Samband við umheiminn

Loksins kominn í samband við umheiminn eftir tveggja daga netþurrk. Þakka menntaskólafrönskunni fyrir það að mér tókst eftir mikið strögl, blót og gnístran tanna að setja upp netsamband hérna í Frakklandi. Ég er semsagt staddur á frönsku Riveríunni nánar tiltekið á milli Nice og Cannes. Hérna leigðum við alveg frábært hús, með góðum garði, sundlaug og glæsilegu útsýni yfir Miðjarðarhafið. Í gær tókum við því rólega, drukkum rauðvín og ég sofnaði síðan eins og ungabarn svona um átta leitið í gærkvöldi ....og svaf í svona 16 tíma, enda ekki sofið mikið síðustu nætur.  Eftir tónleikana hennar Elfu í Köben, sem heppnuðust mjög vel á mánudagskvöldið, röltum við Anný aðeins um Nyhavn og enduðum á Hvids vinstue þar sem við skáluðum fyrir Jónasi Hallgrímssyni og fleirum merkum Íslendingum sem þar tíðkuðu komur sínar þó nokkrum árum á undan okkur. Enduðum síðan á því að eyða nokkrum tímum í spilavítinu á hótelinu okkar svo nóttin fyrir flugið í gærmorgun varð ekki sérstaklega löng. Smá upphitun áður en við kíkjum til Monaco í vikunni ;)

Sól og blíða

Sól og blíða og 17 stiga hiti í Kaupmannahöfn! ...ekki slæmt það, ég sit engu að síður inni á hótelbarnum og hamast í símanum og í tölvupóstinum. Kannski soldið sorglegt, en er samt nýbúinn að renna niður smörrebröd með rauðsprettu og einum svellköldum með sem lífgar aðeins upp á tölvupóstinn :) Ætla að drífa mig niður á Strikið fljótlega og ná síðustu sólageislum dagsins. Í kvöld eru það síðan einleikstónleikar hjá litlu systur hérna í Köben og á morgun er það franska riverían! ....ljúfa lífið bíður:)

Smá skot...

Gat ekki annað en birt hérna smá kafla úr bloggfærslu Lilju Erlu. Það er nefnilega merkilega mikill sannleikur í þessari klausu:

"Þar að auki er tvískinnungur samfylkingarinnar í virkjunarmálum alvega ótrúlegur. Þeir voru með kárahnjúkum, fengu svo hræðilegt samviskubit, vildu gefa hafnfirðingum tækifæri á að kjósa um sína framtíð sjálfir, hoppa síðan á vagn umhverfispopúlisma og taka íbúalýðræðið aftur frá göflurunum með því að ætla ekki að virða niðurstöður atkvæðagreiðslunar. Hvaða helvítis lýðskrum er í gangi í hinni heilögu kýr lýðræðis, sem samfylkingin gefur sig út fyrir að vera?"


Nýsköpun og stóriðja eiga samleið

Mikið er ég sammála Margréti um að 21. öldin eigi að snúast um mannauð, hugvit og nýsköpun. Hef sjálfur beitt mér mikið í þeim málum, þá helst með stofnun Innovit (www.innovit.is). Ég er hins vegar alls ekki sammála þeim málflutningi Margrétar og ýmissa annarra um að stóriðja og álver eigi ekki samleið með nýsköpun, hugviti og nýtingu mannauðs. Þvert á móti. Í góðu þjóðfélagi þurfa undirstöðurnar að vera margar, bæði á sviði iðnaðar og nýsköpunar. Það skapast líka ótal tækifæri til nýsköpunar í kringum stóriðjuna og álverin á Íslandi. Stór og smá fyrirtæki þjónusta álverin og framleiða nauðsynleg tæki. Vísindamenn og fyrirtæki keppast einnig við að þróa nýjar aðferðir til að framleiða ál og orku á hagkvæmari, umhverfisvænni og betri hátt en áður. Hvað er þetta annað en nýsköpun? Þetta mál snýst í mínum huga ekki bara um svart eða hvítt, ál eða nýsköpun. Ég segi bara eins og litli strákurinn í auglýsingunni góðu: "Mér finnst bara bæði betra"!


mbl.is Margrét: Stjórnmál 21. aldar snúast um mannauð, hugvit og nýsköpun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju Vaka

Vil óska Vöku til hamingju með mjög vel heppnað málþing í gær, komst reyndar ekki sjálfur en að sögn var mætingin mjög góð og skemmtilegar umræður mynduðust. Athyglisvert að Björgvin G. Sigurðsson frá Samfylkingunni hafi forfallast á síðustu stundu. Spurning hvort hann hafi ekki þorað að svara því hvort hann væri fylgjandi skólagjöldum, sem hann hefur áður gefið út. Það hefði líklega farið í illa í yfirlýsta stuðningsmenn Samfylkingarinnar innan Röskvu. Þetta skólagjaldamóment Samfylkingarinnar og hversu vandræðalegir Röskvuliðar verða í tengslum við það sýnir að mínu mati svart á hvítu af hverju fólk í stúdentapólitíkinni eigi ekki að vera á sama tíma í trúnaðarstörfum eða yfirlýst stuðningsfólk flokka í landsmálapólitíkinni. Það geta augljóslega skapast hagsmunaárekstrar. Nú eiga eflaust einhverjir Röskvuliðar eftir að koma með athugasemd við þessa færslu og benda á að margir Vökuliðar séu Sjálfstæðismenn. Það er hins vegar stór munur á því að hafa skoðanir á landspólitíkinni, sem flest hugsandi fólk eðlilega hefur, eða gegna ábyrgðarstöðum fyrir stjórnmálaflokk á sama tíma og fólk gegnir ábyrgðarstöðum innan Röskvu. Þarna er stór munur á Vöku og Röskvu. Virðist líka einnig að það sama eigi við um Samfylkinguna og Röskvu (enda mikið af sama fólkinu), popúlískir flokkar þar sem skoðanirnar þeirra á hinum ýmsu málum sveiflast oft til eins og strá í vindi.

Verður gaman að sjá viðbrögðin við þessari færslu, eitthvað segir mér að reynt verði að malda í móinn. Þó alltaf erfitt að verjast sannleikanum.


Heima á klakanum

Þá er maður kominn aftur á klakann frá ráðstefnunni í Noregi. Alltaf gott að koma heim, þó veðrið taki nú ekki beint á móti manni. En ætla ekki að kvart því þetta verður stutt stopp hjá mér heima, fer til Danmerkur á mánudaginn að hlusta á tónleika hjá Elfu systur minni og pabba. Þaðan verður síðan haldið til Frakklands, nánar tiltekið á frönsku Riveríuna :) Þar ætla ég að njóta lífsins með Anný og fjölskyldunni um páskana.


Frumkvöðlastarfsemi á Íslandi

Nú í vikunni voru niðurstöður alþjóðlegrar samanburðarkönnunar á frumkvöðlastarfsemi milli landa kynntar á fundi í Háskólanum í Reykjavík. Könnunin er gerð árlega og ber heitið Global Entrepreneurship Monitor (GEM). Íslenski hluti könnunarinnar er unnin af Rögnvaldi J. Sæmundssyni og Silju Björk Baldursdóttur. Niðurstöður rannsóknarinnar eru fyrir margar sakir mjög merkilegar fyrir íslenskt samfélag og sýna glögglega fram á þörfina fyrir Innovit, nýsköpunar- og frumkvöðlasetur sem leggur sérstaka áherslu á að styðja við háskólamenntaða frumkvöðla. Hér að neðan eru teknar saman helstu niðurstöður rannsóknarinnar, bæði jákvæðu punktarnir sem og þeir neikvæðu.

Jákvæð atriði:

  • Hlutfallslegt umfang frumkvöðlastarfsemi er með því mesta sem gerist í Evrópu.
  • Væntingar íslenskra frumkvöðla um útrás eru meiri en annars staðar á norðurlöndunum.
  • Menningar- og samfélagslegar venjur Íslendinga styðja við frumkvöðlastarfsemi.
  • Umhverfi frumkvöðlastarfsemi á Íslandi hefur verið að batna undanfarin ár.

    Neikvæð atriði:

  • Mjög lágt hlutfall íslenskra frumkvöðla er með háskólamenntun í samanburði við önnur hátekjulönd.
  • Einungis 20% frumkvöðlastarfsemi er nýskapandi, þ.e. framleiðsla og þróun á nýrri vöru eða þjónustu sem ekki er þegar til á markaði.
  • Konur eru einungis um 25% frumkvöðla á Íslandi. Þekkingariðnaður hefur umtalsvert minna vægi í frumkvöðlastarfsemi á Íslandi en í öðrum hátekjulöndum.
  • Mikill skortur er á áhættufjármagni á Íslandi.
  • Sérfræðingar telja að menntun og þjálfun íslenskra frumkvöðla sé ekki nægjanlega góð.

    Þar sem Innovit leggur mesta áherslu á ungt háskólamenntað fólk er það ótvírætt markmið félagsins að bæta úr þessum neikvæðu punktum hér að ofan. Tækifærin til þess eru einnig nokkuð góð. Með því að leggja sérstaka áherslu á háskólamenntað ungt fólk er: a) mögulegt að leggja sérstaka áherslu á þekkingariðnaðinn sem skapast getur út frá háskólarannsóknum b) hægt að auka hlut kvenna þar sem þær fleiri konur stunda háskólanám en karlar c) hægt að auka hlut háskólamenntaðra í frumkvöðlastarfsemi d) hægt að auka hlutfall nýskapandi frumkvöðlastarfsemi þar sem tekið er fram í rannsókninni að ungt fólk er líklegra til að stunda nýskapandi frumkvöðlastarfsemi heldur en eldri frumkvöðlar og e) efla menntun og þjálfun íslenskra frumkvöðla.
 

Sækja má skýrsluna í heild sinni á http://ru.is/publications/SoB/GEM-2006_2007.pdf

 

Lögmál framboðs og eftirspurnar

Ég get ekki annað en tekið undir orð Svöfu um að hjá komandi kynslóðum mun Evrópa verða ein heild og fólk mun ekki hika við að flytja til annarra þjóða ef góð tækifæri bjóðast. Ég hef sjálfur kynnst þessum viðhorfum evrópskra háskólanemenda mjög vel í gegnum evrópsku stúdentasamtökin BEST (Board of European Students of Technology) á Íslandi sem ég stofnaði ásamt fleirum fyrir tæpum tveimur árum. BEST eru samtök 70 tækniháskóla í 30 löndum Evrópu og ná til um 500.000 nemenda í Evrópu. Ég hef hitt mikinn fjölda nemenda frá öllum þessum löndum á ýmsum námskeiðum og ráðstefnum og get vottað að almennt hugsar þetta unga fólk ekki um landamæri. Evrópubúar munu stökkva á tækifærin þar sem þau bjóðast og mun það sama gilda um Íslendinga. Lögmál framboðs og eftirspurnar mun enn og aftur sanna sig.

http://www.BEST.eu.org


mbl.is Svafa: Ný kynslóð Íslendinga lítur á sig sem Evrópubúa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mögnuð ráðstefna!!!

Ég er staddur í Þrándheimi í Noregi á alveg hreint magnaðri ráðstefnu! Hér eru samankomnir yfir 250 manns frá rúmlega 100 háskólum og nýsköpunar- og frumkvöðlasetrum frá alls 31 landi í heiminum. Var að koma inn á hótelherbergi og hef aldrei komist í samband við jafn mikið af merkilegu fólki á einum degi. 30+ nafspjöldum ríkari eftir daginnn. Meðal þeirra sem við Magnús spjölluðum við í dag var maðurinn sem fann upp insúlínsprautuna, þingmannsefni í Noregi, forseti START, rektor North Carolina University og annað merkilegt fólk. Maðurinn sem stendur þó upp úr eftir daginn er klárlega keynote speakerinn í dag, Kenneth P. Morse, sem er raðfrumkvöðull í Bandaríkjunum og framkvæmdastjóri MIT Entrepreneur center. Magnaður einstaklingur! Ég gerðist frekar uppáþrengjandi í dag og náði loksins að tala við hann eftir að hafa fylgst með honum úr nokkurra metra fjarlægð í þónokkra stund. Maðurinn var umsetinn. Helstu fréttirnar eru að ég bauð honum til Íslands í haust! Ég ætla að flytja manninni inn í einn sólarhring í kringum miðjan nóvember, hann verður lykilfyrirlesari á ráðstefnu á vegum Innovit. Hann sagði mér líka hver verðmiðinn væri á því að flytja hann til landsins, ætla ekki að deila því með ykkur en ég get lofað því að dæmið verður klárað með 1-2 góðum bakhjörlum. Þess má einnig geta að ég lét Ken Morse fá nafnspjaldið mitt og ca. 6 tímum síðar var ég kominn með póst frá honum þar sem hann samþykkti boð okkar um að koma til Íslands. Hér að neðan er smá texti um þennan ótrúlega mann.

Ken Morse is a serial entrepreneur, having played a key role in launching several high-tech start-ups, including 3Com Corporation, Aspen Technology, an expert systems company, and a biotech firm. Ken's batting average is 0.833: five of his start-ups went public or were successfully merged; one was a complete disaster. As head of the MIT Entrepreneurship Center, Ken is responsible for inspiring, training, and coaching new generations of entrepreneurs from all parts of MIT. Ken has been profiled and quoted in numerous publications, including the Wall Street Journal, Financial Times, Economist, and Red Herring.

Since Ken joined the MIT Entrepreneurship Center in 1996, the number of students taking Entrepreneurship Courses has increased from 220 to 1,500 per year while the number of professors and lecturers has grown from two to thirty. He has raised $ 20+ million endowment for the E-Center. Ken was named “Education All Star” by Mass High Tech magazine. Ken serves as an advisor to China Capital Ventures, LLC, Darby Overseas Investments, Ltd., PolyTechnos Venture-Partners GmbH, and SINTEF A/S. He has been an instructor in sales at the Munich Entrepreneur Academy for several years and has taught a global sales strategies workshop in several European cities. Ken, an American, is a member of the Council on Foreign Relations, the Cercle Royal Gaulois Artistique & Littéraire (Brussels), and the Quissett Yacht Club. He speaks fluent French and some Chinese. He is a Visiting Professor at the University of Ulster. When he is not helping young companies to succeed, Ken enjoys sailing his wooden boat with his family around Cape Cod.


Málþing Vöku á fimmtudaginn

Það er ekki hægt að segja annað en að málþing Vöku er virkilega spennandi. Hvet alla til að mæta!

Málþing Vöku, 29. mars 2007

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Andri Heiðar Kristinsson

Andri bloggar....

Andri Heiðar Kristinsson
Andri Heiðar Kristinsson

Ég, hugsjónir mínar og pælingar um allt og ekkert...

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband