Viðskiptahugmyndir sem keppa til úrslita

Hérna að neðan set ég stutta lýsingu á öllum átta viðskiptahugmyndunum sem eru komnar í úrslit á laugardaginn. Þetta eru mjög fjölbreyttar og skemmtilegar hugmyndir sem allar eiga það sameiginlegt að ég tel raunhæfar líkur á að frumkvöðlarnir að baki þeim láti slag standa og komi þeim í framkvæmd. Miðað við venjulegt "hit" hlutfall sprotafyrirtækja væri raunhæft að ætla að kannski eitt þeirra nái takmarki sínu og verði orðið vel stöndugt fyrirtæki eftir 5-10 ár, eða hafi verið selt fyrir þann tíma.

Ef að eitt eða fleiri þessara fyrirtækja "meika" það á næstu árum tel ég að við getum verið mjög sátt við árangurinn!

Heilsufæði ehf
Hugmyndin byggir á þróun og markaðssetningu markfæðis úr fiskiprótínum, sjávarþangi og mjólkurpróteinum (íslensku hráefni) sem hefur víðfeðm jákvæð heilsufarsleg áhrif, þ.m.t. blóðþrýstingslækkandi áhrif. Framleiðslufyrirtækið mun heita Heilsufæði ehf. Hráefnið hefur þá sérstöðu á markaði í dag hafa ekki verið nýtt á þennan hátt innan núverandi framleiðslueininga þeirra birgja sem áætlað er að verslað verði við. Þetta yrði mikil verðmætaaukning á hráefni. Það er því ódýrt miðað við að vera í hæsta gæðaflokki.

Bjarmalundur ehf
Bjarmalundi er ætlað það hlutverk að veita samfelldan stuðning við sjúklinga með heilabilun og fjölskyldur þeirra, allt frá því að grunur vaknar um sjúklegt ástand og þar til viðkomandi vistast á sólarhringsstofnun. Með því að létta álaginu af fjölskyldunum geta sjúklingar dvalið lengur heima, sem er fjárhagslega hagkvæmt fyrir samfélagið. Einnig verður hlutverk Bjarmalundar að vera leiðandi í rannsóknum, stefnumótun og nýjum úrræðum varðandi þennan viðkvæma skjólstæðingahóp, sem á sér fáa málsvara sökum eðlis sjúkdómsins.

CLARA
Mikið af upplýsingunum sem fyrirtæki sækjast eftir með skoðanakönnunum eru núorðið til staðar á veraldarvefnum. Við getum tekið þessar upplýsingar saman á sjálfvirkan hátt og unnið úr gögnunum með háþróaðri gervigreind sem greinir samhengi og tilfinningar í texta. Þannig viljum við lækka kostnað sem fyrirtæki leggja almennt í markaðsrannsóknir og gjörbreyta þekktum aðferðum.

Tunerific - Gagnvirkt gítarstillikerfi fyrir farsíma
Hönnun og útfærsla á hugbúnaðarlausn sem keyrir óháð öðrum kerfum á síma notandans og krefst ekki auka vélbúnaðartækja. Lausnin gerir notendum kleift að stilla gítar með hjálp farsímans. Forritið ber tóna frá gítarnum saman við staðlaða tóna og nýtir til þess Fourier greiningu. Frávikið frá réttum tón er því næst sýnt á myndrænan hátt í skjá símans. Í stað hinna hefðbundnu tóngjafa er hér komin handhæg aðferð til að stilla gítar. Með tilkomu þessarar lausnar ættu hefðbundin gítarstillitæki sem þjóna þeim eina tilgangi að stilla gítar að heyra sögunni til. Lausnin á því vandamáli að stilla gítar er komin í farsíma sem eru fjölnota tæki og sjaldnast langt frá eigendum sínum.

Smart Iron Systems
Undanfarin ár hefur byggingariðnaðurinn farið sívaxandi, bæði í fjölda og umfangi verka. Enn eru mörg erfiðisverkin unnin í höndunum því skortur er á sjálfvirkum lausnum. Það er því töluverður markaður fyrir tæki sem geta leyst mannshöndina af hólmi. Verkefnið gengur út á að þróa vélar sem hægt er að nota á verkstað til að vinna ýmis verkefni á sjálfvirkan hátt. Einhæf vinna hentar vel fyrir tölvustýrða vél þar sem hægt er að sækja verkbeiðni í gagnagrunn sem vélin síðan vinnur eftir. Fyrst um sinn verða vélarnar seldar á íslenskan markað en áætlanir eru um að hefja sölu erlendis þegar reynsla er komin á þær.

Eff2 Technologies / Videntifier
Videntifier kerfið getur sjálfvirkt greint vídeóefni á netinu til varnar höfundarrétti. Það þekkir aftur þúsundir klukkustunda af efni sem það hefur áður séð, og getur farið yfir mikið magn efnis á hverjum degi. Kerfið fer yfir vídeó á netinu og ber kennsl á það. Því næst er hægt að semja um greiðslu fyrir birtingu efnisins eða það tekið niður, í samræmi við óskir höfundarréttarhafa.

BROW liner
Viðskiptahugmyndin gengur út á að umbylta ákveðnum hluta snyrtivöruiðnaðarins með þróun og hönnun á áhaldi sem er einfalt og notendavænt, sér í lagi fyrir eldri konur og sjónskerta. Áhaldið er nýjung og mun það vera framleitt í Kína. Markhópurinn eru konur 18 ára og eldri.

Náttúrulaugar við Jökul
Náttúrufegurð Íslands er okkar aðal aðdráttarafl og vinnum við hugmyndina okkar út frá þeim forsendum. Markmiðið með hugmyndinni okkar er að ferðamaðurinn komist burt frá amstri dagsins og fái að njóta stórbrotins umhverfis í náttúrulaugum í nágrenni jökuls.

Heimasíða Frumkvöðlakeppninnar: www.innovit.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Andri Heiðar Kristinsson

Andri bloggar....

Andri Heiðar Kristinsson
Andri Heiðar Kristinsson

Ég, hugsjónir mínar og pælingar um allt og ekkert...

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband