16.4.2007 | 22:53
Fleiri partý!
Alltaf gott að hafa nóg af partýum ....og ekki skemmir nú fyrir ef ekki þarf að borga fyrir veigarnar! Vona að ég sjái sem flesta á miðvikudaginn (Ath. almennur frídagur á fimmtudag).
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
16.4.2007 | 17:00
Innovit flytur í stærra húsnæði
Þar sem ég er framkvæmdastjóri Innovit og fréttir af Innovit segja mikið um hvað ég hef fyrir stafni dags daglega er ég að hugsa um að byrja bara á því að copy-paste-a allar fréttir af Innovit heimasíðunni inn á þetta blogg. Engar áhyggjur af því að allt muni hér flæða í fréttum, því við höfum þá stefnu hjá Innovit að birta bara fréttir svona ca. vikulega eða sjaldnar ....þegar eitthvað merkilegt er að frétta :) Hér kemur frétt sem birtist á heimasíðunni í dag. Tóm gleði!
"Nýverið var starfsemi Innovit flutt í nýtt og stærra skrifstofurými og hafa starfsmenn Innovit unnið að því að koma sér þar fyrir í síðustu viku. Nýja skrifstofan er einnig staðsett á þriðju hæð í Tæknigarði og mun heimilisfang Innovit því ekki breytast við flutninginn. Nýja skrifstofurýmið er mun rýmra en fyrri skrifstofa Innovit og hefur Innovit nú aðstöðu til að bjóða fyrstu ungu frumkvöðlunum vinnuaðstöðu í sumar. Í upphaflegum áætlunum var ekki gert ráð fyrir að slíkt yrði mögulegt fyrst um sinn og eru þessar fréttir því mjög góð tíðindi fyrir unga frumkvöðla í háskólanámi. Gert er ráð fyrir að hægt verði að bjóða 3-4 einstaklingum aðstöðu hjá Innovit í sumar."
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
15.4.2007 | 17:13
Geir H. Haarde í fótspor Johnny Cash
Fyrr í dag lauk landsfundi Sjálfstæðismanna í Laugardalshöllinni. Þetta var minn fyrsti landsfundur og ég get ekki annað en verið mjög ánægður með helgina. Bæði var frábær stemmning meðal fólksins ásamt því sem ég er að mjög sáttur við stefnuna sem þar var mótuð. Auðvitað alltaf einhver atriði sem betur mega fara, en á heildina litið er ég mjög sáttur. Það sem kom mér skemmtilega á óvart var hversu auðvelt var að hafa áhrif á málefnin. Þar sem málefnanefndir innan flokksins höfðu verið að störfum í einhvern tíma fyrir landsfundinn og undirbúið ályktanir átti ég frekar von á því að litlu yrði breytt frá þeim og málin keyrð að mestu óbreytt í gegn. Þetta var heldur betur ekki raunin og mjög auðvelt var að hafa áhrif á gang mála, bæði á nefndarfundum og í stóra salnum þar sem ályktanirnar voru endanlega samþykktar með kosningu. Ég sat í vísinda- og nýsköpunarnefnd og var þar unnið mjög gott starf. Ég kom með þónokkrar breytingatillögur og viðbætur og voru þær langflestar samþykktar. Hið besta mál.
En snúum okkur nú að fyrirsögninni! ....Geir Haarde, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, kom skemmtilega á óvart á landsfundarhófinu í gær sem haldið var á Broadway. Hann fær klárlega nokkur plúsa í kladdann hjá mér fyrir að vippa sér upp á svið, taka míkrafóninn og syngja einsöng fyrir viðstadda! Gerði sér lítið fyrir og söng tvö lög, annað þeirra eftir mikinn meistara, Johnny Cash. Verð að viðurkenna að þetta var bara helvíti flott hjá kallinum og á hann klárlega hrós skilið fyrir þessa nýju hlið!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.4.2007 | 02:55
Busy dagur á morgun (í dag)
Sé fram á busy en góðan dag á morgun! Wake-up eftir innan við fimm tíma og ég ennþá í fullu fjöri á skrifstofunni. Á morgun fer landsfundur Sjálfstæðismanna á fullt skrið, ungir sjálfstæðismenn halda partý í Þróttarheimilinu, mér er boðið í tvöfalt þrítugsafmæli, mun halda fyrilestur sem ber heitið "Backtesting HS and EWMA risk forecasting model" (hljómar líklega eins og ég skilji mikið í þessu ) í námskeiðinu Smíði áhættulíkana, auk þess sem to-do listinn á morgun er orðinn ansi þéttur fyrir Innovit og unga Sjálfstæðismenn, en fyrir þá sem ekki hafa heyrt af því þá er ég kosningastjóri ungra í Reykjavík fyrir komandi alþingiskosningar.
Good day ahead....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.4.2007 | 23:43
Partý á föstudaginn!
Bloggar | Breytt 12.4.2007 kl. 00:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.4.2007 | 13:35
Falskt flugöryggi
Þegar þetta er skrifað er ég eins og nokkuð oft áður staddur í ca. 38 þúsund feta hæð. Nú sem oft áður þegar ég er á flugi verður mér hugsað til allra þeirra öryggisráðstafana sem viðhafðar eru í kringum flugferðir. Ég verð að viðurkenna að ég verð alltaf nett pirraður á öllum þessum reglum sem sífellt verða strangari og strangari. Í dag keypti mamma tvo osta og ætlaði að taka með sér heim frá Frakklandi. Annar var mjúkur, hinn harður. Það er skemmst frá því að segja að mjúki osturinn fékk ekki að fara með í flugið. Harði osturinn fékk hins vegar flugleyfi. Eftir því sem takmörkuð efnafræðikunnáta mín segir til um eru bæði til sprengiefni í fljótandi formi sem og föstu formi. Kannski var harði osturinn hennar mömmu sprengiefni en ekki sá mjúki. Ef svo er mun enginn nokkurn tíman lesa þessa færslu. Í dag var ég líka stoppaður á Kastrup flugvelli vegna þess að samtals voru töskurnar okkar nokkrum kílóum of þungar. Fékk með engu móti að tékka síðustu töskuna inn með hinum og þurfti því bara að taka hana með sem handfarangur! Spurning hvort heildarþungi vélarinnar hafi verið minni fyrir vikið, maður spyr sig.
Ég hef löngum haldið því fram að allar þessar ströngu öryggisreglur veiti falskt flugöryggi. Margar þeirra hafa einnig annaðhvort verið talsvert vanhugsaðar eða einungis sparnaðaraðgerðir flugfélaga í dulargervi sem öryggisráðstafanir. Hér eru nokkur dæmi:
Dæmi 1: Ég man að ég velti oft fyrir mér örygginu í því þegar Icelandair hætti að nota stálhnífapör í flugvélunum eftir hryðjuverkaárásirnar 11. sept. og bar fyrir sig öryggisástæðum. Á sama tíma borðaði maður með stálhnífapörum í Leifsstöð eftir öryggistékkið. Spurning hvort flugfreyjurnar hefðu tekið eftir því að ég hefði stungið stálhnífapörunum í handfarangurinn?
Dæmi 2: Eitt sinn rétt fyrir jólin var ég að koma heim, man ekki hvaðan, og hafði keypt jólagjöf handa einhverri konu, ætli það hafi ekki verið systir mín. Hafði semsagt keypt einhverskonar snyrtisett sem innihélt krem, ilmvatn og einhverja smáhluti svosem naglaskæri. Skemmst frá því að segja að pakkinn var opnaður og naglaskærin tekin úr snyrtisettinu. Að þessu var síðan hlegið á jólunum. Ef ég ætlaði mér að ræna flugvél, þá er næsta víst að ég kæmist ekki langt með naglaskærunum. Í fríhöfninni get ég hins vegar hæglega keypt mér líters flösku af vodka. Hana get ég síðan notað sem vopn á tvennan hátt, brotið botninn af flöskunni og ógnað starfsfólki flugvélarinnar með henni eða jafnvel búið til ágætis monotovkokteil og þá yrði nú uppi fótur og fit í flugvélinni. Spurning hvort er nú hættulegra, naglaskærin sem ég má ekki taka með eða vodkaflaskan sem ég má taka með? Flugöryggi?
Dæmi 3: Ég hef alltaf spurt mig að því líka af hverju má taka nánast allt með í ferðatöskuna sem ekki má taka með í handfarangri, s.s. vökva. Það er alveg ljóst að ef ég ætlaði á annað borð að sprengja upp flugvél, myndi ég ekki taka sprengjuna með í handfarangur! Ég hef fyrir því ágætis heimildir um að öryggisleitin sé mun léttvægari fyrir töskurnar sem eru tékkaðar inn. Ef ég ætlaði í alvörunni að sprengja flugvél er ég sannfærður um að það væri í raun lítið mál. Svona myndi ég líklega fara að því: Ég á víst að vera kominn með háskólagráðu í rafmagns- og tölvuverkfræði þannig að ég hlyti að geta búið sjálfur til lítinn þráðlausann sendi (t.d. dulbúinn sem vasadiskó) sem myndi kveikja á sprengjunni. Þar sem ég kann ekki sjálfur nóg í efnafræði myndi ég kíkja á netið eða fá hana Helgu Dögg vinkonu mína og Ólympíufara í efnafræði í lið með mér. Hún kann pottþétt að búa til sprengiefni sem við myndum síðan dulbúa sem mjúka ostinn sem ekki fékk að fara í handfarangri. Síðan myndi ég bara sitja rólegur í flugvélinni með þráðlausa sendinn minn .....búmm!
Getur svosem vel verið að þetta sé ekki alveg svona auðvelt, en ég er engu að síður sannfærður um það að þetta væri vel hægt væri viljinn fyrir hendi. My point is: Margar af þessum öryggisráðstöfunum eru mjög vafasamar.
Síðan má í lokin spyrja af hverju ekki megi nota GSM síma í flugi. Eftir því sem ég best veit hafa ENGAR rannsóknir sýnt fram á að farsímar rugli mælitæki flugvéla.
Fyrir þá sem nenntu að lesa þetta til enda: Góða ferð í næsta flug J
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.4.2007 | 16:18
Páskafríið á enda
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.4.2007 | 12:55
Monaco er málið
Í gær bætti ég einu landi í viðbót í safnið og eru þau þá líklega að verða komin upp 40 talsins. Heimsótti Monaco, smáríki í Frakklandi sem telur um 32000 íbúa og nær yfir tveggja ferkílómetra landsvæði, sem er kannski svona eins og vesturbærinn sunnan hringbrautar! Það er skemmst frá því að segja að Monaco er orðið nýja uppáhaldslandið mitt. Ekkert smá gaman að koma þangað. Þrátt fyrir að landið sé lítið er umhverfið ótrúlega fallegt og margt að skoða. Stærsti kaktusagarður í Evrópu, kastalinn, snekkjuhöfnin, lúxushótelin, spilavítin og ótrúlegur fjöldi sportbíla er meðal þess sem hægt er að sjá í Monaco. Jafn marga Ferrari og Bentley blægjubíla hef ég aldrei áður séð á einum degi. Allt þetta er síðan umvafið háum og tignarlegum fjöllum til móts við Miðjarðarhafið.
Það skemmtilegasta fannst mér engu að síður bara að sitja úti á kaffihúsum með kaldan öl eða kokteil í hendi og horfa á og pæla í allri fólksflórunni á Monte Carlo höfðanum (þar sem spilavítin og lúxushótelin eru). Alveg augljóst hvað stéttaskiptingin var mikil, það sást langar leiðir hvort fólk var "venjulegir" túristar eða hvort það var af ríkum upper-class stéttum. Ég var að mínu mati alveg ágætlega smekklega klæddur fyrri hluta dagsins, í ljósbláum pólóbol og ljósum hnésíðum stuttbuxum og sandölum. Þessi klæðnaður dugði mér ekki langt í Monte Carlo. Var hvorki hleypt inn á flottasta hótelið (NB tveir Michelin veitingastaðir þar) né heldur inn í spilavítið. Ég fór því og skipti um föt, fór í svartar síðbuxur með broti og vel pússaða svarta skó, girti pólóbolinn ofan í buxurnar og setti upp sparibrosið. Nú var sko tekið betur á móti mér, dyravörðurinn á hótelinu bauð mig velkominn og opnaði fyrir mér dyrnar og spilavítið var heldur engin hindrun í þessu outfitti. Mjög gaman að koma inn í spilavítið þar sem kristalsljósakrónur, gullskreytingar, útskornar viðarskreytingar og gömul málverk prýddu veggina.
Að sjálfsögðu varð maður aðeins að gambla í spilavítinu, rifja upp gamla takta frá því í Las Vegas fyrir tveimur árum. Ávöxtunin varð í raun alveg ágæt, 40% hagnaður á einum og hálfum klukkutíma. Ágætis ársávöxtun það þó að upphæðirnar hafi nú ekki verið sérstaklega háar. Í eitt skiptið var ég bara sáttur við minn skerf þó ég hafi tapað þ.e. þegar ég lagði 30 Evrur á rauða litinn í rúllettu og svartur kom upp. Gaurinn við hliðana á mér veðjaði líka á rauða litinn en hann lagði litlar 5000 Evrur undir (tæp hálf milljón). Var mjög sáttur við að vera ekki hann!
Nóg komið um Monaco, í dag verður lífinu tekið með ró í húsinu okkar. Ætla reyndar að skutla Elfu systur á flugvöllin því hún fer heim til sín (til Berlínar) í dag. Styttist í að fríið taki enda og allt fari á milljón aftur heima á Íslandi.
Gleðilega páska!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
6.4.2007 | 20:24
Tvískinnungsháttur VG
Ég er líklega frekar seinn með fréttirnar en ég var að sjá þessa frétt núna áðan. Mér finnst þetta frekar mögnuð frétt, raunar alveg ótrúleg miðað við hversu reiður og sár Steingrímur J. varð eftir Kryddsíldina frægu sem var studd af Alcan. Síðan fer hann sjálfur og biður um styrk frá þeim fyrir VG! Sjálfum finnst mér það alveg sjálfsagt að Alcan eða önnur fyrirtæki styðji sjónvarpsþætti, stjórnmálaflokka eða hvert annað málefni eða félag. Hins vegar finnst mér stjórmálamaður eins og Steingrímur sem hefur jafn mikinn tvískinnungshátt á í málefnum sem þessum ekki jafn gott mál. Þetta mál kemur mér líka merkilega mikið á óvart, því ég hef alla tíð borið mikla virðingu fyrir Steingrími J. sem stjórmálamanni þrátt fyrir að ég hafi yfirleitt verið ósammála honum málefnalega séð. Steingrímur hefur nefnilega yfirleitt staðið fast á sínu og verið samkvæmur sjálfum sér sem ekki er hægt að segja um alla þingmenn. Hins vegar merkilega mikið af góðum málum í gegnum tíðina sem Steingrímur hefur verið á móti svo sem bjórnum, EES og einkavæðingu bankanna. Það dylst líklega engum hvað þessi mál hafa gert mikið fyrir þjóðfélagið sem við búum í.
VG óskuðu eftir fjárstuðningi Alcan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.4.2007 | 20:08
Rauði dregillinn í Cannes
Svo maður haldi nú ferðasögunni við þá fórum við til Nice í gær og lentum þar í einni mestu umferðarteppu sem ég hef séð á ævinni og eru þær nú ekki ófáar! Engu að síður var gaman að kíkja þangað, keyrðum líka aðeins lengra í áttina til Monaco og kíktum á strönd í litlum fjalla/strand-bæ sem ég veit ekki hvað heitir. Í dag var það slappelsi við sundlaugina fyrri partinn en seinnipartinn skruppum við unga fólkið í ferðinni (Ég, Anný, Elfa og Kristinn Smári) til Cannes. Kann vel við mig í Cannes, fannst borgin soldið vera eins og mini útgáfa af Barcelona, stemmningin og umhverfið að mörgu leiti svipað. Tókum því annars bara rólega í Cannes, röltum um þröng strætin í miðbænum, kíktum í búðirnar og sátum úti á kaffihúsi. Að sjálfsögðu var þó stoppað og smellt af einni mynd af okkur á rauða dreglinum þar sem kvikmyndahátiðið fræga er haldin árlega. Á morgun er síðan planið að kíkja til Monaco....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Andri Heiðar Kristinsson
Tenglar
Ýmsar vefsíður
Hér getur að líta ýmsar vefsíður sem ég mæli með...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- godsamskipti
- andres
- arnih
- astamoller
- borgar
- doggpals
- ekg
- einsidan
- elinora
- emils
- erla
- erlaosk
- eyrun
- ea
- grazyna
- gudbergur
- gudfinna
- hannesgi
- heidamaria
- helgahaarde
- herdis
- ingolfur
- johannalfred
- jonthorolafsson
- kolbrunb
- kristinhrefna
- kristinmaria
- magginn
- maggaelin
- mariagudjons
- olofnordal
- reynir
- advocatus-diaboli
- siggisig
- stefaniasig
- svansson
- tomasha
- vakafls
- vilby
- vkb