Rauði dregillinn í Cannes

Svo maður haldi nú ferðasögunni við þá fórum við til Nice í gær og lentum þar í einni mestu umferðarteppu sem ég hef séð á ævinni og eru þær nú ekki ófáar! Engu að síður var gaman að kíkja þangað, keyrðum líka aðeins lengra í áttina til Monaco og kíktum á strönd í litlum fjalla/strand-bæ sem ég veit ekki hvað heitir. Í dag var það slappelsi við sundlaugina fyrri partinn en seinnipartinn skruppum við unga fólkið í ferðinni (Ég, Anný, Elfa og Kristinn Smári) til Cannes. Kann vel við mig í Cannes, fannst borgin soldið vera eins og mini útgáfa af Barcelona, stemmningin og umhverfið að mörgu leiti svipað. Tókum því annars bara rólega í Cannes, röltum um þröng strætin í miðbænum, kíktum í búðirnar og sátum úti á kaffihúsi. Að sjálfsögðu var þó stoppað og smellt af einni mynd af okkur á rauða dreglinum þar sem kvikmyndahátiðið fræga er haldin árlega. Á morgun er síðan planið að kíkja til Monaco....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Andri Heiðar Kristinsson

Andri bloggar....

Andri Heiðar Kristinsson
Andri Heiðar Kristinsson

Ég, hugsjónir mínar og pælingar um allt og ekkert...

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 20106

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband