Ný vefsíða Innovit

Í gær var ný og endurbætt vefsíða Innovit opnuð. Nýja síðan er mun glæsilegri og ferskari en sú gamla ásamt sem síðan er núna bæði á íslensku og ensku. Hvet alla til að kíkja á nýju síðuna.

http://www.innovit.is

 


Hvar er frelsið?

Ég verð að viðurkenna að allar hugmyndir um takmarkanir á auglýsingum eða fjárframlögum til stjórnmálaflokka finnst mér út úr kortinu. Lög og reglur eru til þess að fara eftir þeim, ekki til þess að hvetja fólk til að sveigja framhjá í stórum stíl. Mér sýnist einmitt stefna í að það verði raunin í komandi koningum. Í fyrsta lagi eru fjárframlög til stjórnmálaflokka nú takmörkuð við 300 þúsund, en engar slíkar takmarkanir eru á almenn félagsamtök sem styðja stjórnmálaflokka- eða skoðanir. Spurning hvort ég stofni ekki bara almenn stuðningssamtök við stjórnmálaflokk, óski eftir ríflegum fjárframlögum frá þeim sem þegar hafa gefið 300 þúsund krónurnar sínar og taki síðan að mér að aulgýsa fyrir stjórnmálaflokkinn? Get t.d. ekki séð betur en að framtíðarlandið muni hafa úr meiru að moða en stjórnmálaflokkarnir í ár! Er það lýðræði? Það er alveg ljóst að mínu mati að þær takmarkanir sem nú hafa verið settar, hvort heldur sem er með takmörkunum á fjárframlögum eða auglýsingum, eru ekki til þess fallnar að auka lýðræðið heldur þvert á móti minnka það og hvetja menn til þess að sneiða fram hjá reglunum. Best að fara að stofna félagasamtök......
mbl.is Auglýsingakostnaður stjórnmálaflokkanna takmarkaður við 28 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

CCP er töff

Á föstudaginn hlustaði ég á fyrirlestur hjá Jóni Hörðdal, einum af stjórnendum tölvuleikjafyrirtækisins CCP. Það sem hann hafði að segja um fyrirtækið var frekar magnað, það er langt síðan ég hef haldið athyglinni svona vel í hátt í klukkutíma fyrirlestri. Langaði mest að taka upp CV-ið og sækja um vinnu hjá honum en læt það nú samt eiga sig í bili. Jón Hörðdal hélt fyrirlesturinn á ráðstefnu FÍKNF (Félagi Íslenskra Kennara í Nýsköpunar- og Frumkvöðlamennt) og var ásamt því að lýsa CCP og starfsemi þess, að tala um hversu mikilvægt væri fyrir CCP að viðhalda frumkvöðlaandanum innan fyrirtækisins. Hann benti einnig á mjög mikilvægt atriði, sem ég hef talsvert verið að halda á lofti þegar ég kynni Innovit, en það er nefnilega algengur misskilningur að það sé hreint tap fyrir atvinnulífið og raunar þjóðina almennt að sprotafyrirtæki fari á hausinn. Staðreyndin er nefnilega sú að bæði skila fyrirtækin ríkinu miklum peningum í kassann í formi skattgreiðslna starfsmanna á meðan að fyrirtækið lifir, en það sem skiptir meira máli er að þekkingin og reynslan innan fyrirtækisins skilar sér áfram til annarra fyrirtækja. Best dæmið um þetta er OZ, sem almennt er talað um sem mikið flopp. Stór hluti starfsmanna OZ er núna starfandi í öðrum fyrirtækjum sem eru að gera það mjög gott. Þó nokkuð margir starsfsmenn CCP eru komnir frá OZ og nýta reynslu sýna núna fyrir CCP. Sama gildir um fyrirtækið Industria, en það eru einnig fyrrum OZ-menn sem stjórna því. Bæði CCP og Industria eru nefnd í hópi 100 framsæknustu fyrirtækja Evrópu (CCP skv. lista viðskiptatímaritsins Red Herring og Industria skv. lista CNBC). Það er því hagur mjög margra fyrirtækja að styðja við frumkvöðlastarfsemi því sú þekking og reynsla sem þar skapast mun skila sér til baka.

Jæja, nóg komið af þessum pælingum. Það er annars helst að frétta að ég og Magnús Már sitjum þessa stundina á Radison SAS hótelinu í Trondheim í Noregi, báðir með fartölvurnar í kjöltunni og þykjumst vera að vinna. Á morgun hefst mögnuð ráðstefna hérna sem haldin er á vegum MIT háskóla og ber heitið MIT $100K Global Startup Workshop. Hérna verða samankomnir um 250 manns frá 30 löndum sem allir tengjast að einhverju leiti nýsköpunar- og frumkvöðlasetrum í sínu landi. Þetta verður eflaust mikil stemmning og vonandi getum við lært helling af MIT og fleirum og flutt þekkinguna til Íslands í boði Innovit ;)

Á morgun tekur semsagt alvaran við, en í gær var lítið um alvörugefna hluti :) .....Við fórum semsagt í partí með nokkrum norskum háskólanemum í gær og stútuðum þónokkrum ölum eins og sönnum íslendingum sæmir. Nóttin endaði í Student Samfundet sem er alveg risastór skemmtistaður sem stúdentar eiga og reka sjálfir ...þeir vinna meira að segja allir í sjálfboðavinnu og komast færri að en vilja! Eitthvað sem ég sé ekki fyrir mér á Íslandi :)


Spegilmyndin mín?

Ef fólk er að velta því fyrir sér hvernig spegilmynd mín lítur út, þá er svarið að finna hér að neðan! .....ég get nú bara ekki verið annað en ánægður með þennan samanburð, enda spegilmynd mín algjör snillingur :)

 http://www.guf.fi

 


Innreið í netheima....

Jæja, þá er maður loksins orðinn maður með mönnum í netheimum og búinn að koma sér upp bloggi! Hérna á ég eflaust eftir að skrifa einhvern helling um það sem ég er verð að brasa hverju sinni ásamt hugleiðingum mínum. Eflaust verður þetta allt saman misgáfulegt en vonandi mun ég þó ná að pikka inn eitthvað vitrænt inn á milli. Að lokum vil ég óska Eyjapeyjanum og Vökuliðanum Sindra Ólafs til hamingju með að verða fyrsti bloggvinur minn. Sindri, þú færð bikar afhentan við tækifæri.

« Fyrri síða

Um bloggið

Andri Heiðar Kristinsson

Andri bloggar....

Andri Heiðar Kristinsson
Andri Heiðar Kristinsson

Ég, hugsjónir mínar og pælingar um allt og ekkert...

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband