Vandræðalegt fyrir Ingibjörgu...

Það verður að viðurkennast að þessi tilkynning frá HR hlýtur að teljast frekar vandræðaleg fyrir Ingibjörgu Sólrúnu. Það er að að mínu mati algjört prinsip-mál að fyrirtæki, stofnun eða félag svo og þeir einstaklingar sem eru í forsvari eiga ekki að beita sér í pólitískum tilgangi. Þeir hafa að sjálfsögðu rétt á að styðja sinn málstað sem einstaklingar, en eiga alls ekki að nota starfstitil sinn til slíks brúks. Svafa Grönfeldt talaði um mikilvægi þess að votta jöfn laun í HR, sem mér finnst frábært hjá skólanum. Ingibjörg Sólrún snýr síðan út úr því og segir að Svafa sé sammála stefnu Samfylkingarinnar í þessum málaflokki. Vafasamur málflutningur í meira lagi, sér í lagi vegna þess að þarna er Ingibjörg að koma Svöfu í erfiða stöðu gegn hennar vilja.

Síðan gæti ég reyndar líka skrifað hér langan pistil (....en ætla að stilla því í hóf) um flokkssystur Ingibjargar, Dagnýju Ósk Aradóttur Röskvuliða og núverandi formann Stúdentaráðs. Hún flutti ræðu á landsþingi Samfylkingarinnar um daginn þar sem hún vonaðist eftir því að Samfylkingin kæmist til valda í vor - titlaði sig þar sem formann Stúdentaráðs og talaði fyrir hönd stúdenta. Það er alveg ljóst að hún talaði ekki í mínu umboði, né meirihluta stúdenta sem ekki kjósa Samfylkinguna skv. könnunum. Talsmaður stúdenta á að gæta hlutleysis á stjórnmálasviðinu á meðan hann berst fyrir hagsmunum stúdenta.


mbl.is Yfirlýsing frá Háskólanum í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Póstlisti Innovit

Fyrir áhugasama sem vilja fylgjast með starfi Innovit þá hefur verið stofnaður póstlisti Innovit og er hægt að skrá sig á heimsíðunni okkar www.innovit.is. ....Alveg róleg samt, ég lofa að spamma ykkur ekki með póstum því stefna okkar er að senda bara út ca. einn póst eða fréttabréf í mánuði :)


Bolvíkingur vikunnar

Magnús Már góðvinur minn og samstarfsfélagi er Bolvíkingur vikunnar. Til hamingju Maggi!

http://vikari.is/index.php?tree=17&page=17&ad=gr&id=2232


BEST á Íslandi fær fulla aðilda að evrópsku móðursamtökunum!

Í dag er frábær dagur í sögu BEST á Íslandi (Board of European Students of Technology). Á aðalfundi félagsins í Frakklandi var fyrir rúmri klukkustund kosið um hvort aðildarfélagið á Íslandi hlyti fulla aðild að evrópsku móðursamtökunum sem samanstanda af um 70 háskólum í 30 evrópulöndum og ná til 500.000 nemenda! Tillagan sem borin var upp af tækniháskólanum í Trondheim var samþykkt með 62 atkvæðum gegn 1. Í kvöld verður svo sannarlega skálað í Kampavíni, enda er tveggja ára undirbúningsvinna nú að skila sér Smile Til hamingju BEST og nemendur í Háskóla Íslands!

Leyfi mér síðan að skella hér með fréttatilkynningunni sem ég var að senda út fyrir þá sem vilja lesa meira....

"BEST á Íslandi fær fulla aðild að evrópsku móðursamtökunum

Á aðalfundi evrópsku BEST samtakanna í Frakklandi í dag var kosið um hvort aðildarfélag BEST í Háskóla Íslands fengi fulla aðild að samtökunum. Á aðalfundinum eiga kosningarétt tveir fulltrúar frá 29 evrópulöndum auk alþjóðstjórnar BEST. Tillaga þess efnis um að Ísland fengi fulla aðild að samtökunum var borin upp af BEST samtökum tækniháskólans í Trondheim í Noregi og var samþykkt með 62 atkvæðum gegn einu, tveir sátu hjá. Með þessu lýkur tæplega tveggja ára undirbúningi að þessum tímamótaafanga í sögu félagsins á Íslandi.

Umsóknarferli BEST er töluvert flókið og eru miklar kröfur gerðar til aðildarfélaga og eru einungis örfá ný aðildarfélög í evrópskum háskólum sem hljóta inngöngu ár hvert. Sumarið 2005 stofnaði hópur verkfræði og raunvísindanema félag innan Háskóla Íslands og hóf undirbúningsvinnu við aðildarumsókn að evrópsku BEST samtökunum. Í lok sumars lauk hópurinn viðamikilli umsóknarbeiðni sem innihélt skýrslu um starfsemi Háskólans, markmið aðildarfélagsins og framtíðarsýn upp á tæplega 50 blaðsíður. Um miðjan nóvember sama ár samþykkti forsendafundur BEST umsóknarbeiðnina og fékk íslenska félagið því meðlimsstöðuna áhorfshópur (e. Observer group). Í kjölfarið hóf félagið á Íslandi formlega starfsemi sína og hefur vegur félagsins verið upp á við frá þeim tíma. Meðal annars hefur félagið staðið fyrir tveimur alþjóðlegum námskeiðum, annars vegar um vetnisframleiðslu og hins vegar um vatnsaflsvirkjanir sem nokkur hundruð evrópskir nemendur hafa sótt um að taka þátt í. Á aðalfundi BEST í Belgíu árið 2006 var samþykkt að íslenska aðildarfélagið yrði uppfært í umsóknarferlinu. Nú ári seinna á aðalfundi félagsins hlaut félagið fulla aðild, að uppfylltum ströngum skilyrðum.

BEST (Board of European Students of Technology) eru evrópsk samtök háskólanema í tæknigreinum. Alls eru 70 evrópskir háskólar í 30 löndum aðilar að samtökunum og ná þau til um 500.000 nemenda í Evrópu. Megintilgangur BEST er að bjóða nemendum aðildarháskólanna upp á aukreitis menntun í formi stuttra námskeiða ásamt því að gefa nemendum tækifæri á að kynnast menningu og tungumálum annarra þjóða." 

 

 


Nýsköpun

Í dag birtist á vísindavefnum svar mitt við spurningunni: Hvað er nýsköpun? Lesa má svarið í heild sinni á http://visindavefur.hi.is/?id=6601

Loforðafyllerí Samfylkingarinnar

Að vissu leiti hefur verið mjög áhugavert að fylgjast með kosningabaráttu Samfylkingarinnar undanfarið. Í öllum málaflokkum hefur öllu fögru verið lofað. Mörg af loforðunum eru góð og gild og ég sammála ýmsum en ósammála öðrum. Það væri ekkert athugavert við þetta ef þau væru að lofa nokkrum atriðum og benda á hvar þeirra áherslur liggja. Þau virðast hinsvegar bara lofa nákvæmlega öllu. Engu er forgangsraðað og þau ætla bara að gera allt! Ég vildi óska að heimurinn virkaði svona.

Á málfundi um efnahagsstjórn hjá Samfylkingunni um daginn var ríkisstjórnin harðlega gagnrýnd fyrir skort á aðhaldi í ríkisrekstrinum. Þá er eðlilegt að maður spyrji hvað þetta loforðaflóð Samfylkingarinnar muni kosta og hvar þeir ætli að fá pening til að borga brúsann? ....sérstaklega í ljósi þessa mikla aðhalds í ríkisrekstri sem er predikaður á sama tíma. Á ég sem skattgreiðandi að borga hærri skatta? Alveg ómögulega takk fyrir.

Sem kjósandi hlýtur að teljast eðlilegt að ég spyrji þessara spurninga. Ég verð að viðurkenna að ef ég á að velja á milli flokks á loforðafylleríi, sem á líklega eftir að vakna upp með hressilega timburmenn verði flokkurinn kosinn, eða flokks sem lofar færru, forgangsraðar, setur sér raunhæf markmið og stendur síðan við þau þá verður valið ekki erfitt í vor.


Gleðilegt sumar

Í gærkvöldi var sumarið kvatt með virkilega vel heppnuðu partýi ungra Sjálfstæðismanna á skemmtistaðnum Deco. Staðurinn var fullur út úr dyrum og stemningin eftir því. Slíkt partý kallar maður góðan vorfyrirboðaSmile Í dag verður síðan opnun kosningamiðstöðvarinnar okkar í húsi verslunarinnar. Opnunin verður milli kl. 15 og 17 í dag og eru að sjálfsögðu allir velkomnir.

Það eina sem ég get kveinkað mér yfir akkúrat núna er gluggaveðrið. Vissulega flott veður út um gluggann en um leið og maður stígur fæti út þá langar mann mest aftur upp í sófa, hjúfra sig undir teppi og setja dvd í tækið...

Gleðilegt sumar!


Góður Þorsteinn!

Það er ekki annað hægt en að óska Þorsteini til hamingju með þessi glæsilegu verðlaun! Ég hef kynnst Þorsteini ágætlega undanfarið, en hann hefur verið einn af okkar helstu ráðgjöfum úr röðum prófessora í Háskóla Íslands varðandi stofnun Innovit (www.innovit.is). Við munum einnig að öllum líkindum hefja undirbúning að stofnun mjög spennandi fyrirtækis ásamt Þorsteini nú í sumar. Ljóstra þó að sjálfsögðu viðskiptahugmyndinni ekki upp í bili Smile Ég hef aldrei kynnst manni sem framleiðir góðar hugmyndir í jafn mikilli færibandavinnslu og Þorsteinn, það er alveg magnað.

Til hamingju!


mbl.is Þorsteinn: Mun hugsanlega kaupa mér vetnisbíl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enginn verkfræðingur á Alþingi

....Er heitið á Deiglugrein sem mun birtast eftir mig kl. 12:30 í dag (miðvikudag) á vefritinu www.deiglan.com

Endilega kíkið á greinina!


Penninn mundaður í dag...

Dagurinn í dag verður líklega ekki mikil undantekning frá öðrum dögum ....pritty busy Smile. Fór snemma af stað, var bókaður á fund kl. 08:00 í morgun. Verð að viðurkenna að í mínum bókum telst það til frekar ókristilegs fundartíma, enda vita þeir sem mig þekkja að ég vinn best seint á kvöldin.

Auk þess að skipuleggja partýið á morgun ætla ég að munda pennan í dag. Þarf að skrifa þrjá greinar sem allar eru mjög áhugaverðar að mínu mati. Í fyrsta lagi þá var ég beðinn um að svara spurningunni "Hvað er nýsköpun" fyrir vísindavefinn. Í öðru lagi þá var ég beðinn um að skrifa smá pistil um skiptingu fjármagns háskólans niður á deildir (sem má alveg bæta) í Sálu, blað sálfræðinema. Í þriðja lagi þá ætla ég að skrifa Deiglupistil sem birtist í fyrramálið, en þar ætla ég að fjalla um af hverju ENGINN þingmaður er með verkfræðimenntun. Það verður að viðurkennast að mér finnst það merkileg staðreynd!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Andri Heiðar Kristinsson

Andri bloggar....

Andri Heiðar Kristinsson
Andri Heiðar Kristinsson

Ég, hugsjónir mínar og pælingar um allt og ekkert...

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband