Er tannheilsuvandamálið alvöru kosningamál?

Það sem oft er mest spennandi í hverjum kosningum áður en slagurinn raunverulega hefst, er hver helstu baráttumál kosninganna verða. Þessa dagana virðist sem tannheilsumál barna sé eitt af helstu málunum amk. hjá sumum flokkum. Ég er alveg sammála því að það megi taka betur á þessum málum í okkar þjóðfélagi. Enda eru alltaf einhver verkefni til að leysa í öllum löndum. Ef verkefnin yrðu kláruð gætu stjórnmálamenn einfaldlega bara pakkað saman og hætt - enda verki þeirra lokið.

Það sem mér finnst hins vegar merkilegra, er að ef þetta tannheilsuvandamál er stóra vandamálið í þjóðfélaginu, þá hljótum við einfaldlega að vera í ótrúlega góðum málum. Í öðrum löndum eru helstu kosningamálin mál á  borð við atvinnuleysi, efnahagsmál, menntamál, fátækt og svo mætti lengi telja. Á morgun er 1. maí, baráttudagur verkalýðsins. Á þeim degi fyrir um 15-20 árum síðan börðust menn harkalega fyrir því hreinlega að fá vinnu. Í dag er atvinnuleysi ekkert (skv. kenningum hagfræðinnar er ca. 1% atvinnuleysi skilgreint sem ekkert atvinnuleysi þar sem það fer ekki lægra). Menn berjast í staðinn fyrir ódýrari tannlæknum! Gaman væri að vita hvort þýskir stjórnmálamenn, þar sem atvinnuleysi er umtalsvert, fengju mörg atkvæði fyrir að berjast fyrir ódýrari tannlækningum.

Að mínu mati erum við á Íslandi almennt í ótrúlega góðum málum og þurfum að halda áfram á þeirri braut.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Auðun Gíslason

Þú hefur nú greinilega ekki alveg verið að fylgjast með. Eða hefur umræðan um fátækt á Íslandi, fátæk börn og ástandið í heilbrigðismálum alveg farið fram hjá þér. Nýverið var líka birt könnun, þar sem 55% kjósenda djélistans sögðu að ójöfnuður hafa aukist síðustu 4 ár! Viltu bara ekki fara í fl. djélistapartý? Skemmtu þér vel!

Auðun Gíslason, 30.4.2007 kl. 16:24

2 Smámynd: Andri Heiðar Kristinsson

Auðun: Ég tel mig hafa fylgst ágætlega með málum hér. Vissulega eru alltaf einhver atriði sem þarf að bæta - annars gætu stjórnmálamenn jú bara hætt störfum eins og ég nefni í færslunni. Það er hins vegar þannig að fátækt er nánast hvergi minni en á Íslandi, heilbrigðiskerfið er mjög gott í samanburði við önnur lönd (hér náum við t.d. hæstum aldri, barnadauði er í algjöru lágmarki og allir sitja við sama borð í heilbrigðismálum).

Vissulega er alltaf hægt að gera betur, en til þess þarf fjármagn. Á síðustu áratugum hefur atvinnuleysi t.d. verið útrýmt og staða ríkissjóðs hefur aldrei verið sterkari. Þar sem nú er búið að tryggja góða stöðu eru því enn betri tækifæri á næstu árum til að ná varanlegum árangri í þessum málum sem þú nefnir.

Andri Heiðar Kristinsson, 30.4.2007 kl. 20:07

3 identicon

Þú hefur líklega rétt fyrir þér, varðandi það að fólk finnur fáar ástæður fyrir því að skipta um stjórn.  En... 

Þessi stjórn á í erfiðleikum með að taka á málum sem snúa að frekari framþróun lýðræðislegra réttinda t.d.  aðskilnað ríkis og kirkju, jöfnun atkvæðisréttar og fleiri málum sem erfitt en nauðsynlegt er að takast á við.

Hefur breyst úr því að vera stjórn frjálslyndis yfir í íhaldsstjórn sem virðist ekki hafa neinar ferskar hugmyndir eða róttækar umbætur fram að færa. 

Ágætt dæmi er landbúnaðarkerfið en tímabil "Aðlögunar" landbúnaðarins að nútímanum, undir þessari stjórn, lýkur sama ár og helvíti frýs :)

Nýja ferska stjórn takk!

Jósep Húnfjörð (IP-tala skráð) 1.5.2007 kl. 00:20

4 Smámynd: Andri Heiðar Kristinsson

Sæll Jósep. Þarna bendir þú með réttu á mál sem þarf að taka á. Ég er sammála þér í öllum þessum málum, aðskilnaði ríkis og kirkju, jöfnun atkvæðisréttar og ég tala nú ekki um landbúnaðarmálin! Þetta eru mál sem þurfa að komast á dagskrá en ég verð hins vegar að viðurkenna að ég á mjög erfitt með að trúa því að ný stjórn muni taka betur á þessum málum.

Ef hér væri ennþá atvinnuleysi og ríkisfjármálin í ólestri myndi ég forgangsraða á þann veg að þau mál yrðu leyst fyrst og síðan þau mál sem þú nefnir (landbúnaðurinn í fyrsta sæti). Þetta er einmitt það sem hefur gerst. Þessi mál hafa verið leyst og nú er kominn tími til að halda áfram og leysa önnur mál til að mynda þau sem þú nefnir. Það er mikið af nýju og fersku fólki innan Sjálfstæðisflokksins sem nú kemst í fyrsta sinn á þing og ég tel að það verði mikill kraftur í nýrri stjórn ef Sjálfstæðisflokkurinn er þar á meðal.

Andri Heiðar Kristinsson, 1.5.2007 kl. 12:50

5 identicon

Andri, takk fyrir svarið.  Vonum það besta!

Jósep Húnfjörð (IP-tala skráð) 1.5.2007 kl. 23:08

6 identicon

Kannski að ég bæti við að ég er ekki á móti sjálfstæðisflokki í næstu ríkisstjórn, ég held bara að þetta samstarf við framsókn komið að fótum fram og komin tími á annað!

Jósep Húnfjörð (IP-tala skráð) 1.5.2007 kl. 23:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Andri Heiðar Kristinsson

Andri bloggar....

Andri Heiðar Kristinsson
Andri Heiðar Kristinsson

Ég, hugsjónir mínar og pælingar um allt og ekkert...

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband