BEST á Íslandi fær fulla aðilda að evrópsku móðursamtökunum!

Í dag er frábær dagur í sögu BEST á Íslandi (Board of European Students of Technology). Á aðalfundi félagsins í Frakklandi var fyrir rúmri klukkustund kosið um hvort aðildarfélagið á Íslandi hlyti fulla aðild að evrópsku móðursamtökunum sem samanstanda af um 70 háskólum í 30 evrópulöndum og ná til 500.000 nemenda! Tillagan sem borin var upp af tækniháskólanum í Trondheim var samþykkt með 62 atkvæðum gegn 1. Í kvöld verður svo sannarlega skálað í Kampavíni, enda er tveggja ára undirbúningsvinna nú að skila sér Smile Til hamingju BEST og nemendur í Háskóla Íslands!

Leyfi mér síðan að skella hér með fréttatilkynningunni sem ég var að senda út fyrir þá sem vilja lesa meira....

"BEST á Íslandi fær fulla aðild að evrópsku móðursamtökunum

Á aðalfundi evrópsku BEST samtakanna í Frakklandi í dag var kosið um hvort aðildarfélag BEST í Háskóla Íslands fengi fulla aðild að samtökunum. Á aðalfundinum eiga kosningarétt tveir fulltrúar frá 29 evrópulöndum auk alþjóðstjórnar BEST. Tillaga þess efnis um að Ísland fengi fulla aðild að samtökunum var borin upp af BEST samtökum tækniháskólans í Trondheim í Noregi og var samþykkt með 62 atkvæðum gegn einu, tveir sátu hjá. Með þessu lýkur tæplega tveggja ára undirbúningi að þessum tímamótaafanga í sögu félagsins á Íslandi.

Umsóknarferli BEST er töluvert flókið og eru miklar kröfur gerðar til aðildarfélaga og eru einungis örfá ný aðildarfélög í evrópskum háskólum sem hljóta inngöngu ár hvert. Sumarið 2005 stofnaði hópur verkfræði og raunvísindanema félag innan Háskóla Íslands og hóf undirbúningsvinnu við aðildarumsókn að evrópsku BEST samtökunum. Í lok sumars lauk hópurinn viðamikilli umsóknarbeiðni sem innihélt skýrslu um starfsemi Háskólans, markmið aðildarfélagsins og framtíðarsýn upp á tæplega 50 blaðsíður. Um miðjan nóvember sama ár samþykkti forsendafundur BEST umsóknarbeiðnina og fékk íslenska félagið því meðlimsstöðuna áhorfshópur (e. Observer group). Í kjölfarið hóf félagið á Íslandi formlega starfsemi sína og hefur vegur félagsins verið upp á við frá þeim tíma. Meðal annars hefur félagið staðið fyrir tveimur alþjóðlegum námskeiðum, annars vegar um vetnisframleiðslu og hins vegar um vatnsaflsvirkjanir sem nokkur hundruð evrópskir nemendur hafa sótt um að taka þátt í. Á aðalfundi BEST í Belgíu árið 2006 var samþykkt að íslenska aðildarfélagið yrði uppfært í umsóknarferlinu. Nú ári seinna á aðalfundi félagsins hlaut félagið fulla aðild, að uppfylltum ströngum skilyrðum.

BEST (Board of European Students of Technology) eru evrópsk samtök háskólanema í tæknigreinum. Alls eru 70 evrópskir háskólar í 30 löndum aðilar að samtökunum og ná þau til um 500.000 nemenda í Evrópu. Megintilgangur BEST er að bjóða nemendum aðildarháskólanna upp á aukreitis menntun í formi stuttra námskeiða ásamt því að gefa nemendum tækifæri á að kynnast menningu og tungumálum annarra þjóða." 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórir Hrafn Gunnarsson

Til hamingju  með þetta. Maður heyrir vel látið af þessu starfi ykkar.

En hver var þessi eini?

Kveðjur :)

Þórir Hrafn Gunnarsson, 20.4.2007 kl. 20:59

2 Smámynd: Andri Heiðar Kristinsson

Kærar þakkir fyrir það Þórir. ...Tjaa, góð spurning hver þessi eini er, heyrst hefur að okkar menn í Frakklandi séu að leita hann uppi

Andri Heiðar Kristinsson, 21.4.2007 kl. 13:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Andri Heiðar Kristinsson

Andri bloggar....

Andri Heiðar Kristinsson
Andri Heiðar Kristinsson

Ég, hugsjónir mínar og pælingar um allt og ekkert...

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 20254

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband