Varúð - Vinstri stjórn á ferð

Það er ein staðreynd sem mér finnst vera mjög merkilega í öllu því skoðanafargani sem hefur dunið á okkur landsmönnum undanfarið. Meira en helmingur þjóðarinnar vill að Sjálfstæðisflokkurinn verði áfram í stjórnarmeirihluta og einnig vill meirihlutinn að Geir H. Haarde verði áfram forsætisráðherra.

Ég er fullkomlega sammála þjóðinni í þessum efnum!

Spurningin er hins vegar þessi: Ef fólk vill Sjálfstæðisflokkinn í ríkisstjórn og Geir sem forsætisráðherra - af hverju ætla ekki allir í þessum sama hóp að setja X við D?

Ótrúlega margir virðast telja það næsta öruggt að Sjálfstæðisflokkurinn verði áfram í ríkisstjórn og halda að einungis sé kosið um það hvaða flokkur verði með Sjálfstæðisflokknum í ríkisstjórn. Þetta er kolrangt. Það er langt í frá gefið að Sjálfstæðisflokkurinn verði í ríkisstjórn ef kosningin verður ekki góð. Ef menn vilja Geir H. Haarde sem forsætisráðherra er alveg ljóst að það verður að kjósa hann.

Ef niðurstaðan verður eins og margar skoðanakannanir gefa til kynna síðustu daga er veruleg hætta á að vinstristjórn skjóti upp kollinum á Íslandi. Á morgun verður kosið um það hvaða einstaklingur mun leiða þjóðina á næsta kjörtímabili. Það verða allir Íslendingar að taka afstöðu á grundvelli eigin skoðana og kjósa eftir sinni sannfæringu.

Hérna koma leiðbeiningar:

 

Ef þú villt Geir H. Haarde sem forsætisráðherra - kjóstu X-D

Ef þú vilt Steingrím J. Sigfússon sem forsætisráðherra - kjóstu X-V

Ef þú vilt Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttir sem forsætisráðherra - kjóstu X-S

Ef þú vilt Jón Sigurðsson sem forsætisráðherra - kjóstu X-B

Ef þú vilt Guðjón Arnar Kristjánsson sem forsætisráðherra - kjóstu X-F

Ef þú vilt Ómar Ragnarsson sem forsætisráðherra - kjóstu X-I

 

Látum ekki blekkjast!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: krossgata

Þetta kemur til af því að fólk er að horfa á mismunandi hluti í mismunandi könnunum.  En auðvitað segir þetta ekkert að fólk vilji áfram sjálfstæðisflokkinn í meiri hluta - heldur að það telji að sjálfstæðisflokkurinn verði í meiri hluta (svona eins og ég man þetta).  Það er eitt að vilja og halda.

Ég tel svo að meira en helmingur þjóðarinnar vilji ekki sjálfstæðisflokkinn áfram, heldur sé Geir í röngum flokki. 

krossgata, 11.5.2007 kl. 13:16

2 Smámynd: Finnbogi Rúnar Andersen

Mér finnst það umhugsunarefni ef að Íslenskur almenningur vill halda Sjálfssæisflokknum við stjórnvölinn áfram og jafnvel efni í mannfræðirannsókn, það kann þó að stafa af því að mér virðist sem að það sé samantekin ráð hjá fjölmiðlum að nefna ekkert sem gæti komið Geir og Sjálfsstæðisflokknum illa og þeir átt erfitt með að svara fyrir, svo sem þjóðlendumál, vaxandi fátækt og margt fleira.

Finnbogi Rúnar Andersen, 11.5.2007 kl. 14:43

3 Smámynd: Andri Heiðar Kristinsson

Óskar: Ef við eigum það sameiginlegt að vera hægrisinnaðir þá get ég ekki áttað mig á því hvers vegna þú ætlar að kjósa Samfylkinguna. Ég er alveg sammála þér að ég vil ekki sjá stjórn með Framsókn og mín persónulega skoðun er raunar einnig að Samfylkingin sé besti kosturinn í stjórn með Sjálfstæðisflokknum.

Þú segir: "Vil einfaldlega að framsókn sé skipt út og mynduð stjórn S og D". Til þess að fá Sjálfstæðisflokkinn í ríkisstjórn er nauðsynlegt að hann fái góða kosningu, annars er ljóst að vinstri stjórn verður að veruleika þar sem formaður Samfylkingunnar hefur lýst því yfir að fyrst verði rætt við hina vinstri flokkana ef ríkisstjórnin falli.

Ef Framsóknarflokkurinn fær jafn lélega kosningu og kannanir gefa í skyn er ljóst að hann mun ekki fara í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum - sem er gott. Það er því mjög mikilvægt að Sjálfstæðisflokkurinn fái góða kosningu til þess að Geir H. Haarde fái stjórnarmyndunarumboðið og geti myndað ríkisstjórn með einum af hinum flokkunum. Ef Geir fær ekki stjórnarmyndunarumboðið, tel ég allar líkur á að hér verði vinstri stjórn að veruleika.

Andri Heiðar Kristinsson, 12.5.2007 kl. 09:59

4 identicon

Ég er sammála Óskari, þessi vinstristjórnargrýluáróður er kjánalegur. Svona aðferðir voru notaðar til að hræða börn í gamla daga.  Það er mér hulin ráðgáta að menn séu að beita þessum aðferðum í dag, nánast sorglegt. Hvernig hugsa þessir menn um fólkið sem þeir vilja fá til að kjósa sig....að þeir séu tómir vitl...??

Júlía (IP-tala skráð) 12.5.2007 kl. 12:34

5 Smámynd: Andri Heiðar Kristinsson

Það sem mér finnst kjánalegt er ef fólk ætlar að kjósa eftir því hvaða flokk það vill með Sjálfstæðisflokknum í stað þess að kjósa flokkinn sjálfan. Ég veit mörg dæmi um þessa skoðun, jafnvel á meðal flokksbundinna Sjálfstæðismanna.

Það er hægt að kalla þessa skoðun mína hvað sem er, grýluáróður eða hvað annað sem menn vilja. Þetta er einfaldlega staðreynd út frá mínum hugsjónum og ég stend engu að síður fast á þessari skoðun og tel það að það verði mikið óheillaspor ef þriggja flokka vinstristjórn verður niðurstaða kosninganna.

Andri Heiðar Kristinsson, 12.5.2007 kl. 13:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Andri Heiðar Kristinsson

Andri bloggar....

Andri Heiðar Kristinsson
Andri Heiðar Kristinsson

Ég, hugsjónir mínar og pælingar um allt og ekkert...

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 20118

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband