Frábær starfsandi skiptir öllu

Það er alltaf gaman að heyra þegar vel gengur hjá Google enda hef ég mikið álit á fyrirtækinu. Fyrir utan hversu vel fyrirtækið er að standa sig s.s. með leitarvélinni, Google-Earth og fleiru, þá kynntist ég Google aðeins af eigin raun fyrir tæpum tveimur árum. Ásamt samnemendum mínum heimsótti ég höfuðstöðvar Google í Silicon Valley í útskriftarferð rafmagns- og tölvuverkfræðinema í HÍ. Í ferðinni heimsóttum við mörg merkileg fyrirtæki eins og Cisco, Nasa, Intel ásamt Berkley og Stanford háskólum. Í mínum huga stóð heimsóknin til Google þó klárlega upp úr.

Ég hef alltaf haft mikla trú á því, alveg sama hvort um er að ræða fyrirtæki, nám eða hvers kyns félagsstarfssemi, að starfsandinn sé algjört lykilatriði til að ná árangri. Ef samstarfsfólk er ánægt með stöðu sína og líður vel, þá verður allt annað mun auðveldara. Í Google er starfsandinn ótrúlegur og þeir leggja allt í sölurnar til að starfsfólkinu líði vel - og því er treyst fullkomlega.

Í Google eru ekki stimpilklukkur, starfsólki er bara treyst til að skila sinni vinnu auk þess sem enginn fastur mætingartími eða vinnuskylda er. Einungis þarf fólk að afkasta sínum verkefnum.

Í höfuðstöðvum Google gildir svokölluð 100 feta regla sem þýðir að starfsmaður þarf hvergi að ganga meira en 100 fet (ca. 30 metra) til þess að komast í mat, kaffi eða snarl - að sjálfsögðu allt ókeypis fyrir starfsmenn.

Enginn stefna er um klæðnað starfsmanna, á göngum Google er jafnt jakkafataklætt fólk sem og fólk í stuttbuxum og sandölum.

Út um allt í höfuðstöðvum Google eru borðtennisborð og pool borð sem starfsmenn geta notað að vild í vinnutíma.

Í höfðustöðvum Google eru herbergi með rúmum svo fólk getur lagt sig, nuddarara sem hægt er að fá ókeypis tíma hjá, þvottavélar, barnapössun ....og einu sinni í viku kemur hárgreiðslustofa á stórum pallbíl í heimsókn til að klippa þá starfsmenn sem vilja.

Auk alls þess gildir svokölluð 20% regla hjá Google sem þýðir að 20% af þeim tíma sem starfsmenn eru að vinna mega þeir nota til að vinna að gæluverkefnum sínum - algjörlega frjálst. Þess má geta að mjög mörg vel heppnuð verkefni hjá Google hafa byrjað sem slíkar hugmyndir hjá starfsmönnum.

Já, og ekki má gleyma boltalandinu fyrir fullorðna (já, svona svipað og í IKEA). Sá einn starfsmann liggja í boltalandinu með fartölvuna sína!

Ég veit að þetta hljómar eins og algjör farsi og ekki líklegt umhverfi til árangurs hjá fyrirtæki! ....en ég sá þetta með eigin augum og árangur Google talar sínu máli.

Pant vinna hjá Google í framtíðinni Wink


mbl.is Google orðið verðmætasta vörumerki heims
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fyrst rætt er um 20% regluna er rétt að skjóta því að, að bæði gmail og google earth urðu til út úr þessum gæluverkefnum.

EllertH (IP-tala skráð) 23.4.2007 kl. 14:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Andri Heiðar Kristinsson

Andri bloggar....

Andri Heiðar Kristinsson
Andri Heiðar Kristinsson

Ég, hugsjónir mínar og pælingar um allt og ekkert...

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband