Frábær ferð til Þýskalands

Það þarf ekki mörg orð til að lýsa ferðinni okkar félaganna til Þýskalands um helgina:

Algjör snilld frá upphafi til enda!

Hápunktur ferðarinnar var síðan í gærkvöldi, þegar við fórum á veitingastað Heinz Winkler við rætur Þýsku Alpanna. Veðrið, útsýnið, þjónustan, umhverfið, maturinn, vínin var allt saman upplifun af bestu gerð. Við pöntuðum okkur 8-rétta smakkmatseðil, sem auk millirétta endaði í einhverjum 11 réttum, sem voru hver öðrum betri. Tveir skemmtilegustu réttirnir voru að mínu mati annars vegar 2. forrétturinn sem var hrár humar og hinsvegar kjöt-aðalrétturinn sem var dádýrasteik. Vínin sem við drukkum með voru ekki síðri, smökkuðum meðal annars mjög gott Sancerre hvítvín, frekar óvenjulegan Pinot Noir frá Austurríki, ásamt því sem Saint Emillion rauðvínið var í fullkomnu jafnvægi við dádýrasteikina.

Það var líka mjög gaman eftir matinn, við félagarnir sátum lengi í koníaksstofunni, spjölluðum saman og leystum vandamál heimsinsWink Þar hittum við meðal annars þrjú merkilega hjón sem við spjölluðum við fram á nótt. Hópurinn samanstóð af vínframleiðanda frá Toscana og tveimur þýskum viðskiptajöfrum, ásamt konum, og var annar þeirra einn þekktasti vín-safnari í Þýskalandi, að sögn ítalska vínframleiðandans. Þeim fannst mjög gaman af okkur ungu "vitleysingunum" frá Íslandi sem voru búnir að fljúga um 3000 kílómetra til að fara þarna út að borða. Sátum síðan með þessu fólki á barnum fram eftir nóttu og drukkum Dom Pérignon kampavín í þeirra boði - alveg í lagi! Í morgun var síðan vaknað, borðaður þriggja rétta morgunmatur úti í sólinni, undir Alpaútsýninu - og lagt af stað heim á klakann.

Jæja, maður verður víst að fara að koma sér niður á jörðina - þó ég gæti mjög auðveldlega vanist svona lífi þá er ég ansi hræddur um að visa kortið sé ekki sammála mér nema kannski í mesta lagi svona eina til tvær helgar á ári Tounge En reyndar svona að öllu gamni slepptu, þá er verðlagið á veitingastöðum hérna á Íslandi svo hátt, að þessi staður var í raun ekkert dýrari en sambærileg máltíð á t.d. Holtinu, þrátt fyrir að maturinn og þjónustan væru af allt öðrum kalíber. ....Amk svo framarlega sem maður splæsir ekki í 1921 árgerðina af Chateau Moution Rotchild sem var að finna á vínseðlinum!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Andri Heiðar Kristinsson

Andri bloggar....

Andri Heiðar Kristinsson
Andri Heiðar Kristinsson

Ég, hugsjónir mínar og pælingar um allt og ekkert...

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 20254

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband