Allt að gerast....

Það er búið að vera hörkufjör síðustu vikuna - Innovit var að flytja í nýja skrifstofuaðstöðu :) Við fluttum nú reyndar ekki langt, bara niður á fyrstu hæðina í Tæknigarði. En þar fengum við mun betra rými og höfum nú rúmlega tvöfaldað þá aðstöðu sem við höfðum áður sem þýðir að við gátum líka tekið við nýjum sprotum.

Þetta er svona ekta frumkvöðlaaðstaða eins og ég hef séð hana fyrir mér! Opið skrifstofurými þar sem markmiðið er að byggja upp hvetjandi umhverfi, þar sem margir frumkvöðlar eru að störfum - hver að vinna að sínu markmiði.

Svo er gaman að segja frá því að ég var í Kaupmannahöfn um daginn og hitti þar kollega mína sem stýra Venture Cup Denmark, frumkvöðlakeppni þeirra Dana. Við getum lært töluvert af þeim þar, sú keppni var stofnuð fyrir 6 árum síðan svo þeir eru komnir aðeins lengra en við. Síðan í næstu viku verður sameiginlegur fundur allra frumkvöðlakeppna á norðurlöndunum og er stefnan sett á að koma jafnvel á fót samnorrænum úrslitum undir Venture Cup hattinum. Ef af verður mun það verða stærsta viðskiptaáætlanakeppni í heiminum! Verður mjög gaman fyrir okkur hjá Innovit að taka þátt í því verkefni ef vel gengur.

Í sömu ferð fór ég í heimsókn og kynnti mér McKinsey & Company, sem er stærsta ráðgjafafyrirtæki í heimi. Það var virkilega áhugavert að sjá hvernig þeir vinna og ef ég mun einhverntímann hætta að vinna fyrir sjálfan mig (sem er by the way ekki á dagskrá) og fara aftur í corporate vinnu í einhvern tíma - þá held ég að McKinsey yrði líklega efst á óskalistanum.

Hvað hafa þeir upp á að bjóða? ...jú, mjög krefjandi alþjóðleg verkefni sem yfirleitt tengjast stjórnun fyrirtækja, vinnu í litlum teymum en mismunandi á milli verkefna, stutt og intensív verkefni (kannski að meðaltali 6-15 vikur), mikil ferðalög, mikla skorpuvinnu og gott frí þess á milli, leggja mikið upp úr því að þjálfa starfsfólkið sitt og efla það með framtíðina í huga - og að lokum þá er meðalstarfsævi McKinsey ráðgjafa ekki nema 2-3 ár sem ég tel vera kost. Allt þetta á ótrúlega vel við mig - eini gallinn er að þeir eru ekkert í sprotafyrirtækjum, nánast allir þeirra kúnnar eru fyrirtæki af stærðargráðunni 5000+ starfsmenn!

En að venju, líf og fjör hjá Innovit og allt að gerast.... :)

 


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Andri Heiðar Kristinsson

Andri bloggar....

Andri Heiðar Kristinsson
Andri Heiðar Kristinsson

Ég, hugsjónir mínar og pælingar um allt og ekkert...

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband