22.4.2007 | 21:03
Vandræðalegt fyrir Ingibjörgu...
Það verður að viðurkennast að þessi tilkynning frá HR hlýtur að teljast frekar vandræðaleg fyrir Ingibjörgu Sólrúnu. Það er að að mínu mati algjört prinsip-mál að fyrirtæki, stofnun eða félag svo og þeir einstaklingar sem eru í forsvari eiga ekki að beita sér í pólitískum tilgangi. Þeir hafa að sjálfsögðu rétt á að styðja sinn málstað sem einstaklingar, en eiga alls ekki að nota starfstitil sinn til slíks brúks. Svafa Grönfeldt talaði um mikilvægi þess að votta jöfn laun í HR, sem mér finnst frábært hjá skólanum. Ingibjörg Sólrún snýr síðan út úr því og segir að Svafa sé sammála stefnu Samfylkingarinnar í þessum málaflokki. Vafasamur málflutningur í meira lagi, sér í lagi vegna þess að þarna er Ingibjörg að koma Svöfu í erfiða stöðu gegn hennar vilja.
Síðan gæti ég reyndar líka skrifað hér langan pistil (....en ætla að stilla því í hóf) um flokkssystur Ingibjargar, Dagnýju Ósk Aradóttur Röskvuliða og núverandi formann Stúdentaráðs. Hún flutti ræðu á landsþingi Samfylkingarinnar um daginn þar sem hún vonaðist eftir því að Samfylkingin kæmist til valda í vor - titlaði sig þar sem formann Stúdentaráðs og talaði fyrir hönd stúdenta. Það er alveg ljóst að hún talaði ekki í mínu umboði, né meirihluta stúdenta sem ekki kjósa Samfylkinguna skv. könnunum. Talsmaður stúdenta á að gæta hlutleysis á stjórnmálasviðinu á meðan hann berst fyrir hagsmunum stúdenta.
![]() |
Yfirlýsing frá Háskólanum í Reykjavík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Andri Heiðar Kristinsson
Tenglar
Ýmsar vefsíður
Hér getur að líta ýmsar vefsíður sem ég mæli með...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
godsamskipti
-
andres
-
arnih
-
astamoller
-
borgar
-
doggpals
-
ekg
-
einsidan
-
elinora
-
emils
-
erla
-
erlaosk
-
eyrun
-
ea
-
grazyna
-
gudbergur
-
gudfinna
-
hannesgi
-
heidamaria
-
helgahaarde
-
herdis
-
ingolfur
-
johannalfred
-
jonthorolafsson
-
kolbrunb
-
kristinhrefna
-
kristinmaria
-
magginn
-
maggaelin
-
mariagudjons
-
olofnordal
-
reynir
-
advocatus-diaboli
-
siggisig
-
stefaniasig
-
svansson
-
tomasha
-
vakafls
-
vilby
-
vkb
Athugasemdir
Var ekki verið að tala um launaleynd? Jafnlaunavottun hefur ekkert með það að gera. Jafnlaunavottun gengur út á það að votta, að allir deildarstjórar hafi sömu laun og allir deildarsérfræðingar hafi sömu laun. En í slíkri vottun kemur ekki fram að 8 af 10 deildarstjórum eru karlar en 9 af hverjum deildarsérfræðingum eru konur. Þetta kæmi fram, ef afnám launaleyndar nær fram að ganga.
Þetta dæmi mitt er skýringardæmi og hefur ekkert með HR að gera.
Nikulas
Nikulás Helguson (IP-tala skráð) 23.4.2007 kl. 00:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.