Skemmtilegt ferðalag til Boston

Núna er ég staddur heima hjá vinum mínum Olgu og Garðari í Boston! Flaug þangað seinnipartinn í dag og verð hjá þeim fram á sunnudag. Tilgangur ferðarinnar er tvíþættur, annars vegar er ég að fara á fund á morgun með Kenneth P. Morse, framkvæmdastjóra MIT entrepreneurship center, til að ræða væntanlega heimsókn hans til Íslands í október - eftir fundinn í fyrramálið ætla ég hins vegar bara að skoða mig um í Boston, slappa af og njóta lífsins í góðra vina hópi.

Flugferðin til Boston í dag tók óvænta en mjög skemmtilega stefnu. Þar sem ég var að ferðast einn eins og svo oft áður sá ég fyrir mér klassíska flugferð: Lesa blöðin, vinna í tölvunni og jafnvel kíkja í bók. Þegar ég kom inn í vélina hitti ég hins vegar Helgu Lilju, vinkonu mína síðan úr MH sem ég hafði ekki séð í líklega fimm eða sex ár. Skemmtileg tilviljun að hún var akkúrat á leiðinni ein út að hitta vini sína sem einnig eru að læra í Boston University - eins og Olga og Garðar.

Þetta gerði flugferðina mun skemmtilegri - ótrúlega gaman að hitta Helgu Lilju aftur og við gátum svo sannarlega rifjað upp skemmtilega tíma og spjallað um allt það sem okkar skrautlegi vinahópur afrekaði í MH "back in the days". Sönnuðum það líka að við höfum líklega litlu gleymt í öldrykkjunni frá því í MH Tounge Semsagt, hin skemmtilegasta flugferð og góð byrjun á helgarferðinni til Boston.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Andri Heiðar Kristinsson

Andri bloggar....

Andri Heiðar Kristinsson
Andri Heiðar Kristinsson

Ég, hugsjónir mínar og pælingar um allt og ekkert...

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 20254

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband