18.5.2007 | 10:37
Hákarlaferð til Þýskalands
Þeir sem mig þekkja vita að ég er fíkill í ferðalög, góðan mat, vín og góðan félagsskap. Þetta verður allt sameinað í góðri helgarferð til Þýskalands í lok júní. Ég, Magnús Már Einarsson, Kenneth Breiðfjörð og Sverrir Bollason hittumst í hádeginu á miðvikudag og skipulögðum hákarlaferðina svokölluðu, sem vonandi verður að árlegum viðburði. Við höfum allir starfað mikið saman í ýmsum félagsmálum innan verkfræðinnar og köllum okkur Hákarlana ....neinei, ekkert egó :D
Ég bara verð að deila með ykkur ferðaplaninu:
Fimmtudaginn 21. júní: Flogið til Munchen í Þýskalandi og gist þar fyrstu nóttina.
Föstudaginn 22. júní: Fyrri partinn ætlum við að njóta lífsins í Munchen, reyna að gerast menningarlegir og ef við gefumst upp á því verða bjórgarðarnir skoðaðir. Við erum búnir að leigja okkur Mercedes Bens bíl (Maggi beitti neitunarvaldi á aðrar bíla) og seinnipartinn á föstudeginum ætlum við að keyra um 100 km suður frá Munchen og gista á einhverju sveita-casino-i sem ég man ekki hvað heitir. Best að halda fast í Visa kortið...
Laugardagurinn 23. júní: Á laugardeginum er planið að keyra eitthvað um suður Þýskaland og er óráðið hvað við gerum um daginn. Um kvöldið munum við enda á Residenz Heinz Winkler og eigum pantað borð þar á þriggja stjörn Michelin veitingastað. Michelin stjörnugjöfin fyrir veitingastaði er sú virtasta í heiminum og þurfa veitingastaðir að vera með mjög háan standard, bara til að fá eina stjörnu (mest hægt að fá þrjár). Sem dæmi má geta þess að enginn veitingastaður á Íslandi fær svo mikið sem eina stjörnu. Þetta verður án efa mikil gourmet-upplifun. Hef borðað á þónokkrum Michelin stöðum en aldrei á þriggja stjörnu, svo þetta verður tær snilld :)
Á sunnudaginn munum við síðan keyra aftur til Munchen og fljúga heim á klakann.
Kominn með vatn í munninn....
Um bloggið
Andri Heiðar Kristinsson
Tenglar
Ýmsar vefsíður
Hér getur að líta ýmsar vefsíður sem ég mæli með...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
godsamskipti
-
andres
-
arnih
-
astamoller
-
borgar
-
doggpals
-
ekg
-
einsidan
-
elinora
-
emils
-
erla
-
erlaosk
-
eyrun
-
ea
-
grazyna
-
gudbergur
-
gudfinna
-
hannesgi
-
heidamaria
-
helgahaarde
-
herdis
-
ingolfur
-
johannalfred
-
jonthorolafsson
-
kolbrunb
-
kristinhrefna
-
kristinmaria
-
magginn
-
maggaelin
-
mariagudjons
-
olofnordal
-
reynir
-
advocatus-diaboli
-
siggisig
-
stefaniasig
-
svansson
-
tomasha
-
vakafls
-
vilby
-
vkb
Athugasemdir
Gaman að sjá að þú getur ennþá skrifað um eitthvað sem tengist hvorki sjálfstæðisflokknum né Ingibjörgu Sólrúnu Andri minn. Maður getur þó ekki farið fram á að þú skrifir heilan póst án þess að minnast á áfengi - enda er það algjör óþarfi...
Hlökkum til að fá þig í næstu viku, hvernig líst þér á Red Sox leik?
Garðar (IP-tala skráð) 18.5.2007 kl. 14:03
Hehe, já það þýðir víst lítið að beita sér í kosningalegu áróðursskyni lengur :)
Hlakka sömuleiðis til að kíkja í heimsókn. Líst ljómandi vel á Red Sox leik!
Andri Heiðar Kristinsson, 20.5.2007 kl. 14:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.