Til hamingju Vaka

Vil óska Vöku til hamingju með mjög vel heppnað málþing í gær, komst reyndar ekki sjálfur en að sögn var mætingin mjög góð og skemmtilegar umræður mynduðust. Athyglisvert að Björgvin G. Sigurðsson frá Samfylkingunni hafi forfallast á síðustu stundu. Spurning hvort hann hafi ekki þorað að svara því hvort hann væri fylgjandi skólagjöldum, sem hann hefur áður gefið út. Það hefði líklega farið í illa í yfirlýsta stuðningsmenn Samfylkingarinnar innan Röskvu. Þetta skólagjaldamóment Samfylkingarinnar og hversu vandræðalegir Röskvuliðar verða í tengslum við það sýnir að mínu mati svart á hvítu af hverju fólk í stúdentapólitíkinni eigi ekki að vera á sama tíma í trúnaðarstörfum eða yfirlýst stuðningsfólk flokka í landsmálapólitíkinni. Það geta augljóslega skapast hagsmunaárekstrar. Nú eiga eflaust einhverjir Röskvuliðar eftir að koma með athugasemd við þessa færslu og benda á að margir Vökuliðar séu Sjálfstæðismenn. Það er hins vegar stór munur á því að hafa skoðanir á landspólitíkinni, sem flest hugsandi fólk eðlilega hefur, eða gegna ábyrgðarstöðum fyrir stjórnmálaflokk á sama tíma og fólk gegnir ábyrgðarstöðum innan Röskvu. Þarna er stór munur á Vöku og Röskvu. Virðist líka einnig að það sama eigi við um Samfylkinguna og Röskvu (enda mikið af sama fólkinu), popúlískir flokkar þar sem skoðanirnar þeirra á hinum ýmsu málum sveiflast oft til eins og strá í vindi.

Verður gaman að sjá viðbrögðin við þessari færslu, eitthvað segir mér að reynt verði að malda í móinn. Þó alltaf erfitt að verjast sannleikanum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Andri Heiðar Kristinsson

Andri bloggar....

Andri Heiðar Kristinsson
Andri Heiðar Kristinsson

Ég, hugsjónir mínar og pælingar um allt og ekkert...

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 20070

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband