Atvinnumótmælendur

Það er sjálfsagður réttur allra að mótmæla því sem þeir telja vera rangt og að sjálfsögðu á fólk að koma skoðun sinni til skila ef svo er. Ég virði því fullkomlega íslenska mótmælendur sem mótmæla framkvæmdum á hálendinu eða öðrum málum, þó ég sé reyndar alls ekki alltaf sammála þeim en það er önnur saga.

Ég á hins vegar erfitt með að skilja atvinnumótmælendur, þ.e. fólk sem eyðir mestöllum tíma sínum í að ferðast um heiminn og mótmæla hinu og þessu, hér og þar, án þess þó oft að vita mikið um hverju nákvæmlega verið er að mótmæla - að því er mér virðist. Mótmæli bara til að mótmæla eru ekki trúverðug. Talsvert af því fólki sem hefur verið að mótmæla við Kárahnjúka er einmitt í þessum hópi. Þessi afmarkaði hópur finnst mér ekki vera mjög sannfærandi, fólk sem margt hefur aldrei komið til Íslands áður. Ég myndi persónulega taka meira mark á fámennum hópi íslendinga sem þekkja landið okkar en stórum mótmælendahópi sem er útþynntur með erlendum atvinnumótmælendum.

Ætli maður geti einhversstaðar pantað sér mótmælendur? Blokkin mín er til dæmis aðeins farin að láta á sjá að utan, væri kannski fínt að fá nokkra út í garð í sumar til að mótmæla framkvæmdaleysi húsfélagsins Grin


mbl.is Lögregla biður landsmenn að taka fréttum frá mótmælendum með gagnrýnum huga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hverjir haldið þið eiginlega að borgi þessu fólki laun fyrir að mótmæla? Hinir feitu sjóðir VG kannski? Svokallaðir "atvinnumótmælendur" eru oftar en ekki námsmenn í sumarfríi. Mjög fáir gera ekkert annað en að mótmæla enda er þetta fólk ekki á launum við það. Þau fá í mesta lagi nokkrar baunamáltíðir sem greiddar eru með frjálsum framlögum frá ömmum þeirra.

Langflestir þeirra sem hafa komið hingað til lands til að mótmæla Kárahnjúkavirkjun vita nákvæmlega um hvað málið snýst. Flestir hafa kynnt sér rækilega vinnubrögð ýmissa stóriðjufyrirtækja og tekið þá afstöðu að álfyrirtækin séu skaðvaldur sem verði að stöðva. Maður þarf ekki að hafa komið á Kárahnjúkasvæðið til að átta sig á því að þessi virkjun er skaðræði fyrir hálendið og lífríkið þar.

Eva (IP-tala skráð) 27.4.2007 kl. 07:32

2 Smámynd: Örvar Þór Kristjánsson

Af þeim viðtölum sem maður hefur séð við þessa atvinnumótmælendur þá virðast þeir sumir hverjir varla vita hvað ár það sé.  Tek undir með pistlahöfundi, á erfitt með að skilja þessa erlendu atvinnumótmælendur. 

Örvar Þór Kristjánsson, 27.4.2007 kl. 08:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Andri Heiðar Kristinsson

Andri bloggar....

Andri Heiðar Kristinsson
Andri Heiðar Kristinsson

Ég, hugsjónir mínar og pælingar um allt og ekkert...

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband