Nýsköpun og stóriðja eiga samleið

Mikið er ég sammála Margréti um að 21. öldin eigi að snúast um mannauð, hugvit og nýsköpun. Hef sjálfur beitt mér mikið í þeim málum, þá helst með stofnun Innovit (www.innovit.is). Ég er hins vegar alls ekki sammála þeim málflutningi Margrétar og ýmissa annarra um að stóriðja og álver eigi ekki samleið með nýsköpun, hugviti og nýtingu mannauðs. Þvert á móti. Í góðu þjóðfélagi þurfa undirstöðurnar að vera margar, bæði á sviði iðnaðar og nýsköpunar. Það skapast líka ótal tækifæri til nýsköpunar í kringum stóriðjuna og álverin á Íslandi. Stór og smá fyrirtæki þjónusta álverin og framleiða nauðsynleg tæki. Vísindamenn og fyrirtæki keppast einnig við að þróa nýjar aðferðir til að framleiða ál og orku á hagkvæmari, umhverfisvænni og betri hátt en áður. Hvað er þetta annað en nýsköpun? Þetta mál snýst í mínum huga ekki bara um svart eða hvítt, ál eða nýsköpun. Ég segi bara eins og litli strákurinn í auglýsingunni góðu: "Mér finnst bara bæði betra"!


mbl.is Margrét: Stjórnmál 21. aldar snúast um mannauð, hugvit og nýsköpun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Andri Heiðar Kristinsson

Andri bloggar....

Andri Heiðar Kristinsson
Andri Heiðar Kristinsson

Ég, hugsjónir mínar og pælingar um allt og ekkert...

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband