Monaco er málið

Í gær bætti ég einu landi í viðbót í safnið og eru þau þá líklega að verða komin upp 40 talsins. Heimsótti Monaco, smáríki í Frakklandi sem telur um 32000 íbúa og nær yfir tveggja ferkílómetra landsvæði, sem er kannski svona eins og vesturbærinn sunnan hringbrautar! Það er skemmst frá því að segja að Monaco er orðið nýja uppáhaldslandið mitt. Ekkert smá gaman að koma þangað. Þrátt fyrir að landið sé lítið er umhverfið ótrúlega fallegt og margt að skoða. Stærsti kaktusagarður í Evrópu, kastalinn, snekkjuhöfnin, lúxushótelin, spilavítin og ótrúlegur fjöldi sportbíla er meðal þess sem hægt er að sjá í Monaco. Jafn marga Ferrari og Bentley blægjubíla hef ég aldrei áður séð á einum degi. Allt þetta er síðan umvafið háum og tignarlegum fjöllum til móts við Miðjarðarhafið.

Það skemmtilegasta fannst mér engu að síður bara að sitja úti á kaffihúsum með kaldan öl eða kokteil í hendi og horfa á og pæla í allri fólksflórunni á Monte Carlo höfðanum (þar sem spilavítin og lúxushótelin eru). Alveg augljóst hvað stéttaskiptingin var mikil, það sást langar leiðir hvort fólk var "venjulegir" túristar eða hvort það var af ríkum upper-class stéttum. Ég var að mínu mati alveg ágætlega smekklega klæddur fyrri hluta dagsins, í ljósbláum pólóbol og ljósum hnésíðum stuttbuxum og sandölum. Þessi klæðnaður dugði mér ekki langt í Monte Carlo. Var hvorki hleypt inn á flottasta hótelið (NB tveir Michelin veitingastaðir þar) né heldur inn í spilavítið. Ég fór því og skipti um föt, fór í svartar síðbuxur með broti og vel pússaða svarta skó, girti pólóbolinn ofan í buxurnar og setti upp sparibrosið. Nú var sko tekið betur á móti mér, dyravörðurinn á hótelinu bauð mig velkominn og opnaði fyrir mér dyrnar og spilavítið var heldur engin hindrun í þessu outfitti. Mjög gaman að koma inn í spilavítið þar sem kristalsljósakrónur, gullskreytingar, útskornar viðarskreytingar og gömul málverk prýddu veggina.

Að sjálfsögðu varð maður aðeins að gambla í spilavítinu, rifja upp gamla takta frá því í Las Vegas fyrir tveimur árum. Ávöxtunin varð í raun alveg ágæt, 40% hagnaður á einum og hálfum klukkutíma. Ágætis ársávöxtun það þó að upphæðirnar hafi nú ekki verið sérstaklega háar. Í eitt skiptið var ég bara sáttur við minn skerf þó ég hafi tapað þ.e. þegar ég lagði 30 Evrur á rauða litinn í rúllettu og svartur kom upp. Gaurinn við hliðana á mér veðjaði líka á rauða litinn en hann lagði litlar 5000 Evrur undir (tæp hálf milljón). Var mjög sáttur við að vera ekki hann!

Nóg komið um Monaco, í dag verður lífinu tekið með ró í húsinu okkar. Ætla reyndar að skutla Elfu systur á flugvöllin því hún fer heim til sín (til Berlínar) í dag. Styttist í að fríið taki enda og allt fari á milljón aftur heima á Íslandi.

Gleðilega páska!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þú gleymir að taka fram hverjum það er að þakka að þú græddir!! 

elfa (IP-tala skráð) 9.4.2007 kl. 07:37

2 Smámynd: Andri Heiðar Kristinsson

Já, og hverjum það er að kenna að ég græddi ekki meira!!

Andri Heiðar Kristinsson, 9.4.2007 kl. 09:58

3 identicon

"Já, og hverjum það er að kenna að ég græddi ekki meira!!"

- týpískt viðhorf hjá spilafíkli... 

Garðar (IP-tala skráð) 9.4.2007 kl. 21:21

4 Smámynd: Andri Heiðar Kristinsson

Hehe, hvað meinaru?? ....ég, nei :)

Andri Heiðar Kristinsson, 10.4.2007 kl. 15:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Andri Heiðar Kristinsson

Andri bloggar....

Andri Heiðar Kristinsson
Andri Heiðar Kristinsson

Ég, hugsjónir mínar og pælingar um allt og ekkert...

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband