9.5.2007 | 10:09
Aðstaða fyrir frumkvöðla og sprotafyrirtæki
Þessa dagana er um ákveðin tímamót að ræða hjá Innovit, þar sem við munum á næstunni ráða okkar fyrsta sumarstarfsmann til að vinna að nýsköpunarverkefni ásamt því að bjóða fyrstu einstaklingunum eða sprotafyrirtækinu ókeypis aðstöðu hjá okkur. Það er líka sérstaklega skemmtilegt að geta strax farið af stað, því upphaflegar áætlanir gerðu ekki ráð fyrir því að þetta yrði mögulegt fyrr en næsta sumar. Ég lauk í gær við að skrifa eftirfarandi fréttir á heimasíðu Innovit sem fara hér að neðan:
Aðstaða fyrir frumkvöðla og sprotafyrirtæki | |||||
Innovit mun nú í fyrsta sinn í sumar bjóða upp á vinnuaðstöðu fyrir frumkvöðla til að vinna að nýsköpunarverkefni, viðskiptaáætlun eða stofnun fyrirtækis. Skrifstofur Innovit eru staðsettar í Tæknigarði og mun Innovit bjóða upp á hefðbundna skrifstofuaðastöðu með tölvu- og símabúnaði, aðgangi að interneti, faxi, prentun og fundaraðstöðu. Auk þess munu starfsmenn Innovit vera til aðstoðar og ráðgjafar eftir þörfum. Í sumar verður boðið upp á 2-3 vinnuaðstöður og geta bæði einstaklingar og hópar sótt um að komast að. Vinnuaðastaðan verður kostuð af Innovit og ekki þarf að greiða leigu né standa straum af almennum skrifstofukostnaði. Aðstaðan verður veitt í þrjá mánuði í senn, frá 1. júní 2007, með möguleika á framlengingu að þeim tíma liðnum. Athugið að ekki er um launuð störf að ræða, heldur einungis skrifstofuaðstöðu. Öllum stendur til boða að sækja um umrædda aðstöðu, óháð menntun, menntastofnun eða fyrri reynslu. Við val á umsækjendum verður helst litið til eftirfarandi þátta: - Raunhæfi þess að arðbært fyrirtæki verði stofnað í kjölfarið. - Menntun, reynsla og framtíðaráform umsækjenda - Það er kostur ef verkefnið/hugmyndin hefur áður hlotið aðrar styrkveitingar - Frumkvæði og samskiptahæfileikar umsækjenda
|
Um bloggið
Andri Heiðar Kristinsson
Tenglar
Ýmsar vefsíður
Hér getur að líta ýmsar vefsíður sem ég mæli með...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 20254
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- godsamskipti
- andres
- arnih
- astamoller
- borgar
- doggpals
- ekg
- einsidan
- elinora
- emils
- erla
- erlaosk
- eyrun
- ea
- grazyna
- gudbergur
- gudfinna
- hannesgi
- heidamaria
- helgahaarde
- herdis
- ingolfur
- johannalfred
- jonthorolafsson
- kolbrunb
- kristinhrefna
- kristinmaria
- magginn
- maggaelin
- mariagudjons
- olofnordal
- reynir
- advocatus-diaboli
- siggisig
- stefaniasig
- svansson
- tomasha
- vakafls
- vilby
- vkb
Athugasemdir
Púkinn hefði viljað sjá svona fyrir 18 árum síðan þegar hann var að fara af stað með sitt fyrirtæki í smákompu í Tæknigarði, en þetta er gott mál.
Meira svona
Púkinn, 9.5.2007 kl. 16:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.