Af óábyrgum fjölmiðlum...

Ég hef almennt talið fjölmiðla á Íslandi mjög góða og hef talið trúverðugleika þeirra mikinn miðað við fjölmiðlabræður þeirra í ýmsum öðrum löndum. Á mjög stuttu tímabili undanfarna daga hefur fréttaflutningur fjölmiðla þó verið til skammar - og virðast þeir keppast um órökstuddu æsifréttirnar eins og verstu papparazziar að eltast við Hollywood stjörnurnar.

Það mætti halda að fjölmiðlar hefðu bara skilið heimavinnuna sína eftir á skrifborðinu, gleymt að staðfesta heimildir og kanna réttmæti frétta áður en þeim er skellt á forsíður blaða, í útvarp eða sjónvarpsþætti.

Nokkur dæmi:

1. Það varð uppi fótur og fit fyrir nokkrum dögum þegar blásið var út í fjölmiðlum að 180 manns hefðu veikst við Kárahnjúka. Málið talið svo alvarlegt að landlæknir var sendur á staðinn til að kanna það betur. Þegar landlæknir er kominn á staðinn kemur svo í ljós að einungis örfáir veiktust. Datt engum fjölmiðlamanni að staðfesta betur frásagnir um 180 veika manns áður en þessu var skellt í fjölmiðla? Það er síðan reyndar annað mál að þótt einungis fáir hafi veikst er málið mjög alvarlegt.

2. Mál Jónínu Bjartmarz og tengdadóttur hennar. Ég skal nú viðurkenna það að ég er nú enginn sérstakur stuðningsmaður Jónínu Bjartmarz. En hún verður nú samt að fá sanngjarna umfjöllun eins og allir aðrir þjóðfélagsþegnar. Þetta mál lyktar af kosningaundirróðri sem komið er undan rifjum andstæðinga hennar og miðað við þau svör sem Bjarni Ben og fleiri fulltrúar í alsherjarnefnd hafa komið með, sýnist mér ekki mikið athugavert við þetta mál. Tek undir með Tomma Hafliða : "Mér fannst umfjöllunin vera skjóta fyrst og spyrja svo". Þess fyrir utan var framkoma Helga Seljan í Kastljósinu fyrir neðan allar hellur og hreint út sagt dónaleg. Rökræður eru eitt - en dónaskapur annað.

3. Í nokkrum fjölmiðlum var það blásið út í gær að stjórnvöld væru búin að ákveða að selja Landsvirkjun og Kjartan Gunnarsson yrði ráðinn til að stýra fyrirtækinu. Þessi orð voru höfð uppi af einum manni og eru fyrir því engar aðrar heimildir. Ef menn geta sagt hvað sem er við fjölmiðlar - án þess að það sé stutt af fleiri heimildum eins og í þessu tilviki - og orð standa gegn orði - tel ég að fjölmiðlar þurfi að hugsa sinn gang. Ef einhver fótur væri fyrir þessu væri raunin önnur, en þar sem ég hef engar sannanir fyrir því að þessi saga sé sönn, né traustar heimildir tel ég augljóst að hér séu orð spunameistara á borði fjölmiðla - enda er heimildarmaðurinn svarinn andstæðingur núverandi ríkisstjórnar.

Hvar eru hlutlausu fjölmiðlarnir sem vinna heimavinnuna sína og ég get treyst á að fjalli um atburði líðandi stundar á málefnalegan hátt?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Einar Sverrisson

Jónína Bjartmarz heitir hún víst, ekki Jónína Ben.

En mikið er ég sammála þér með framferði fjölmiðlamanna. Mér er líka spurn, hvar og hvenær þurfa þeir að svara fyrir gjörðir sínar? Einhvern tímann fyrir löngu sá ég viðtal við fréttamann Stöðvar 2 sem lýsti því eitthvað á þá leið að menn yrðu ósnertanlegir, þeir hefðu svo mikil áhrif á þjóðfélagið. Ég vildi að ég gæti bent á þetta viðtal, man bara ekki hvar ég sá það.

Jón Einar Sverrisson, 3.5.2007 kl. 13:53

2 Smámynd: Andri Heiðar Kristinsson

hehe, í fljótfærni minni tókst mér að breyta Jónínu Bjartmarz málinu yfir í glænýtt mál Jónínu Ben ....spurning hvort fjölmiðlar blási þetta upp

En já, það væri gaman að sjá þetta viðtal sem þú nefnir Jón Einar!

Andri Heiðar Kristinsson, 3.5.2007 kl. 14:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Andri Heiðar Kristinsson

Andri bloggar....

Andri Heiðar Kristinsson
Andri Heiðar Kristinsson

Ég, hugsjónir mínar og pælingar um allt og ekkert...

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 20137

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband