Leifsstöð eftir öryggistékkið. Spurning hvort flugfreyjurnar hefðu tekið eftir því að ég hefði stungið stálhnífapörunum í handfarangurinn?
Dæmi 2: Eitt sinn rétt fyrir jólin var ég að koma heim, man ekki hvaðan, og hafði keypt jólagjöf handa einhverri konu, ætli það hafi ekki verið systir mín. Hafði semsagt keypt einhverskonar snyrtisett sem innihélt krem, ilmvatn og einhverja smáhluti svosem naglaskæri. Skemmst frá því að segja að pakkinn var opnaður og naglaskærin tekin úr snyrtisettinu. Að þessu var síðan hlegið á jólunum. Ef ég ætlaði mér að ræna flugvél, þá er næsta víst að ég kæmist ekki langt með naglaskærunum. Í fríhöfninni get ég hins vegar hæglega keypt mér líters flösku af vodka. Hana get ég síðan notað sem vopn á tvennan hátt, brotið botninn af flöskunni og ógnað starfsfólki flugvélarinnar með henni eða jafnvel búið til ágætis monotovkokteil og þá yrði nú uppi fótur og fit í flugvélinni. Spurning hvort er nú hættulegra, naglaskærin sem ég má ekki taka með eða vodkaflaskan sem ég má taka með? Flugöryggi?
Dæmi 3: Ég hef alltaf spurt mig að því líka af hverju má taka nánast allt með í ferðatöskuna sem ekki má taka með í handfarangri, s.s. vökva. Það er alveg ljóst að ef ég ætlaði á annað borð að sprengja upp flugvél, myndi ég ekki taka sprengjuna með í handfarangur! Ég hef fyrir því ágætis heimildir um að öryggisleitin sé mun léttvægari fyrir töskurnar sem eru tékkaðar inn. Ef ég ætlaði í alvörunni að sprengja flugvél er ég sannfærður um að það væri í raun lítið mál. Svona myndi ég líklega fara að því: Ég á víst að vera kominn með háskólagráðu í rafmagns- og tölvuverkfræði þannig að ég hlyti að geta búið sjálfur til lítinn þráðlausann sendi (t.d. dulbúinn sem vasadiskó) sem myndi kveikja á sprengjunni. Þar sem ég kann ekki sjálfur nóg í efnafræði myndi ég kíkja á netið eða fá hana Helgu Dögg vinkonu mína og Ólympíufara í efnafræði í lið með mér. Hún kann pottþétt að búa til sprengiefni sem við myndum síðan dulbúa sem mjúka ostinn sem ekki fékk að fara í handfarangri. Síðan myndi ég bara sitja rólegur í flugvélinni með þráðlausa sendinn minn .....búmm!
Getur svosem vel verið að þetta sé ekki alveg svona auðvelt, en ég er engu að síður sannfærður um það að þetta væri vel hægt væri viljinn fyrir hendi. My point is: Margar af þessum öryggisráðstöfunum eru mjög vafasamar.
Síðan má í lokin spyrja af hverju ekki megi nota GSM síma í flugi. Eftir því sem ég best veit hafa ENGAR rannsóknir sýnt fram á að farsímar rugli mælitæki flugvéla.
Fyrir þá sem nenntu að lesa þetta til enda: Góða ferð í næsta flug J
Um bloggið
Andri Heiðar Kristinsson
Tenglar
Ýmsar vefsíður
Hér getur að líta ýmsar vefsíður sem ég mæli með...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- godsamskipti
- andres
- arnih
- astamoller
- borgar
- doggpals
- ekg
- einsidan
- elinora
- emils
- erla
- erlaosk
- eyrun
- ea
- grazyna
- gudbergur
- gudfinna
- hannesgi
- heidamaria
- helgahaarde
- herdis
- ingolfur
- johannalfred
- jonthorolafsson
- kolbrunb
- kristinhrefna
- kristinmaria
- magginn
- maggaelin
- mariagudjons
- olofnordal
- reynir
- advocatus-diaboli
- siggisig
- stefaniasig
- svansson
- tomasha
- vakafls
- vilby
- vkb
Athugasemdir
Skemmtileg færsla hjá þér Andri. Hvernig var svo að vera þarna í 38 þús feta hæð og vera í þessu pælingum? Var nokkuð einhver að stressast með vasadiskó þarna í vélinni? :P hehe...
Reynir Jóhannesson, 11.4.2007 kl. 17:56
Ótrúlega skemmtilega pælingar sem ég hef mikið velt fyrir mér .....gaurinn sem samt við hliðiná mér var einmitt með tónlist í eyrunum, spurning hvort hann hafi farið að gruna eitthvað
Andri Heiðar Kristinsson, 11.4.2007 kl. 18:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.