5.5.2007 | 22:26
Dekurkynslóðin
Við margar kynslóðir festast ákveðin nöfn, s.s '68 kynslóðin eða því um líkt. Ég hef stundum velt því fyrir mér hvað mín kynslóð verður kölluð þegar ég verð komin á efri árin. Ég tel mig nú hafa komist að niðurstöðu:
Dekurkynslóðin
Mín kynslóð, (og kannski er það bara ég en ég tel það nú reyndar hafa aukist talsvert hjá mér enn yngra fólki) hefur alist upp við mikið góðæri og velsæld í þjóðfélaginu. Dekurkynslóðin veit ekki hvernig það er að búa í landi þar sem foreldrar okkar hafa ekki vinnu, við höfum haft nóg að borða og í raun lifað í velllystingunum - án þess að margir af minni kynslóð hafi þurft að vinna mikið fyrir því. Ég hef líka stundum orðið vitni að alveg ótrúlegum kröfum barna og unglinga sem vilja fá allt upp í hendurnar. Nú og þegar aðeins lengra er komið í lífinu og foreldrarnir hætta að dekra við okkur - þá taka bara botnlausir yfirdrættir við og halda uppi hinum háa lifnaðarstandard. En flestir sem ég þekki hafa þó litlar áhyggjur af yfirdrættinum .....enda fá allir vinnu og flestir bara nokkuð vel launaða. Mín kynslóð lifir hinu ljúfa lífi.
Ég get ekki kvartað yfir þessu ljúfa lífi, en ég held að of margir á mínum aldri taki þessu frábæra lífi samt sem allt of gefnu. Ég vona bara að mín kynslóð gleymi því ekki að foreldrar okkar flestra hafa unnið baki brotnu til að búa okkur þetta góða umhverfi og það er alls ekki gefið að þetta ljúfa líf haldi áfram af sjálfu sér. Við berum sjálf ábyrgð á því að koma okkur áfram í lífinu, taka eigin ákvarðanir og getum ekki treyst á að kynslóðirnar á undan passi upp á áframhaldandi góða tíma.
Nú, af hverju fór ég að hugsa mikið um þetta í dag? Jú, vegna þess að mér finnst ótrúlega margir jafnaldrar mínir vera mjög "ligeglad" með ýmsa hluti og rúlla bara áfram með sitt daglega líf án þess að taka afstöðu til hlutanna í kringum sig. Þetta á t.d. sérstaklega við um stjórnmál. Mér finnst það allt of algengt að jafnöldrum mínum finnist þau ekki skipta neinu máli. Spurning hvort það sama yrði upp á teningnum ef þjóðfélagið myndi taka stökk afturávið um 20 ár?
Mínir kæru jafnaldrar: Alveg sama hvað þið ætlið að kjósa, vinsamlegast ekki gera lítið úr því að það skiptir miklu máli hverjir munu stjórna landinu. Kynnið ykkur málin og takið afstöðu - það gerir það enginn fyrir ykkur og það verður ekki hægt að spóla til baka eftir næstu 20 ár.
Um bloggið
Andri Heiðar Kristinsson
Tenglar
Ýmsar vefsíður
Hér getur að líta ýmsar vefsíður sem ég mæli með...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 20254
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- godsamskipti
- andres
- arnih
- astamoller
- borgar
- doggpals
- ekg
- einsidan
- elinora
- emils
- erla
- erlaosk
- eyrun
- ea
- grazyna
- gudbergur
- gudfinna
- hannesgi
- heidamaria
- helgahaarde
- herdis
- ingolfur
- johannalfred
- jonthorolafsson
- kolbrunb
- kristinhrefna
- kristinmaria
- magginn
- maggaelin
- mariagudjons
- olofnordal
- reynir
- advocatus-diaboli
- siggisig
- stefaniasig
- svansson
- tomasha
- vakafls
- vilby
- vkb
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.