1.7.2007 | 18:49
Back to business....
Jæja, nú er maður staddur á flugvellinum í Kaupmannahöfn ....þar sem ég er reyndar búinn að vera í allan dag vegna þess að ég missti af vélinni sem ég átti að fara með kl. 7:50 í morgun Það er víst eitthvað til í því sem sumir vinir mínir segja, að ég og flugvélar séum ekki mjög sammála um tímasetningar. Held að þetta sé í fimmta sinn sem ég missi af flugvél á síðustu 2-3 árum ....ástæðurnar reyndar af ýmsum toga. Þrátt fyrir nægan tíma í dag nennti ekki niður í bæ þannig að ég leigði mér bara herbergi á hóteli hérna við völlinn og er búinn að vera að vinna í tölvunni í dag og bæta upp fyrir síðustu viku.
Helgin er annars búin að einkennast af afslöppun í Köben, bjó hjá Einari Þór, æskuvini mínum sem er í doktorsnámi hérna og við tókum því rólega í klassískum "túristapakka", drukkum öl á Nyhavn, löbbuðum strikið og kíktum í nokkrar búðir. Okkur var síðan boðið í matarboð í gær hjá nokkrum íslendingum sem eru að ljúka verkfræðinámi hérna sem var virkilega gaman. Í stuttu máli, stresslaus afslöppunarhelgi eins og þær gerast bestar! Á morgun fer síðan allt aftur á fullt hjá Innovit, en nú sem endranær eru gríðarmörg verkefni framundan og spennandi tímar.
Best að missa ekki af þessari vél líka, á að fara í loftið eftir 20 mín....
Um bloggið
Andri Heiðar Kristinsson
Tenglar
Ýmsar vefsíður
Hér getur að líta ýmsar vefsíður sem ég mæli með...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 20254
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- godsamskipti
- andres
- arnih
- astamoller
- borgar
- doggpals
- ekg
- einsidan
- elinora
- emils
- erla
- erlaosk
- eyrun
- ea
- grazyna
- gudbergur
- gudfinna
- hannesgi
- heidamaria
- helgahaarde
- herdis
- ingolfur
- johannalfred
- jonthorolafsson
- kolbrunb
- kristinhrefna
- kristinmaria
- magginn
- maggaelin
- mariagudjons
- olofnordal
- reynir
- advocatus-diaboli
- siggisig
- stefaniasig
- svansson
- tomasha
- vakafls
- vilby
- vkb
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.