12.6.2007 | 00:07
Líf og fjör hjá Innovit
Það hefur verið líf og fjör hjá Innovit síðustu vikuna, enda eru fyrstu sprotafyrirtækin nú farin á fullt og því fjölmenni á skrifstofum Innovit á hverjum degi. Í dag kom síðan Magnús Már, verkefnisstjóri, aftur til starfa eftir útskriftarferð með véla- og iðnaðarverkfræðinemum til Þýskalands og Tælands. Frábært að fá Magga aftur til baka því verkefnin hafa hlaðist upp undanfarið og stefnir í mjög annasama tíma framundan hjá okkur. Mjög góðar fréttir bárust okkur í lok síðustu viku, en þá bættist við stór meginbakhjarl Innovit. Við munum þó að öllum líkindum bíða með að tilkynna um bakhjarla okkar til haustsins, eða þegar gengið hefur verið formlega frá samningum við alla aðila.
Í þessari viku er það helst á dagskránni að á morgun munum við Maggi sækja daglangt námskeið um umsóknir lítilla og meðalstórra fyrirtækja í 7. rammaáætlun ESB en það er mjög mikilvægt fyrir okkur að vera vel inni þeim málum, bæði fyrir Innovit, sem og varðandi ráðgjöf fyrir sprotafyrirtæki sem við aðstoðum. Miðvikudagurinn mun síðan að mestu fara í ráðstefnu á vegum Norrænu nýköpunarmiðstöðvarinnar sem staðsett er í Oslo, en fulltrúar hennar verða staddir hér á landi í vikunni. Í lok vikunnar er stefnan loks sett á að hefja af krafti undirbúning viðamikillar árlegrar keppni í gerð viðskiptaáætlana sem verður kynnt í haust og mun fyrsta keppnin fara fram í byrjun árs 2008.
Um bloggið
Andri Heiðar Kristinsson
Tenglar
Ýmsar vefsíður
Hér getur að líta ýmsar vefsíður sem ég mæli með...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 20254
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- godsamskipti
- andres
- arnih
- astamoller
- borgar
- doggpals
- ekg
- einsidan
- elinora
- emils
- erla
- erlaosk
- eyrun
- ea
- grazyna
- gudbergur
- gudfinna
- hannesgi
- heidamaria
- helgahaarde
- herdis
- ingolfur
- johannalfred
- jonthorolafsson
- kolbrunb
- kristinhrefna
- kristinmaria
- magginn
- maggaelin
- mariagudjons
- olofnordal
- reynir
- advocatus-diaboli
- siggisig
- stefaniasig
- svansson
- tomasha
- vakafls
- vilby
- vkb
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.