Loforðafyllerí Samfylkingarinnar

Að vissu leiti hefur verið mjög áhugavert að fylgjast með kosningabaráttu Samfylkingarinnar undanfarið. Í öllum málaflokkum hefur öllu fögru verið lofað. Mörg af loforðunum eru góð og gild og ég sammála ýmsum en ósammála öðrum. Það væri ekkert athugavert við þetta ef þau væru að lofa nokkrum atriðum og benda á hvar þeirra áherslur liggja. Þau virðast hinsvegar bara lofa nákvæmlega öllu. Engu er forgangsraðað og þau ætla bara að gera allt! Ég vildi óska að heimurinn virkaði svona.

Á málfundi um efnahagsstjórn hjá Samfylkingunni um daginn var ríkisstjórnin harðlega gagnrýnd fyrir skort á aðhaldi í ríkisrekstrinum. Þá er eðlilegt að maður spyrji hvað þetta loforðaflóð Samfylkingarinnar muni kosta og hvar þeir ætli að fá pening til að borga brúsann? ....sérstaklega í ljósi þessa mikla aðhalds í ríkisrekstri sem er predikaður á sama tíma. Á ég sem skattgreiðandi að borga hærri skatta? Alveg ómögulega takk fyrir.

Sem kjósandi hlýtur að teljast eðlilegt að ég spyrji þessara spurninga. Ég verð að viðurkenna að ef ég á að velja á milli flokks á loforðafylleríi, sem á líklega eftir að vakna upp með hressilega timburmenn verði flokkurinn kosinn, eða flokks sem lofar færru, forgangsraðar, setur sér raunhæf markmið og stendur síðan við þau þá verður valið ekki erfitt í vor.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Auðun Gíslason

Þú er vonandi spurt réttu spurninganna líka um loforð og efndir Sjálfstæðisflokksins?

Auðun Gíslason, 20.4.2007 kl. 00:32

2 Smámynd: Þórir Hrafn Gunnarsson

Skemmtileg þessi mýta með að sjálfstæðiflokkurinn lofi fáu en efni það. Það er nefnilega afskaplega lítill fótur fyrir henni. Flokkurinn er á sínu venjulega loforðafylleríi fyrir þessa kosningar og mun svo ekki efna nema í mesta lagið lítið brot af því. 

Það var ágætis umfjöllun um þetta bull í fréttablaðinu 7. apríl þar sem þetta var meira og minna hrakið. Tannvernd barna, afnám tekjutengingar námslána og svo framvegis. Svik á svik ofan.  

 http://www.visir.is/article/20070407/FRETTIR01/104070117/1092/FRETTIR03

Kveðjur :) 

Þórir Hrafn Gunnarsson, 20.4.2007 kl. 00:36

3 Smámynd: Þórir Hrafn Gunnarsson

Skemmtileg þessi mýta með að sjálfstæðiflokkurinn lofi fáu en efni það. Það er nefnilega afskaplega lítill fótur fyrir henni. Flokkurinn er á sínu venjulega loforðafylleríi fyrir þessa kosningar og mun svo ekki efna nema í mesta lagið lítið brot af því. 

Það var ágætis umfjöllun um þetta bull í fréttablaðinu 7. apríl þar sem þetta var meira og minna hrakið. Tannvernd barna, afnám tekjutengingar námslána og svo framvegis. Svik á svik ofan.  

 http://www.visir.is/article/20070407/FRETTIR01/104070117/1092/FRETTIR03

Kveðjur :) 

Þórir Hrafn Gunnarsson, 20.4.2007 kl. 00:37

4 Smámynd: Margrét Elín Arnarsdóttir

Þórir.

Fréttablaðið fór þarna með rangt mál. Vísað var til landsfundarályktana Sjálfstæðisflokksins, ekki kosningaloforða. Þetta er tvennt ólíkt og var alveg fráleitt að Fréttablaðið skuli hafa jafnað þessu saman og kallað ályktanir landsfundar kosningaloforð.

Margrét Elín Arnarsdóttir, 20.4.2007 kl. 10:13

5 Smámynd: Vilborg Eggertsdóttir

Hvaða flokkar eru ekki á loforðafylleríi? Allt sama tóbaki, sé engan un á drullu og skít!

Vilborg Eggertsdóttir, 20.4.2007 kl. 10:23

6 Smámynd: Andri Heiðar Kristinsson

Vilborg: Að mínu mati er stór munur á því að kynna sín kosningaloforð, sem allir gera að sjálfsögðu, en að lofa bara nákvæmlega öllu sem Samfylkingini virðist vera að gera. Þannig hefur mér amk fundist þetta vera undanfarið.

Andri Heiðar Kristinsson, 20.4.2007 kl. 10:43

7 identicon

Ég er svo hjartanlega sammála þér. Það verða að vera til peningar til þess að eyða þeim. Samfylkingin virðist vera á móti mörgum góðum hugmyndum sem afla þeirra. Ætli Samfylkingin hyggist ekki bara taka "barnalán" fyrir þessu eins og vinstri menn gerðu í denn!

Það er ekkert að því að styrkja minnihlutahópa duglega og auka framboð þar sem mikil eftirspurn er (líkt og betra og ódýrara framboð tónlistarnáms sem heldur þó sínum gæðum) en það verður þá líka að nýta þær bjargir sem við höfum til þess að afla peninganna!!!!

Fjóla Einarsdóttir (IP-tala skráð) 20.4.2007 kl. 17:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Andri Heiðar Kristinsson

Andri bloggar....

Andri Heiðar Kristinsson
Andri Heiðar Kristinsson

Ég, hugsjónir mínar og pælingar um allt og ekkert...

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 20310

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband