Geir H. Haarde í fótspor Johnny Cash

Fyrr í dag lauk landsfundi Sjálfstæðismanna í Laugardalshöllinni. Þetta var minn fyrsti landsfundur og ég get ekki annað en verið mjög ánægður með helgina. Bæði var frábær stemmning meðal fólksins ásamt því sem ég er að mjög sáttur við stefnuna sem þar var mótuð. Auðvitað alltaf einhver atriði sem betur mega fara, en á heildina litið er ég mjög sáttur. Það sem kom mér skemmtilega á óvart var hversu auðvelt var að hafa áhrif á málefnin. Þar sem málefnanefndir innan flokksins höfðu verið að störfum í einhvern tíma fyrir landsfundinn og undirbúið ályktanir átti ég frekar von á því að litlu yrði breytt frá þeim og málin keyrð að mestu óbreytt í gegn. Þetta var heldur betur ekki raunin og mjög auðvelt var að hafa áhrif á gang mála, bæði á nefndarfundum og í stóra salnum þar sem ályktanirnar voru endanlega samþykktar með kosningu. Ég sat í vísinda- og nýsköpunarnefnd og var þar unnið mjög gott starf. Ég kom með þónokkrar breytingatillögur og viðbætur og voru þær langflestar samþykktar. Hið besta mál.

En snúum okkur nú að fyrirsögninni! ....Geir Haarde, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, kom skemmtilega á óvart á landsfundarhófinu í gær sem haldið var á Broadway. Hann fær klárlega nokkur plúsa í kladdann hjá mér fyrir að vippa sér upp á svið, taka míkrafóninn og syngja einsöng fyrir viðstadda! Gerði sér lítið fyrir og söng tvö lög, annað þeirra eftir mikinn meistara, Johnny Cash. Verð að viðurkenna að þetta var bara helvíti flott hjá kallinum og á hann klárlega hrós skilið fyrir þessa nýju hlið!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Andri Heiðar Kristinsson

Andri bloggar....

Andri Heiðar Kristinsson
Andri Heiðar Kristinsson

Ég, hugsjónir mínar og pælingar um allt og ekkert...

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 20254

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband