7.6.2007 | 20:59
Eiga menn þá ekki að borga tekjuskatt?
Jæja, þar fóru plönin um að gera kaupréttarsamninga við Innovit út um þúfur....
Ekki það að ég hafi gert marga kaupréttasamninga um ævina og sé því sérfróður um þessi mál. En samkvæmt minni vitneskju hafa menn hingað til einungis greitt fjármagnstekjuskatt af hagnaði kaupréttasamninga, enda í eðli sínu einungis hagnaður af hlutabréfakaupum.
Þessi dómur hlýtur að þýða að menn þurfi héðan í frá að greiða 35% tekjuskatt af þessum hagnaði í stað þess að greiða einungis fjármagnstekjuskattinn, ekki satt? Hvað segja annars lögfróðir menn, eru svona dómar afturvirkir?
Kaupréttarsamningar eru hluti af launum samkvæmt dómi Hæstaréttar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.6.2007 | 20:37
Réttur maður í starfið
Enn berast góðar fréttir af Þorsteini Inga. Hann er að mínu mati mjög vel að þessu starfi kominn og ég tel að hann eigi eftir að gera góða hluti fyrir íslensk sprotafyrirtæki og stuðningsumhverfi þeirra í hinu nýja starfi. Fyrir utan að vera mikill hugmyndasmiður og nýsköpunarfrömuður býr hann yfir mjög öflugu innlendu og alþjóðlegu tengslaneti sem er lykilatriði í starfi sem þessu. Hann hefur einnig gott lag á að laða til sín gott fólk, treysta því og draga fram það besta í hverjum og einum. Það er þó missir af Hallgrími Jónassyni sem verið hefur forstjóri Iðntæknistofnunar. Ég hef kynnst honum aðeins í gegnum starf mitt hjá Innovit undanfarið og þar er einnig mjög hæfur maður á ferð.
Einnig frábært að alls hafi 36 manns sótt um stöðuna. Greinilega mikill áhugi hjá fólki fyrir því að hafa áhrif á nýsköpunarumhverfi Íslands, því það er næsta víst að forstjórar ríkisstofnana eru ekki með svipuð laun og forstjórar í einkabransanum!
Þorsteinn Ingi Sigfússon ráðinn forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.6.2007 | 14:41
Fyrstu sprotafyrirtækin koma sér fyrir hjá Innovit
Nú er að færast fjör í leikinn hjá Innovit Var rétt í þessu að birta eftirfarandi frétt á heimasíðu Innovit:
"Þann 25. maí síðastliðinn rann út umsóknarfrestur um aðstöðu fyrir sprotafyrirtæki hjá Innovit. Þrátt fyrir að tækifærið hafi borið skjótt að og umsóknarfrestur hafi einungis verið 11 dagar var eftirspurn eftir aðstöðunni mjög mikil. Alls bárust á annan tug umsókna um skrifstofuaðstöðuna, bæði frá einstaklingum og hópum. Miðað við fjölda umsókna á þessum stutta tíma er ljóst að mikil nýsköpun er í gangi í þjóðfélaginu og eftirspurn eftir þjónustu og stuðningi Innovit er mikil. Margar mjög góðar og fjölbreyttar viðskiptahugmyndir var að finna á meðal umsókna og hefði þurft að lágmarki þrefalt stærri aðstöðu til að styðja við allar þær viðskiptahugmyndir sem uppfylltu kröfur Innovit. Í sumar fá þrjú sprotaverkefni aðstöðu hjá Innovit, auk þess sem starfsmenn Innovit munu sjálfir vinna af krafti að uppbyggingu stuðningsumhverfis fyrir sprotafyrirtæki á fyrstu stigum þeirra. Aðstaða fyrir sprotafyrirtæki hjá Innovit er frumkvöðlunum að kostnaðarlausu.
Hér að neðan getur að líta þá sprota sem hafa hlotið aðstöðu og ráðgjöf hjá Innovit, en eins og sjá má verður líf og fjör á næstu mánuðum:
Prófsteinn er hugbúnaðarfyrirtæki sem sérhæfir sig í framkvæmd og skipulagningu prófana, hvort sem er við þróun hugbúnaðar eða innleiðingu nýrra lausna með áherslu á sjálfvirkar prófanir.
Lifandi list er fyrirtæki sem mun framleiða, útgefa og markaðssetja lifandi myndefni og listaverk fyrir ýmis sýningartæki og miðla.
ICCE - Icelandic Carbon Credit Exchange er nýsköpunarverkefni unnið í samstarfi við Þorstein Inga Sigfússon, prófessor, og Nýsköpunarsjóð námsmanna um rannsókn og undirbúning að stofnun íslenskrar viðskiptastofu með kolefniskvóta."
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.6.2007 | 10:56
Viðburðarík vika að baki
Síðasta vika er búin að vera mjög viðburðarík og að venju hefur maður ekki setið auðum höndum
Eftir að ég kom heim frá Boston hefur verið mjög mikið að gera hjá Innovit, enda er Magnús Már, samstarfsfélagi minn ennþá erlendis og ég því einn að stýra skipinu. Vikan einkenndist af heljarinnar fundasúpu með tilheyrandi hlaupum á milli staða þegar tíminn var hvað minnstur. Meðal annar tók ég viðtal við á annan tug umsækjenda um skrifstofuaðstöðu hjá Innovit í sumar. Það var mjög gaman að taka þessi viðtöl, enda var um að ræða mjög áhugavert fólk sem er að fara að stofna ný fyrirtæki. Margar frábærar hugmyndir sem fólk kom með og ég get sagt ykkur að valið á milli hópa var MJÖG ERFITT. Ljóst að við hefðum þurft að þrefalda aðstöðuna hjá okkur til þess að geta tekið við öllum sem uppfylltu okkar kröfur. Niðurstaðan varð sú að tvær mjög frambærilegar viðskiptahugmyndir eru grunnurinn að fyrstu sprotafyrirtækjunum sem fá aðstöðu hjá Innovit. Það verður því mikið um að vera hjá Innovit í sumar.
Um helgina var síðan slegið á létta strengi með góðum hópi Vökuliða. Hin árlega vorferð Vöku var farin til Vestmannaeyja og ekki hægt að segja annað en ferðin hafi verið tær snilld. Mótttökur Eyjamanna voru alveg stórkostlegar svo lítið sé sagt. Takk kærlega fyrir helgina Vökuliðar!
Merkilegt hvað fyrir-hádegis mánudagar eftir svona ferð eru afkastalitlir ....best að fara að vinna og gera eitthvað af viti
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.5.2007 | 13:50
Til hamingju Ragnar og Mbl.is !
Glæsilegur árangur hjá Ragnari, til hamingju með þetta!
Á síðustu 15 árum hefur verið gríðarlegur uppgangur í skylmingaíþróttinni á íslandi og er það að mestu leiti að þakka búlgarska skylmingameistaranum Nikolay Mateev sem kom hingað til landsins fyrir um 15 árum. Þrátt fyrir að íslendingar hafi áður unnið til verðlauna á sambærilegum mótum, náð góðum árangri á heimsmeistaramótum, unnið tugi norðurlandameistaratitla og nokkrir íslendingar náð inn á topp 100 stigalistann í heiminum hefur lítið sem ekkert verið fjallað um þennan glæsilega árangur í fjölmiðlum. Það er því mjög gaman að sjá frétt sem þessa á forsíðu mbl.is - vona að ég sjái meira af því að slíkum fréttum verði gerð mannsæmandi skil í fjölmiðlum, því það eru ekki mjög margar íþróttagreinar sem við Íslendingar erum jafn góðir í á alþjóðlegan mælikvarða.
Ragnar Ingi vann heimsbikarmót í Finnlandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.5.2007 | 15:27
Frábærri Bostonferð að ljúka
Tíminn er alltof fljótur að líða. Eftir rúman klukkutíma þarf ég víst að fara út á flugvöll og þar verður stefnan tekin aftur heim á klakann. Þessir fáu dagar hér í Boston eru búnir að vera algjör snilld.
Á fimmtudagsmorgninum byrjaði ég á því að funda með tveimur merkum mönnum í MIT háskóla, en annar þeirra mun koma til Íslands í haust í boði Innovit. Fundurinn gekk mjög vel, en á honum lögðum við upp drög að dagskrá og ræddum nokkur önnur mál. Heimsóknin sem verður dagana 9. og 10. október er því óðum að taka á sig mjög glæsilega mynd.
Eftir fundinn á fimmtudagsmorgun hitti ég Olgu og Garðar og við tókum lífinu með ró í glampandi sólskini. Eyddum mestum hluta dagsins í að rölta um miðbæinn í Boston, sitja á útikaffihúsum og veitingastöðum skoða mannlífið. Lífið eins og það á að vera!
Á föstudagsmorgninum ákváðum við að leggja af stað í smá ferðalag. Við leigðum bíl og lögðum af stað áleiðis til Cape Cod, sem er flói í um tveggja klst. fjarlægð frá Boston. Þar er mikið af litlum smábæjum sem eru vinsælir ferðamannastaðir fyrir Bandaríkjamenn. Skoðuðum okkur um í nokkrum bæjum og enduðum síðan í mjög skemmtilegum bæ sem heitir Provincetown eða P-Town eins og hann er kallaður.
Þessi bær er gríðarlega líflegur, mikið af flottum veitingastöðum, skemmtistöðum og sérstaklega fjölbreytt mannlíf. Staðurinn er mjög sérstakur fyrir eitt, þarna blómstrar samfélag samkynhneigðra og koma samkynhneigðir víða að úr Bandaríkjunum til að skemmta sér þarna á sumrin. Þegar við þrjú, ég, Garðar og Olga byrjuðum að spjalla við fólk þarna gerði það ósjálfrátt bara ráð fyrir því að ég og Garðar værum par og Olga vinkona okkar - en ekki kærastan hans Garðars. Við komumst síðan fljótt að því að þessa helgina var sérstök lesbíuhelgi, enda voru kynjahlutföllin í bænum allt annað en 50/50. Spurning hvað feministarnir segja við þessu? .....Allavega, get sagt ykkur að það var soldið spes að vera kannski inni á skemmtistað sem var nánast fullur af konum og ekki svo mikið sem ein þeirra einu sinni leit á mann
Í gær tók síðan við afslöppun á ströndinni á Cape Cod ásamt tilheyrandi sólbrunum íslendinga. Ég slapp reyndar alveg við sólbrunann en hið sama er ekki hægt að segja um vini mína Olgu og Garðar. Sérstaklega var Garðar eins og rauða spjaldið í ofurstærð eftir daginn Í gærkvöldi fórum við síðan niður á Newbury street í Boston, sem er mjög lífleg gata með litlum verslunum og veitingastöðum, og borðuðum síðstu kvöldmáltíðina á góðum Tapas stað.
Í einu orði sagt mikil upplifun og frábær ferð í alla staði! Jæja, flug eftir þrjá tíma - best að fara að pakka
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.5.2007 | 23:00
Ráðið í sumarstarf við nýsköpun
Gleymdi víst að setja þessa frétt frá Innovit inn á bloggið í fyrradag....
"Í dag var gengið frá ráðningu í sumarstarf Innovit við nýsköpun. Verkefnið er samstarfsverkefni Innovit og Þorsteins Inga Sigfússonar, prófessors, og er styrkt af Nýsköpunarsjóði námsmanna. Starfið felst í undirbúningi og gagnaöflun varðandi stofnun íslenskrar viðskiptastofu með kolefniskvóta. Mikil aðsókn var eftir sumarstarfinu og í síðustu viku fóru fram starfsviðtöl við alla umsækjendur. Í starfið var ráðin Berglind Arnarsdóttir hagfræðingur sem nú leggur lokahönd á meistarnám í hagfræði við Háskóla Íslands. Berglind er einnig með próf í verðbréfamiðlun og hefur m.a. starfað hjá samkeppniseftirlitinu, SPH verðbréfum og Frjálsa Fjárfestingabankanum. Innovit býður Berglindi hjartanlega velkomna til starfa og þakkar um leið öllum umsækjendum fyrir þann mikla áhuga sem þeir sýndu."
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.5.2007 | 03:15
Skemmtilegt ferðalag til Boston
Núna er ég staddur heima hjá vinum mínum Olgu og Garðari í Boston! Flaug þangað seinnipartinn í dag og verð hjá þeim fram á sunnudag. Tilgangur ferðarinnar er tvíþættur, annars vegar er ég að fara á fund á morgun með Kenneth P. Morse, framkvæmdastjóra MIT entrepreneurship center, til að ræða væntanlega heimsókn hans til Íslands í október - eftir fundinn í fyrramálið ætla ég hins vegar bara að skoða mig um í Boston, slappa af og njóta lífsins í góðra vina hópi.
Flugferðin til Boston í dag tók óvænta en mjög skemmtilega stefnu. Þar sem ég var að ferðast einn eins og svo oft áður sá ég fyrir mér klassíska flugferð: Lesa blöðin, vinna í tölvunni og jafnvel kíkja í bók. Þegar ég kom inn í vélina hitti ég hins vegar Helgu Lilju, vinkonu mína síðan úr MH sem ég hafði ekki séð í líklega fimm eða sex ár. Skemmtileg tilviljun að hún var akkúrat á leiðinni ein út að hitta vini sína sem einnig eru að læra í Boston University - eins og Olga og Garðar.
Þetta gerði flugferðina mun skemmtilegri - ótrúlega gaman að hitta Helgu Lilju aftur og við gátum svo sannarlega rifjað upp skemmtilega tíma og spjallað um allt það sem okkar skrautlegi vinahópur afrekaði í MH "back in the days". Sönnuðum það líka að við höfum líklega litlu gleymt í öldrykkjunni frá því í MH Semsagt, hin skemmtilegasta flugferð og góð byrjun á helgarferðinni til Boston.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.5.2007 | 12:43
Ætli ríkisstjórnin verði svona?
Jæja, maður verður nú að giska á hverjir verða ráðherrar og hverjir ekki. Hérna kemur mín ágiskun....
Ég held að ráðuneytin muni verða óbreytt núna fyrstu tvö árin en eftir það verði ráðuneytum fækkað. Ef ég fengi enhverju ráðið myndi ég breyta ráðuneytunum þannig að:
Iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti yrði skipt upp. Iðnaðarráðuneytis hlutinn yrði sameinaður með sjávarútvegsráðuneytinu og landbúnaðarráðuneytinu í eitt Atvinnumálaráðuneyti.
Viðskiptaráðuneytið fer síðan saman með dóms- og kirkjumálaráðuneytinu (og hugsanlega samgöngu líka) og úr því yrði eitt Innanríkisráðuneyti.
Ríkisstjórnin fyrstu tvö árin verður síðan á þessa leið ef ég reynist sannspár...
Forsætisráðherra: Geir H. Haarde
Utanríkisráðherra: Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Sjávarútvegsráðherra: Einar K. Guðfinnsson
Iðnaðar- og viðskiptaráðherra: Össur Skarphéðinsson
Menntamálaráðherra: Ágúst Ólafur Ágústsson
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra: Guðlaugur Þór Þórðarson
Félagsmálaráðherra: Katrín Júlíusdóttir
Landbúnaðarráðherra: Björn Bjarnason
Fjármálaráðherra: Árni M. Matthiesen
Dóms- og kirkjumálaráðherra: Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
Umhverfisráðherra: Jóhanna Sigurðardóttir
Samgönguráðherra: Kristján L. Möller
Þess má geta að Katrín Júlíusdóttir er á listanum hjá mér vegna þess að Samfylking er búin að gefa það út að jafn margir kven- og karlráðherrar verði í ríkisstjórn. Ef svo væri ekki teldi ég líklegast að Björgvin G. Sigurðsson kæmi í staðinn (hugsanlega yrði þá ráðherraskipan eitthvað breytt). Sturla verður síðan forseti alþingis.
Svo er bara að bíða og sjá
Formenn ræða við þingmenn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.5.2007 | 13:37
Sigurpartý í kvöld
Nú er liðin tæplega vika frá því að við Sjálfstæðismenn unnum stórsigur í alþingiskosningunum. Við erum með 25 þingmenn og þar af eru 10 nýjir. Við getum verið stolt af þessum glæsilega árangri.
Heimdallur býður öllum þeim ungu sjálfstæðismönnum sem lögðu hönd á plóg í baráttunni í fögnuð í Húsi Verslunarinnar í kvöld, föstudag milli kl. 22 og 24. Ætlunin er að skála fyrir sigrinum og klára bjórinn sem eftir er úr baráttunni.
Hlakka til að sjá þig!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Andri Heiðar Kristinsson
Tenglar
Ýmsar vefsíður
Hér getur að líta ýmsar vefsíður sem ég mæli með...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 20254
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- godsamskipti
- andres
- arnih
- astamoller
- borgar
- doggpals
- ekg
- einsidan
- elinora
- emils
- erla
- erlaosk
- eyrun
- ea
- grazyna
- gudbergur
- gudfinna
- hannesgi
- heidamaria
- helgahaarde
- herdis
- ingolfur
- johannalfred
- jonthorolafsson
- kolbrunb
- kristinhrefna
- kristinmaria
- magginn
- maggaelin
- mariagudjons
- olofnordal
- reynir
- advocatus-diaboli
- siggisig
- stefaniasig
- svansson
- tomasha
- vakafls
- vilby
- vkb