29.6.2007 | 14:27
9 gullverðlaun Íslendinga í Danmörku
Ég er búinn að vera staddur í Odense í Danmörku frá því á þriðjudaginn á opna Norðurlandameistarmótinu í skylmingum með höggsverði. Skemmst frá því að segja að það kom sjálfum mér líklega mest á óvart hvað maður var fljótur að rifja upp gamla takta, en ég hef lítið getað æft síðustu tvö árin sökum meiðsla og mikilla anna. Kallinn gerði sér hins vegar lítið fyrir og tók bronsið í einstaklingskeppninni og gullið í liðakeppninni. Þó að tæknin og reynslan hafi skilað sínu, er deginum ljósara að nú þarf maður að drífa sig að taka upp þráðinn að nýju og koma sér aftur í sitt fyrra líkamlega form
En ég átti bara lítinn hluta af verðlaunum íslendinga á mótinu. Árangur Íslendinganna var stórglæsilegur, svo ekki sé minna sagt! Alls unnu íslendingar 9 Norðurlandameistaratitla af 12 mögulegum - það er svo sannarlega ekki í mörgum íþróttagreinum sem við Íslendingar getum státað af slíkum árangri. Mótið í heild sinni var mjög skemmtilegt og voru alls um 400 keppendur frá öllum norðurlöndunum sem kepptu, en mótið var sameiginlegt Norðurlandameistaramót fyrir allar þrjár tegundir sverða; höggsverð, stungusverð og lagsverð.
Eftirtaldir íslendingar urðu Norðurlandameistarar:
Karlar - fullorðnir: Ragnar Ingi Sigurðsson
Konur - fullorðnir: Þorbjörg Ágústsdóttir
Karlar - Öldungaflokkur: Ólafur Bjarnason
Karlar - U21: Sævar Baldur Lúðvíksson
Konur - U21: Sigrún Inga Garðarsdóttir
Konur - U17: Ingibjörg Laufey Guðlaugsdóttir
Konur- U15: Gunnhildur Garðarsdóttir
Karlar - U13: Sindri Snær Freysson
Liðakeppni: Ragnar Ingi Sigurðsson, Andri Heiðar Kristinsson, Kári Freyr Björnsson og Sævar Baldur Lúðvíksson.
Íslendingarnir sem stálu senunni í mínum huga voru þau Sindri Snær og Gunnhildur, en þau eru einungis 13 og 14 ára gömul og bæði gríðarlega efnileg. Sindri Snær sýndi glæsileg tilþrif þegar hann vann ítalskan strák í úrslitunum í U13 ára flokknum og Gunnhildur var algjör maskína á þessu móti. Til að byrja með burstaði hún U15 ára flokkinn og fékk aðeins á sig 6 stig í heildina - og á þó eitt ár eftir í þeim aldursflokki. Auk þess gerði hún sér lítið fyrir og krækti í bronsverðlaun í U17 og silfurverðlaun í bæði U21 og fullorðinsflokki kvenna! Ég segi nú bara, geri aðrir betur á fjórtánda aldursári!
Um bloggið
Andri Heiðar Kristinsson
Tenglar
Ýmsar vefsíður
Hér getur að líta ýmsar vefsíður sem ég mæli með...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
godsamskipti
-
andres
-
arnih
-
astamoller
-
borgar
-
doggpals
-
ekg
-
einsidan
-
elinora
-
emils
-
erla
-
erlaosk
-
eyrun
-
ea
-
grazyna
-
gudbergur
-
gudfinna
-
hannesgi
-
heidamaria
-
helgahaarde
-
herdis
-
ingolfur
-
johannalfred
-
jonthorolafsson
-
kolbrunb
-
kristinhrefna
-
kristinmaria
-
magginn
-
maggaelin
-
mariagudjons
-
olofnordal
-
reynir
-
advocatus-diaboli
-
siggisig
-
stefaniasig
-
svansson
-
tomasha
-
vakafls
-
vilby
-
vkb
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.