Fundamaraþon í vikunni

Þessi vika mun einkennast af klassísku fundamaraþoni, sem er nú reyndar engin nýlunda hjá okkur í Innovit, þar sem viðræður við bakhjarla og ýmsa samstarfsaðila eru í fullum gangi. Vikan byrjaði vel og við Magnús höfum náð að afkasta talsvert miklu í dag. Meðal annars fórum við á fund Össurar Skarphéðinssonar, Iðnaðarráðherra, og kynntum starfsemi Innovit fyrir honum. Össur tók mjög vel í hugmyndir okkar, enda er það yfirlýst stefna hans sem og reyndar allrar ríkisstjórnarinnar að leggja mikla áherslu á nýsköpunarmál á þessu kjörtímabili.

Það er líka gaman af því að undanfarið hefur það færst verulega í aukana að ýmsir aðilar hafi samband og óski eftir fundi með Innovit. Eins og gefur að skilja voru það aðallega við sjálf sem óskuðum eftir fundum í byrjun. Vonandi er þetta merki um að fólk sé í auknum mæli farið að taka eftir okkar störfum. Í dag var t.d. haft samband við okkur frá breska sendiráðinu og óskað eftir fundi og mun fulltrúi þess m.a. kynna fyrir okkur útrásarmöguleika íslenskra fyrirtækja í Bretlandi. Verður gaman að fræðast betur um þá möguleika.

Ég hófst líka handa við að skipuleggja hringferð um landið, en við stefnum á að hitta forsvarsmenn allra háskóla landsins á næstu vikum til að kynna þeim starfsemi Innovit og ræða samstarfsmöguleika. Innovit stefnir á að vinna í nánu samstarfi við alla háskóla landsins og hefur fyrsta þjónustusamningnum nú þegar verið landað, en á föstudaginn staðfesti Háskóli Íslands að skólinn myndi gera þriggja ára þjónustusamning við Innovit. ...One down, seven to go Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Andri Heiðar Kristinsson

Andri bloggar....

Andri Heiðar Kristinsson
Andri Heiðar Kristinsson

Ég, hugsjónir mínar og pælingar um allt og ekkert...

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 20254

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband