Færsluflokkur: Bloggar

Af óábyrgum fjölmiðlum...

Ég hef almennt talið fjölmiðla á Íslandi mjög góða og hef talið trúverðugleika þeirra mikinn miðað við fjölmiðlabræður þeirra í ýmsum öðrum löndum. Á mjög stuttu tímabili undanfarna daga hefur fréttaflutningur fjölmiðla þó verið til skammar - og virðast þeir keppast um órökstuddu æsifréttirnar eins og verstu papparazziar að eltast við Hollywood stjörnurnar.

Það mætti halda að fjölmiðlar hefðu bara skilið heimavinnuna sína eftir á skrifborðinu, gleymt að staðfesta heimildir og kanna réttmæti frétta áður en þeim er skellt á forsíður blaða, í útvarp eða sjónvarpsþætti.

Nokkur dæmi:

1. Það varð uppi fótur og fit fyrir nokkrum dögum þegar blásið var út í fjölmiðlum að 180 manns hefðu veikst við Kárahnjúka. Málið talið svo alvarlegt að landlæknir var sendur á staðinn til að kanna það betur. Þegar landlæknir er kominn á staðinn kemur svo í ljós að einungis örfáir veiktust. Datt engum fjölmiðlamanni að staðfesta betur frásagnir um 180 veika manns áður en þessu var skellt í fjölmiðla? Það er síðan reyndar annað mál að þótt einungis fáir hafi veikst er málið mjög alvarlegt.

2. Mál Jónínu Bjartmarz og tengdadóttur hennar. Ég skal nú viðurkenna það að ég er nú enginn sérstakur stuðningsmaður Jónínu Bjartmarz. En hún verður nú samt að fá sanngjarna umfjöllun eins og allir aðrir þjóðfélagsþegnar. Þetta mál lyktar af kosningaundirróðri sem komið er undan rifjum andstæðinga hennar og miðað við þau svör sem Bjarni Ben og fleiri fulltrúar í alsherjarnefnd hafa komið með, sýnist mér ekki mikið athugavert við þetta mál. Tek undir með Tomma Hafliða : "Mér fannst umfjöllunin vera skjóta fyrst og spyrja svo". Þess fyrir utan var framkoma Helga Seljan í Kastljósinu fyrir neðan allar hellur og hreint út sagt dónaleg. Rökræður eru eitt - en dónaskapur annað.

3. Í nokkrum fjölmiðlum var það blásið út í gær að stjórnvöld væru búin að ákveða að selja Landsvirkjun og Kjartan Gunnarsson yrði ráðinn til að stýra fyrirtækinu. Þessi orð voru höfð uppi af einum manni og eru fyrir því engar aðrar heimildir. Ef menn geta sagt hvað sem er við fjölmiðlar - án þess að það sé stutt af fleiri heimildum eins og í þessu tilviki - og orð standa gegn orði - tel ég að fjölmiðlar þurfi að hugsa sinn gang. Ef einhver fótur væri fyrir þessu væri raunin önnur, en þar sem ég hef engar sannanir fyrir því að þessi saga sé sönn, né traustar heimildir tel ég augljóst að hér séu orð spunameistara á borði fjölmiðla - enda er heimildarmaðurinn svarinn andstæðingur núverandi ríkisstjórnar.

Hvar eru hlutlausu fjölmiðlarnir sem vinna heimavinnuna sína og ég get treyst á að fjalli um atburði líðandi stundar á málefnalegan hátt?

Framkvæmdastjóra frumkvöðlaseturs MIT boðið til Íslands

Ég var að ljúka við að skrifa meðfylgjandi frétt á vefsíðu Innovit (www.innovit.is) og deili henni hér með ykkur....

"Dagana 9. - 10. október næstkomandi mun Kenneth P. Morse, framkvæmdastjóri frumkvöðlaseturs MIT háskóla, sækja Ísland heim. Kenneth, sem kemur til landsins í boði Innovit, mun halda fyrirlestur um frumkvöðlastarfsemi og aðstoða við áframhaldandi uppbyggingu stuðningsumhverfis fyrir sprotafyrirtæki sem og uppbyggingu öflugs tengslanets á milli frumkvöðla og fjárfesta. Kenneth P. Morse er raðfrumkvöðull sem sjálfur hefur stofnað fjögur bandarísk hátæknifyrirtæki sem hafa farið á markað eða runnið saman við önnur fyrirtæki. Auk þess hefur hann mikla reynslu af því að aðstoða frumkvöðla, en frá því að Kenneth tók við stöðu framkvæmdastjóra frumkvöðlaseturs MIT háskóla hefur starfsemi setursins margfaldast. Kenneth er vel þekktur fyrirlesari og ráðgjafi á meðal stjórnenda og fyrirtækja og heldur fjölmörg erindi um allan heim ár hvert. Skrifað hefur verið um, og vitnað í Kenneth í fjölmörgum ritum, meðal annars Wall Street Journal, Financial Times, Economist og Red Herring.

Umfjöllun um Kenneth P. Morse á heimasíðu frumkvöðlaseturs MIT:
Ken Morse is a serial entrepreneur, having played a key role in launching several high-tech start-ups, including 3Com Corporation, Aspen Technology, an expert systems company, and a biotech firm. Ken's batting average is 0.833: five of his start-ups went public or were successfully merged; one was a complete disaster. As head of the MIT Entrepreneurship Center, Ken is responsible for inspiring, training, and coaching new generations of entrepreneurs from all parts of MIT. Ken has been profiled and quoted in numerous publications, including the Wall Street Journal, Financial Times, Economist, and Red Herring.

Since Ken joined the MIT Entrepreneurship Center in 1996, the number of students taking Entrepreneurship Courses has increased from 220 to 1,500 per year while the number of professors and lecturers has grown from two to thirty. He has raised $ 20+ million endowment for the E-Center. Ken was named “Education All Star” by Mass High Tech magazine. Ken serves as an advisor to China Capital Ventures, LLC, Darby Overseas Investments, Ltd., PolyTechnos Venture-Partners GmbH, and SINTEF A/S. He has been an instructor in sales at the Munich Entrepreneur Academy for several years and has taught a global sales strategies workshop in several European cities. Ken, an American, is a member of the Council on Foreign Relations, the Cercle Royal Gaulois Artistique & Littéraire (Brussels), and the Quissett Yacht Club. He speaks fluent French and some Chinese. He is a Visiting Professor at the University of Ulster. When he is not helping young companies to succeed, Ken enjoys sailing his wooden boat with his family around Cape Cod."


Vel gert hjá Lárusi

Það verður mjög gaman að fylgjast með framvindu þessa máls frá öllum hliðum. Helstu spurningunum sem ég læt ósvarað eru:

Verður stefna Glitnis í raun óbreytt eins og ný stjórn gefur til kynna?

Hvað gerir Bjarni Ármannsson?

Sameinast Glitnir og Kaupþing?

Eða er líklegra að það verði Glitnir og BYR, þar sem Þorsteinn M. Jónsson er tengdur BYR?

Bjarni hefur náð að skapa sér mikið traust meðal fjárfesta og erlendra matsfyrirtækja og er sá íslenski bankastjóri sem hefur verið lang mest í erlendum fjölmiðlum. Nær Lárus að feta í fótspor hans og ávinna sér þetta traust?

Ein létt að lokum.... hvað heldur fólk að Lárus sé gamall? Jú, gott fólk - útlitið blekkir. Lárus er fæddur 1976 og því ekki nema 31 árs gamall. Mjög vel af sér vikið að komast í bankastjórastöðu svo ungur!

Bara sex ár til stefnu... Wink

 


mbl.is Lárus tekur við af Bjarna sem forstjóri Glitnis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er tannheilsuvandamálið alvöru kosningamál?

Það sem oft er mest spennandi í hverjum kosningum áður en slagurinn raunverulega hefst, er hver helstu baráttumál kosninganna verða. Þessa dagana virðist sem tannheilsumál barna sé eitt af helstu málunum amk. hjá sumum flokkum. Ég er alveg sammála því að það megi taka betur á þessum málum í okkar þjóðfélagi. Enda eru alltaf einhver verkefni til að leysa í öllum löndum. Ef verkefnin yrðu kláruð gætu stjórnmálamenn einfaldlega bara pakkað saman og hætt - enda verki þeirra lokið.

Það sem mér finnst hins vegar merkilegra, er að ef þetta tannheilsuvandamál er stóra vandamálið í þjóðfélaginu, þá hljótum við einfaldlega að vera í ótrúlega góðum málum. Í öðrum löndum eru helstu kosningamálin mál á  borð við atvinnuleysi, efnahagsmál, menntamál, fátækt og svo mætti lengi telja. Á morgun er 1. maí, baráttudagur verkalýðsins. Á þeim degi fyrir um 15-20 árum síðan börðust menn harkalega fyrir því hreinlega að fá vinnu. Í dag er atvinnuleysi ekkert (skv. kenningum hagfræðinnar er ca. 1% atvinnuleysi skilgreint sem ekkert atvinnuleysi þar sem það fer ekki lægra). Menn berjast í staðinn fyrir ódýrari tannlæknum! Gaman væri að vita hvort þýskir stjórnmálamenn, þar sem atvinnuleysi er umtalsvert, fengju mörg atkvæði fyrir að berjast fyrir ódýrari tannlækningum.

Að mínu mati erum við á Íslandi almennt í ótrúlega góðum málum og þurfum að halda áfram á þeirri braut.

 


Frelsið

....Er að finna á www.frelsi.is, kosningasíðu ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík sem var opnuð í gær.


Atvinnumótmælendur

Það er sjálfsagður réttur allra að mótmæla því sem þeir telja vera rangt og að sjálfsögðu á fólk að koma skoðun sinni til skila ef svo er. Ég virði því fullkomlega íslenska mótmælendur sem mótmæla framkvæmdum á hálendinu eða öðrum málum, þó ég sé reyndar alls ekki alltaf sammála þeim en það er önnur saga.

Ég á hins vegar erfitt með að skilja atvinnumótmælendur, þ.e. fólk sem eyðir mestöllum tíma sínum í að ferðast um heiminn og mótmæla hinu og þessu, hér og þar, án þess þó oft að vita mikið um hverju nákvæmlega verið er að mótmæla - að því er mér virðist. Mótmæli bara til að mótmæla eru ekki trúverðug. Talsvert af því fólki sem hefur verið að mótmæla við Kárahnjúka er einmitt í þessum hópi. Þessi afmarkaði hópur finnst mér ekki vera mjög sannfærandi, fólk sem margt hefur aldrei komið til Íslands áður. Ég myndi persónulega taka meira mark á fámennum hópi íslendinga sem þekkja landið okkar en stórum mótmælendahópi sem er útþynntur með erlendum atvinnumótmælendum.

Ætli maður geti einhversstaðar pantað sér mótmælendur? Blokkin mín er til dæmis aðeins farin að láta á sjá að utan, væri kannski fínt að fá nokkra út í garð í sumar til að mótmæla framkvæmdaleysi húsfélagsins Grin


mbl.is Lögregla biður landsmenn að taka fréttum frá mótmælendum með gagnrýnum huga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fleiri XD partý :)

Hver þarf ekki ástæðu til að kíkja upp úr bókunum á föstudaginn......

auglysing_profaparty


Bestu reglurnar fyrir hverja?

Ég hef oft velt því fyrir mér hversu mikið er að marka svona fréttir um rannsóknir héðan og þaðan um hvað sé gott og slæmt, hvað maður skuli gera og ekki gera. Gífurlegur fjöldi rannsóknar er gerður um allan heim á ári hverju og sitt sýnist yfirleitt hverjum. Sumar eru marktækar, sumar hlutlægar og margar jafnvel óskiljanlegar.

Í þessari frétt er sagt: "Íslenskar reglur um áfengi og neyslu þess eru með þeim skilvirkustu í heimi..."

Það vantar alveg að segja út frá hvaða forsendum íslensku reglurnar eru bestar og fyrir hverja, hvort sem slíkar útskýringar vantar í rannsóknina eða bara í fréttina.

Eru reglurnar bestar fyrir stjórnvöld, áfengisframleiðendur, unglinga, gamalmenni, AA-samtökin, áfengissjúklinga, skattgreiðendur, auglýsendur, hinn frjálsa markað eða fyrir hvern eru þessar reglur eiginlega bestar? Maður spyr sig.

Miðað við það að rannsóknin er unnin af vísindamönnum við læknaháskóla þá er kannski ekki ólíklegt að miðað sé út frá heilsu fólks. Er þá ekki bara best að banna áfengi alveg? En svo hef ég líka séð fréttir um að áfengi í hóflegu magni, s.s. rauðvínsglas eða bjór á dag sé góður fyrir heilsuna. Hvað á eiginlega að taka til bragðs?

Að mínu mati á að gefa verslun með áfengi frjálsa og selja léttvín og bjór í matvöruverslunum. Einnig þarf að lækka áfengiskaupaaldurinn niður í 18 ár, þ.e. þegar fólk verður sjálfráða. Hversu spaugilegt er að 18 ára gamall einstaklingur geti giftst en ekki keypt sér freyðivín í brúðukaupið og sami einstaklingur getur átt og rekið bar, selt áfengi á barnum, keypt áfengi af heildsölum í gegnum kennitölu fyrirtækisis síns ....en ekki farið sjálfur út í vínbúð og keypt sér bjór?

 


mbl.is Almenn áfengislöggjöf ein sú besta hér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Undirskriftasöfnun Vöku

Hvet alla til að skrifa undir þetta frábæra átak hjá Vöku:


Frábær starfsandi skiptir öllu

Það er alltaf gaman að heyra þegar vel gengur hjá Google enda hef ég mikið álit á fyrirtækinu. Fyrir utan hversu vel fyrirtækið er að standa sig s.s. með leitarvélinni, Google-Earth og fleiru, þá kynntist ég Google aðeins af eigin raun fyrir tæpum tveimur árum. Ásamt samnemendum mínum heimsótti ég höfuðstöðvar Google í Silicon Valley í útskriftarferð rafmagns- og tölvuverkfræðinema í HÍ. Í ferðinni heimsóttum við mörg merkileg fyrirtæki eins og Cisco, Nasa, Intel ásamt Berkley og Stanford háskólum. Í mínum huga stóð heimsóknin til Google þó klárlega upp úr.

Ég hef alltaf haft mikla trú á því, alveg sama hvort um er að ræða fyrirtæki, nám eða hvers kyns félagsstarfssemi, að starfsandinn sé algjört lykilatriði til að ná árangri. Ef samstarfsfólk er ánægt með stöðu sína og líður vel, þá verður allt annað mun auðveldara. Í Google er starfsandinn ótrúlegur og þeir leggja allt í sölurnar til að starfsfólkinu líði vel - og því er treyst fullkomlega.

Í Google eru ekki stimpilklukkur, starfsólki er bara treyst til að skila sinni vinnu auk þess sem enginn fastur mætingartími eða vinnuskylda er. Einungis þarf fólk að afkasta sínum verkefnum.

Í höfuðstöðvum Google gildir svokölluð 100 feta regla sem þýðir að starfsmaður þarf hvergi að ganga meira en 100 fet (ca. 30 metra) til þess að komast í mat, kaffi eða snarl - að sjálfsögðu allt ókeypis fyrir starfsmenn.

Enginn stefna er um klæðnað starfsmanna, á göngum Google er jafnt jakkafataklætt fólk sem og fólk í stuttbuxum og sandölum.

Út um allt í höfuðstöðvum Google eru borðtennisborð og pool borð sem starfsmenn geta notað að vild í vinnutíma.

Í höfðustöðvum Google eru herbergi með rúmum svo fólk getur lagt sig, nuddarara sem hægt er að fá ókeypis tíma hjá, þvottavélar, barnapössun ....og einu sinni í viku kemur hárgreiðslustofa á stórum pallbíl í heimsókn til að klippa þá starfsmenn sem vilja.

Auk alls þess gildir svokölluð 20% regla hjá Google sem þýðir að 20% af þeim tíma sem starfsmenn eru að vinna mega þeir nota til að vinna að gæluverkefnum sínum - algjörlega frjálst. Þess má geta að mjög mörg vel heppnuð verkefni hjá Google hafa byrjað sem slíkar hugmyndir hjá starfsmönnum.

Já, og ekki má gleyma boltalandinu fyrir fullorðna (já, svona svipað og í IKEA). Sá einn starfsmann liggja í boltalandinu með fartölvuna sína!

Ég veit að þetta hljómar eins og algjör farsi og ekki líklegt umhverfi til árangurs hjá fyrirtæki! ....en ég sá þetta með eigin augum og árangur Google talar sínu máli.

Pant vinna hjá Google í framtíðinni Wink


mbl.is Google orðið verðmætasta vörumerki heims
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Andri Heiðar Kristinsson

Andri bloggar....

Andri Heiðar Kristinsson
Andri Heiðar Kristinsson

Ég, hugsjónir mínar og pælingar um allt og ekkert...

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 20254

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband