Fjárfestingafélagið Shark Holding ehf.

Á morgun held ég af stað til Þýskalands í hina svokölluðu "Hákarlaferð". Hákarlarnir samanstanda af mér, Magnúsi Má Einarssyni, Kenneth Breiðfjörð og Sverri Bollasyni. Við vorum allir í verkfræðinni á svipuðum tíma og kynntumst síðan mjög vel í gegnum BEST (Board of European Students of Technology) en við fjórir ásamt fleirum stofnuðum íslenskt aðildarfélag samtakanna fyrir tveimur árum. Höfum við allir haldið miklum og góðum vinskap síðan.

Þrátt fyrir að fjórir ólíkari menn séu líklega vandfundnir, eigum við það allir sameiginlegt að vera miklir "gourmet" menn auk þess sem við deilum mjög svipuðum fjárfestinga- og viðskiptasjónarmiðum. Ferðin til Þýskalands er tileinkuð þessum tveimur sameiginlegu áhugamálum og því ljóst að mögnuð ferð er í vændum.

Hápunktur ferðarinnar verður á laugardag, en þá hefur verið boðað til fyrsta stjórnarfundar fjárfestingafélagsins Shark Holding ehf. á Residenz Heinz Winkler setrinu í suður-Þýskalandi. Shark Holding ehf. er fjárfestingafélag í jafnri eigu okkar félaga sem stofnað var í "reykmettuðum" afkima á Hótel Sögu fyrir rúmri viku síðan. Á þessum fyrsta fundi í Þýskalandi verða fjárfestingamöguleikar félagsins ræddir. Félagið verður áhættusækið og gert er ráð fyrir að til að byrja með verði aðallega fjárfest í skráðum fyrirtækjum á tiltölulega nýjum mörkuðum.

Að loknum hluthafafundi tekur gourmet hlutinn öll völd í ferðinni, en á Rezidenz Heinz Winkler er staðsettur einn besti veitingastaður í Evrópu, þriggja stjörnu (af þremur mögulegum) veitingastaður samkvæmt Michelin stjörnugjöfinni sem almennt er talin sú virtasta í heiminum. Þar er ætlunin að njóta lífsins og senda bragðlaukana í rússíbanaferð.

Farinn í tölvufrí fram á sunnudag - góðar stundir Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góða ferð út, Efast ekki en að þetta eigi eftir að verða frábært hjá ykkur :) sérstaklega þar sem matur og vín er til staðar ;)

ARH (IP-tala skráð) 21.6.2007 kl. 09:57

2 identicon

hvar ertu staddur í heiminum ca. 12-15 juli?

elfa (IP-tala skráð) 24.6.2007 kl. 13:49

3 Smámynd: Andri Heiðar Kristinsson

Aldrei þessu vant verð ég líklega bara heima á Íslandi

Andri Heiðar Kristinsson, 24.6.2007 kl. 21:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Andri Heiðar Kristinsson

Andri bloggar....

Andri Heiðar Kristinsson
Andri Heiðar Kristinsson

Ég, hugsjónir mínar og pælingar um allt og ekkert...

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 20084

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband