9.7.2007 | 19:08
Fundamaraþon í vikunni
Þessi vika mun einkennast af klassísku fundamaraþoni, sem er nú reyndar engin nýlunda hjá okkur í Innovit, þar sem viðræður við bakhjarla og ýmsa samstarfsaðila eru í fullum gangi. Vikan byrjaði vel og við Magnús höfum náð að afkasta talsvert miklu í dag. Meðal annars fórum við á fund Össurar Skarphéðinssonar, Iðnaðarráðherra, og kynntum starfsemi Innovit fyrir honum. Össur tók mjög vel í hugmyndir okkar, enda er það yfirlýst stefna hans sem og reyndar allrar ríkisstjórnarinnar að leggja mikla áherslu á nýsköpunarmál á þessu kjörtímabili.
Það er líka gaman af því að undanfarið hefur það færst verulega í aukana að ýmsir aðilar hafi samband og óski eftir fundi með Innovit. Eins og gefur að skilja voru það aðallega við sjálf sem óskuðum eftir fundum í byrjun. Vonandi er þetta merki um að fólk sé í auknum mæli farið að taka eftir okkar störfum. Í dag var t.d. haft samband við okkur frá breska sendiráðinu og óskað eftir fundi og mun fulltrúi þess m.a. kynna fyrir okkur útrásarmöguleika íslenskra fyrirtækja í Bretlandi. Verður gaman að fræðast betur um þá möguleika.
Ég hófst líka handa við að skipuleggja hringferð um landið, en við stefnum á að hitta forsvarsmenn allra háskóla landsins á næstu vikum til að kynna þeim starfsemi Innovit og ræða samstarfsmöguleika. Innovit stefnir á að vinna í nánu samstarfi við alla háskóla landsins og hefur fyrsta þjónustusamningnum nú þegar verið landað, en á föstudaginn staðfesti Háskóli Íslands að skólinn myndi gera þriggja ára þjónustusamning við Innovit. ...One down, seven to go
Um bloggið
Andri Heiðar Kristinsson
Tenglar
Ýmsar vefsíður
Hér getur að líta ýmsar vefsíður sem ég mæli með...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 20254
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- godsamskipti
- andres
- arnih
- astamoller
- borgar
- doggpals
- ekg
- einsidan
- elinora
- emils
- erla
- erlaosk
- eyrun
- ea
- grazyna
- gudbergur
- gudfinna
- hannesgi
- heidamaria
- helgahaarde
- herdis
- ingolfur
- johannalfred
- jonthorolafsson
- kolbrunb
- kristinhrefna
- kristinmaria
- magginn
- maggaelin
- mariagudjons
- olofnordal
- reynir
- advocatus-diaboli
- siggisig
- stefaniasig
- svansson
- tomasha
- vakafls
- vilby
- vkb
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.