Stækkum nýsköpunar-kökuna

Það er virkilega gaman að fylgjast með því hversu mikil umræða hefur verið í þjóðfélaginu undanfarið um nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi. Það er ljóst að það eru miklar hreyfingar á "markaðnum" og verður mjög gaman að taka þátt í, og hafa áhrif á það hvernig stuðningsumhverfi sprotafyrirtækja mun breytast á næstu árum.

Eftir að ég stofnaði Innovit (www.innovit.is), sjálfstætt starfandi nýsköpunar- og frumkvöðlasetur, ásamt góðum hópi fólks í janúar síðastliðnum hefur margt vatn runnið til sjávar og umhverfið tekið jákvæðum breytingum, t.d. með Nýsköpunarmiðstöð íslands og nýjum forstjóra, Þorsteini Inga Sigfússyni.

Frá því að Innovit var stofnað, og í raun alveg frá því að undirbúningurinn hófst vorið 2006, höfum við rætt við tugi einstaklinga frá öllum sviðum þjóðfélagsins og kynnt Innovit fyrir þeim; nemendur, prófessora, forstjóra, rektora, ráðherra, frumkvöðla og nánast allan þjóðfélagsskalann. Sumir, þó ekki margir, hafa spurt hvort virkileg þörf væri fyrir Innovit í stuðningsumhverfi nýsköpunar á Íslandi. "Eru ekki einhverjir sem aðstoða sprotafyrirtæki nú þegar?".

Svarið er einfalt: Það er mikil þörf til staðar, og ætti það að vera sameiginlegt markmið allra sem vinna á þessu sviði að "stækka nýsköpunar-kökuna" . Þetta höfum við hjá Innovit gert, og höfum einsett okkur að vinna áfram í náinni samvinnu við önnur frumkvöðlasetur, stjórnvöld, háskólana og sérstaklega íslenskt atvinnulíf að þessu sameiginlega markmiði.

Eitt af því sem allir aðilar þurfa þó að átta sig á, er að nauðsynlegt er að fókusa vel. Við íslendingar eigum það stundum til (og er ég sjálfur langt frá því að vera undantekning sem sannar þá reglu) að hlaupa út um víðan völl og ætla okkur að gera allt of mikið. Við hjá Innovit höfum því tekið þann pólinn í hæðina, að fókusa á íslenska háskólanemendur og háskólamenntað ungt fólk því í þeim hópi eru mikil tækifæri. Enda hefur verið sýnt með alþjóðlegum samanburðarrannsóknum (Global Entrepreneurship Monitor) að einungis um þriðjungur íslenskra frumkvöðla er með háskólamenntun og eru við þar langt á eftir okkar samkeppnisþjóðum.

Í ljósi þessara miklu hræringa á "Nýsköpunar- og frumkvöðlamarkaðnum" ætla ég, með tilliti til þess hvað ég veit um núverandi stöðu og fyrirætlanir, að varpa fram minni spá um hverjir verða fjórir stærstu (að öllum öðrum ólöstuðum) aðilar nýsköpunar- og frumkvöðlaumhverfisins á Íslandi eftir fimm ár. Þess má geta, að eftir fimm ár verða allir þessir aðilar með sínar höfuðstöðvar í Vatnsmýrinni, sem verður Mekka nýsköpunar á Íslandi:

Innovit, nýsköpunar- og frumkvöðlasetur: Innovit leggur fyrst og fremst áherslu á þekkingarfyrirtæki sem stofnuð eru af nemendum eða nýútskrifuðu fólki úr öllum íslenskum háskólunum. Styður fyrirtæki á fyrstu stigunum og tryggir þannig að fleiri sprotum sé sáð. Spilar einnig lykilhlutverk í því að tengja saman unga frumkvöðla landsins í ólíkum háskólum, deildum og sviðum. Eitt af meginverkefnum Innovit verður fræðsla og hvatning ungra háskólamenntaðra frumkvöðla. Aðstaða sprotafyrirtækja hjá Innovit verður veitt ókeypis en í stuttan tíma.

Háskólarnir tveir: Vísindgarðar Háskóla Íslands & Þekkingarþorp Háskólans í Reykjavík: Þeir verða báðir með aðstöðu fyrir sprotafyrirtæki og raunar einnig fyrir einhver stærri fyrirtæki sem komin verða lengra á veg. Aðstaðan verður að mörgu leiti svipuð, en háskólarnir munu sérhæfa sig og hvor um sig mun skara fram úr á ákveðnum atvinnu- , fræða- og tæknisviðum. Háskóli Íslands mun t.d. skara fram úr í líftækninni, læknavísindunum, fjarskiptageiranum, félagsvísindunum o.fl. en Háskólinn í Reykjavík mun skara fram úr í hugbúnaðarþróun, upplýsingatækni, fjármálageiranum, viðskiptafræði o.fl.

Nýsköpunarmiðstöð Íslands (sem inniheldur Impru): Leggur áherslu á að styðja við frumkvöðla um allt land, óháð menntun eða atvinnugeira. Styður að mestu lengra komin sprotafyrirtæki (á þó líklega ekki við um landsbyggðina) en Innovit. Stundar einnig sjálfstæðar rannsóknir og nýsköpun. Mun spila lykilhlutverk í að samhæfa aðgerðir og samvinnu annarra aðila í nýsköpunarumhverfinu í samstarfi við stjórnvöld. Aðstaða sprotafyrirtækja er veitt í lengri tíma en hjá Innovit en gegn gjaldi.

Verður gaman að lesa þessa færslu eftir fimm ár.....

 


mbl.is Nýsköpunarmiðstöð Íslands tekin til starfa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Andri Heiðar Kristinsson

Andri bloggar....

Andri Heiðar Kristinsson
Andri Heiðar Kristinsson

Ég, hugsjónir mínar og pælingar um allt og ekkert...

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband