Bestu reglurnar fyrir hverja?

Ég hef oft velt því fyrir mér hversu mikið er að marka svona fréttir um rannsóknir héðan og þaðan um hvað sé gott og slæmt, hvað maður skuli gera og ekki gera. Gífurlegur fjöldi rannsóknar er gerður um allan heim á ári hverju og sitt sýnist yfirleitt hverjum. Sumar eru marktækar, sumar hlutlægar og margar jafnvel óskiljanlegar.

Í þessari frétt er sagt: "Íslenskar reglur um áfengi og neyslu þess eru með þeim skilvirkustu í heimi..."

Það vantar alveg að segja út frá hvaða forsendum íslensku reglurnar eru bestar og fyrir hverja, hvort sem slíkar útskýringar vantar í rannsóknina eða bara í fréttina.

Eru reglurnar bestar fyrir stjórnvöld, áfengisframleiðendur, unglinga, gamalmenni, AA-samtökin, áfengissjúklinga, skattgreiðendur, auglýsendur, hinn frjálsa markað eða fyrir hvern eru þessar reglur eiginlega bestar? Maður spyr sig.

Miðað við það að rannsóknin er unnin af vísindamönnum við læknaháskóla þá er kannski ekki ólíklegt að miðað sé út frá heilsu fólks. Er þá ekki bara best að banna áfengi alveg? En svo hef ég líka séð fréttir um að áfengi í hóflegu magni, s.s. rauðvínsglas eða bjór á dag sé góður fyrir heilsuna. Hvað á eiginlega að taka til bragðs?

Að mínu mati á að gefa verslun með áfengi frjálsa og selja léttvín og bjór í matvöruverslunum. Einnig þarf að lækka áfengiskaupaaldurinn niður í 18 ár, þ.e. þegar fólk verður sjálfráða. Hversu spaugilegt er að 18 ára gamall einstaklingur geti giftst en ekki keypt sér freyðivín í brúðukaupið og sami einstaklingur getur átt og rekið bar, selt áfengi á barnum, keypt áfengi af heildsölum í gegnum kennitölu fyrirtækisis síns ....en ekki farið sjálfur út í vínbúð og keypt sér bjór?

 


mbl.is Almenn áfengislöggjöf ein sú besta hér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið er ég sammála þér. Það á að sjálfsögðu að miða þetta allt við 18, bílprófsaldurinn líka.

Grétar Amazeen (IP-tala skráð) 25.4.2007 kl. 15:00

2 Smámynd: Emil Sigursveinsson

Úff.  Bílpróf og áfengi á sama degi.  Það getur ekki boðað gott.  

En ég er með eina svartsýna pælingu með að gera sölu á bjór og léttvíni frjálsa.  Get ég þá áfram keypt minn Newcastle Brown Ale í Bónus, eða þarf ég að gera mér ferð uppí Heiðrúnu og sérpanta hann af því að Vínbúðirnar lokuðu flestum verslunum sínum?  Ég ætla ekki að skipta yfir í Bónus-bjór!

Emil Sigursveinsson, 26.4.2007 kl. 19:15

3 Smámynd: Andri Heiðar Kristinsson

Blessaður Emil! Pant sömuleiðis ekki skipta yfir í Bónus-bjór! ....Ég held reyndar að við ættum ekki að þurfa að hafa miklar áhyggjur af þessu, ef vínbúðirnar loka spretta örugglega upp aðrar sem selja "alvöru bjóra" í staðinn. Ég var t.d. í venjulegri matvöruverslun í Frakklandi um daginn og þar var eitt mesta úrval af áfengi sem ég hef séð - mun meira en í Heiðrúnu okkar.

Andri Heiðar Kristinsson, 26.4.2007 kl. 22:56

4 identicon

Mér finnst giftingaaldursrökin ein leiðinlegustu rök í heimi. Maður hefur heyrt þau svo oft og þau eru alltaf jafn leiðinleg. Það giftir sig heldur enginn 18 ára.

Það er alveg eins hægt að beita sömu rökum fyrir hækkun giftingaaldurs. En það giftir sig enginn fyrir tvítugt þannig að það er ekki um raunverulegt vandamál að ræða. (auðvitað eru örfáir sem gifta sig fyrir tvítugt en ég hef allavega aldrei orðið var við að sá hópur fólks sé að eitthvað að kvarta yfir þessu títtnefnda vandamáli).

Mér finnst samt allt í lagi að lækka bjór og léttvíns aldur í 18 en set samt spurningamerki við sterk vín.

En á meðan sjoppur og búðir eru sífellt að brjóta af sér og selja tóbak til fólks án tóbakskaupaaldurs, þá finnst mér þeim ekki treystandi til að virða áfengisaldurstakmark. Eins leiðinlegt og það er.

Það þyrfti allavega hörð viðurlög sem taka áfengissölu leyfi af búðum sem gerast brotlegar gefa enga sénsa. Mér finnst líka að löggan eða einhver mætti senda eintakling án aldurs til að prófa hvort búðin selur honum, og svipta búðina leyfinu ef hún selur, þótt að þetta sé tálbeita (allavega meðan tálbeitan er ekki með vopn eða hóta ofbeldi eða einhverju svoleiðis).

Mér finnst að sama ætti að gilda með tóbakssöluleyfi. 

og þó að það sé til ein kjörbúð í Frakklandi með gott úrval af áfengi þá er það líklegast undantekning frekar en regla. Flestar kjörbúðir sem ég hef komið í í löndum (m.a. í Frakklandi) sem selja áfengi út í búð eru ekki með mikið úrval. En það er náttúrulega undir markaðunum komið hvernig þetta myndi þróast og það er tæplega ábyrgð stjórnvalda að passa upp á að landsmenn hafi greitt aðgengi að fjölbreyttu úrvali af áfengi. Þetta er samt líkleg þróun og ókostur en ef fólk er ósátt við úrvalið í kjörbúðum þá hefur það náttúrulega frelsið til að kaupa ekki áfengi í kjörbúð og fara í vínbúð. Framboð á úrval ætti að vera í samræmi við eftirspurn og fjöldi vínbúða einnig.

Orri (IP-tala skráð) 30.4.2007 kl. 07:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Andri Heiðar Kristinsson

Andri bloggar....

Andri Heiðar Kristinsson
Andri Heiðar Kristinsson

Ég, hugsjónir mínar og pælingar um allt og ekkert...

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 20141

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband